Of mikill þungi hafi lent á Seðlabankanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 12:21 Kristrún Frostadóttir hagfræðingur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Of mikill þungi í efnahagsaðgerðum hins opinbera hefur lent á Seðlabankanum og fjármagn sem ríkið hefur dælt út í kerfið hefur ekki ratað á rétta staði. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýnir sveitarfélög fyrir að ráðast ekki í meiri fjárfestingar. Kristrún og Haraldur tókust á um hagstjórn ríkistjórnarinnar í faraldrinum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristrún segir að of mikill þungi efnahagsaðgerða hafi lent á Seðlabankanum. „Annað hvort er það ríkið sem skuldsetur sig eða það er einkageirinn sem skuldsetur sig og þú kemst ekkert hjá þessari skuldsetningu. Ef að ríkið stígur ekki nógu fast á bensínið þá safnast þessar skuldir upp í einkageiranum og það er það sem hefur gerst. Við sjáum bara að Seðlabankinn stígur inn. Seðlabankinn er ekki pólitískur en aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær eru mjög pólitískar, þær skapa ákveðið svigrúm sem að Seðlabankinn telur sig þurfa að stíga inn í og það er pólitísk afleiðing,“ sagði Kristrún. Haraldur svaraði því til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi orðið til þess að samdráttur hafi reynst minni en óttast var. „Þær mótvægisaðgerðir sem við fórum út í þær hafa unnið á móti samdrættinum. Þannig að ég segi, aðgerðir ríkisstjórnarinnar þær hafa virkað þannig að kreppan er ekki eins djúp,“ sagði Haraldur. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin hafi verið eyðilögð Kristrún segir að hlutabótaleiðin hafi verið langbesta úrræði ríkisstjórnarinnar en að það úrræði hafi verið eyðilagt með uppsagnastyrkjunum og hertum kröfum um hlutabótaleiðina. „Mín gagnrýni hefur alla tíð snúið að því að kaupa sér tíma til þess að finna út leiðir til þess að styðja við þetta fólk sem er að vinna í þessum atvinnugreinum,“ sagði Kristrún og vísaði þar til þeirra atvinnugreina sem hafa orðið fyrir hvað mestu höggi í faraldrinum. „Vegna þess að þegar þú ert búinn að rjúfa ráðningarsambandið þá stendur þú í stöðunni sem þú ert núna í. Þú ert með aðgerðir til þess að hvetja til ráðninga, þú ert með ráðningarstyrki, það er verið að borga fyrirtækjum til þess að taka fólk aftur í vinnu og það er ekki verið að nýta þetta úrræði,“ sagði Kristrún. Viðbrögð sveitarfélaga vonbrigði Þá gagnrýnir Kristrún einnig hversu illa ríkið hafi farið af stað í opinberar fjárfestingar. Haraldur svaraði þeirri gagnrýni með því að benda á að ríkið beri ekki eitt ábyrgð á opinberum fjárfestingum. „Ríkið ber ekki eitt og sér ábyrgð á opinberum fjárfestingum, þar koma líka sveitarfélög fyrir. Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð sveitarfélaganna við því að ráðast í fjárfestingar,“ sagði Haraldur. Sprengisandur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Kristrún og Haraldur tókust á um hagstjórn ríkistjórnarinnar í faraldrinum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristrún segir að of mikill þungi efnahagsaðgerða hafi lent á Seðlabankanum. „Annað hvort er það ríkið sem skuldsetur sig eða það er einkageirinn sem skuldsetur sig og þú kemst ekkert hjá þessari skuldsetningu. Ef að ríkið stígur ekki nógu fast á bensínið þá safnast þessar skuldir upp í einkageiranum og það er það sem hefur gerst. Við sjáum bara að Seðlabankinn stígur inn. Seðlabankinn er ekki pólitískur en aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær eru mjög pólitískar, þær skapa ákveðið svigrúm sem að Seðlabankinn telur sig þurfa að stíga inn í og það er pólitísk afleiðing,“ sagði Kristrún. Haraldur svaraði því til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi orðið til þess að samdráttur hafi reynst minni en óttast var. „Þær mótvægisaðgerðir sem við fórum út í þær hafa unnið á móti samdrættinum. Þannig að ég segi, aðgerðir ríkisstjórnarinnar þær hafa virkað þannig að kreppan er ekki eins djúp,“ sagði Haraldur. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin hafi verið eyðilögð Kristrún segir að hlutabótaleiðin hafi verið langbesta úrræði ríkisstjórnarinnar en að það úrræði hafi verið eyðilagt með uppsagnastyrkjunum og hertum kröfum um hlutabótaleiðina. „Mín gagnrýni hefur alla tíð snúið að því að kaupa sér tíma til þess að finna út leiðir til þess að styðja við þetta fólk sem er að vinna í þessum atvinnugreinum,“ sagði Kristrún og vísaði þar til þeirra atvinnugreina sem hafa orðið fyrir hvað mestu höggi í faraldrinum. „Vegna þess að þegar þú ert búinn að rjúfa ráðningarsambandið þá stendur þú í stöðunni sem þú ert núna í. Þú ert með aðgerðir til þess að hvetja til ráðninga, þú ert með ráðningarstyrki, það er verið að borga fyrirtækjum til þess að taka fólk aftur í vinnu og það er ekki verið að nýta þetta úrræði,“ sagði Kristrún. Viðbrögð sveitarfélaga vonbrigði Þá gagnrýnir Kristrún einnig hversu illa ríkið hafi farið af stað í opinberar fjárfestingar. Haraldur svaraði þeirri gagnrýni með því að benda á að ríkið beri ekki eitt ábyrgð á opinberum fjárfestingum. „Ríkið ber ekki eitt og sér ábyrgð á opinberum fjárfestingum, þar koma líka sveitarfélög fyrir. Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð sveitarfélaganna við því að ráðast í fjárfestingar,“ sagði Haraldur.
Sprengisandur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira