Styrkja verður stöðu +50 Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 9. mars 2021 17:30 Það eru forréttindi að fá að eldast. Um það getum við öll verið sammála, séum við svo heppin að halda fullum lífsgæðum eða því sem næst. Sífellt er að koma betur í ljós hversu mikilvæg dagleg virkni er í þessu sambandi. Góð og skemmtileg vinna skiptir hér miklu máli ásamt því að hreyfa sig vel og reglulega. Að missa vinnuna er áfall. Að missa vinnuna á sextugs eða sjötugs aldri er mörgum enn meira áfall, þar sem aldurstengdar áhyggjur bætast þá við. Hverjir eru möguleikar mínir í atvinnuleit sem kona eða karl +50 ára? „Gömul“ kennitala? Ég hef orðið vör við vaxandi umræðu um stöðu 50-70 ára á vinnumarkaðnum. Bæði hef ég fengið talsvert að fyrirspurnum í tengslum við formannsframboðið mitt til VR um þessi og mál og eins þekki ég talsvert af flottum +50 ára konum, sem telja sig hafa lent í vandræðum með að finna nýja vinnu, vegna þess að aldurinn þyngi róðurinn hjá þeim; segja kennitöluna sína orðna of „gamla“. Þá hefur umræða einnig farið vaxandi um stöðu 70 ára og eldri, ekki hvað síst í ljós hækkandi meðalaldurs og batnandi heilsufars. Frábært samstarf við félög eldri borgara Það er staðreynd að íslenska þjóðin er fámenn og mikilvægt sóknarfæri hjá okkur er því að nýta eins vel og við getum allar vinnandi hendur. Þetta mætti orða sem svo að við höfum sem þjóð ekki efni á að halda fullvinnandi fólki utan vinnumarkaðarins. Þessa stöðu þekkja fámennari sveitarfélög á landsbyggðinni vel. Það vakti því athygli mína er ég starfaði hjá Fjarðabyggð að eldri borgurum bauðst vinna í söfnum sveitarfélagsins við móttöku og yfirsetu. Var starfið skipulagt í samstarfi við félög eldri borgara og gekk frábærlega. Jafnréttismál Hér eru að sjálfsögðu engar patent lausnir til, heldur verðum við að taka á þessum málum með sambærilegu móti og aðra jafnréttisbaráttu. Ef niðurstaðan er sú að það hallar á möguleika +50 á vinnumarkaði, vegna hækkandi aldurs og öðrum aldurstengdu þáttum, þá stendur þessi þjóðfélagshópur klárlega ekki jafnfætis yngri aldurshópum og brýnt að bætt verði úr því. Á meðal mögulegra leiða gæti verið að taka upp nýtt kennitölukerfi, sem byggir ekki á fæðingardegi fólks – ekki ósvipað gamla nafnnúmerakerfinu (ef einhver man enn eftir því?). Verðum að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins Öflugara samspil vinnumarkaðar og menntunar, sem hefði aukinn sveigjanleika vinnumarkaðarins að markmiði, er jafnframt mál sem verður að skoða í breiðu samspili aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Hjá VR kannast margir við að sjá starfsréttindasjóðinn hjá sér hækka í sífellu, án þess að möguleikar til að nýta þessi réttindi blasi beinlínis við. Þessi umræða tengist einnig þörfinni á því að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins í tengslum við afleiðingar 4. Iðnbyltingarinnar. Hér eru því greinilega sóknarfæri til að gera betur á ekki einu heldur mörgum mikilvægum sviðum. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Helga Guðrún Jónasdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að fá að eldast. Um það getum við öll verið sammála, séum við svo heppin að halda fullum lífsgæðum eða því sem næst. Sífellt er að koma betur í ljós hversu mikilvæg dagleg virkni er í þessu sambandi. Góð og skemmtileg vinna skiptir hér miklu máli ásamt því að hreyfa sig vel og reglulega. Að missa vinnuna er áfall. Að missa vinnuna á sextugs eða sjötugs aldri er mörgum enn meira áfall, þar sem aldurstengdar áhyggjur bætast þá við. Hverjir eru möguleikar mínir í atvinnuleit sem kona eða karl +50 ára? „Gömul“ kennitala? Ég hef orðið vör við vaxandi umræðu um stöðu 50-70 ára á vinnumarkaðnum. Bæði hef ég fengið talsvert að fyrirspurnum í tengslum við formannsframboðið mitt til VR um þessi og mál og eins þekki ég talsvert af flottum +50 ára konum, sem telja sig hafa lent í vandræðum með að finna nýja vinnu, vegna þess að aldurinn þyngi róðurinn hjá þeim; segja kennitöluna sína orðna of „gamla“. Þá hefur umræða einnig farið vaxandi um stöðu 70 ára og eldri, ekki hvað síst í ljós hækkandi meðalaldurs og batnandi heilsufars. Frábært samstarf við félög eldri borgara Það er staðreynd að íslenska þjóðin er fámenn og mikilvægt sóknarfæri hjá okkur er því að nýta eins vel og við getum allar vinnandi hendur. Þetta mætti orða sem svo að við höfum sem þjóð ekki efni á að halda fullvinnandi fólki utan vinnumarkaðarins. Þessa stöðu þekkja fámennari sveitarfélög á landsbyggðinni vel. Það vakti því athygli mína er ég starfaði hjá Fjarðabyggð að eldri borgurum bauðst vinna í söfnum sveitarfélagsins við móttöku og yfirsetu. Var starfið skipulagt í samstarfi við félög eldri borgara og gekk frábærlega. Jafnréttismál Hér eru að sjálfsögðu engar patent lausnir til, heldur verðum við að taka á þessum málum með sambærilegu móti og aðra jafnréttisbaráttu. Ef niðurstaðan er sú að það hallar á möguleika +50 á vinnumarkaði, vegna hækkandi aldurs og öðrum aldurstengdu þáttum, þá stendur þessi þjóðfélagshópur klárlega ekki jafnfætis yngri aldurshópum og brýnt að bætt verði úr því. Á meðal mögulegra leiða gæti verið að taka upp nýtt kennitölukerfi, sem byggir ekki á fæðingardegi fólks – ekki ósvipað gamla nafnnúmerakerfinu (ef einhver man enn eftir því?). Verðum að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins Öflugara samspil vinnumarkaðar og menntunar, sem hefði aukinn sveigjanleika vinnumarkaðarins að markmiði, er jafnframt mál sem verður að skoða í breiðu samspili aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Hjá VR kannast margir við að sjá starfsréttindasjóðinn hjá sér hækka í sífellu, án þess að möguleikar til að nýta þessi réttindi blasi beinlínis við. Þessi umræða tengist einnig þörfinni á því að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins í tengslum við afleiðingar 4. Iðnbyltingarinnar. Hér eru því greinilega sóknarfæri til að gera betur á ekki einu heldur mörgum mikilvægum sviðum. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun