Nær tvöfalt fleiri munu eiga rétt á skimun fyrir lungnakrabba Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 21:25 Árleg tölvusneiðmyndarannsókn einstaklinga í áhættuhópum getur minnkað dánartíðni af völdu krabbameinsins um 20 til 25 prósent. Skimunarráð Bandaríkjanna hefur uppfært tillögur sínar varðandi skimun fyrir lungnakrabbameinum, sem mun gera það að verkum að nær tvöfalt fleirum er ráðlagt að gangast undir árlega tölvusneiðmyndarannsókn en áður var. Breytingin mun gera það að verkum að fleiri konur og svartir Bandaríkjamenn munu falla undir tilmælin en umræddir hópar virðast bæði viðkvæmari fyrir tóbaksreykingum en hvítir karlmenn og eru yngri þegar þeir fá krabbamein. Lungnakrabbamein er helsta dánarorsök af völdum krabbameina í Bandaríkjunum en það finnst vanalega seint og er þá illmeðhöndlanlegt. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að árleg tölvusneiðmyndarannsókn hjá áhættuhópum getur lækkað dánartíðnina um 20 til 25 prósent. Samkvæmt nýju tilmælunum er þeim ráðlagt að gangast undir árlega rannsókn sem eru á aldrinum 50 til 80 ára og hafa reykt pakka á dag í tuttugu ár eða meira, þeim sem enn reykja og þeim sem hafa hætt að reykja á síðustu fimmtán árum. Skimunarráðið er skipað af forstjóra alríkisstofnunarinnar sem hefur eftirlit með rannsóknum og gæðum í heilbrigðisþjónustu en er sjálfstætt í störfum sínum. Ef ráðleggingar þess taka gildi mun þeim sem býðst skimun fjölga um 6.4 milljónir einstaklinga, í 14,5 milljónir. En jafnvel þótt fleirum muni nú standa skimun til boða er aðeins hálf sagan sögð. Þátttaka hefur verið dræm en það er ekki síst talið vera vegna þess að rannsóknin kostar jafnvirði um 40 þúsund króna. Hið svokallaða Affordable Care Act, oft kallað „Obamacare“, kveður á um að rannsóknin sé innifalin í sjúkratryggingum en rannsóknir hafa leitt í ljós að nærri helmingur þeirra sem falla undir skimunarviðmiðin eru ótryggðir. Þá virðast margir ekki vita af möguleikanum, þar sem minna er fjallað um hann en skimun fyrir öðrum krabbameinum. Í Bandaríkjunum greindust 228.820 með lungnakrabbamein árið 2020 og 135.720 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Um 90 prósent þeirra sem greinast með meinið hafa reykt og þá er reykingafólk tuttugu sinnum líklegra til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki reykja. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Breytingin mun gera það að verkum að fleiri konur og svartir Bandaríkjamenn munu falla undir tilmælin en umræddir hópar virðast bæði viðkvæmari fyrir tóbaksreykingum en hvítir karlmenn og eru yngri þegar þeir fá krabbamein. Lungnakrabbamein er helsta dánarorsök af völdum krabbameina í Bandaríkjunum en það finnst vanalega seint og er þá illmeðhöndlanlegt. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að árleg tölvusneiðmyndarannsókn hjá áhættuhópum getur lækkað dánartíðnina um 20 til 25 prósent. Samkvæmt nýju tilmælunum er þeim ráðlagt að gangast undir árlega rannsókn sem eru á aldrinum 50 til 80 ára og hafa reykt pakka á dag í tuttugu ár eða meira, þeim sem enn reykja og þeim sem hafa hætt að reykja á síðustu fimmtán árum. Skimunarráðið er skipað af forstjóra alríkisstofnunarinnar sem hefur eftirlit með rannsóknum og gæðum í heilbrigðisþjónustu en er sjálfstætt í störfum sínum. Ef ráðleggingar þess taka gildi mun þeim sem býðst skimun fjölga um 6.4 milljónir einstaklinga, í 14,5 milljónir. En jafnvel þótt fleirum muni nú standa skimun til boða er aðeins hálf sagan sögð. Þátttaka hefur verið dræm en það er ekki síst talið vera vegna þess að rannsóknin kostar jafnvirði um 40 þúsund króna. Hið svokallaða Affordable Care Act, oft kallað „Obamacare“, kveður á um að rannsóknin sé innifalin í sjúkratryggingum en rannsóknir hafa leitt í ljós að nærri helmingur þeirra sem falla undir skimunarviðmiðin eru ótryggðir. Þá virðast margir ekki vita af möguleikanum, þar sem minna er fjallað um hann en skimun fyrir öðrum krabbameinum. Í Bandaríkjunum greindust 228.820 með lungnakrabbamein árið 2020 og 135.720 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Um 90 prósent þeirra sem greinast með meinið hafa reykt og þá er reykingafólk tuttugu sinnum líklegra til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki reykja. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira