Einn frægasti leikvangur heims verður endurskírður í höfuðið á Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 09:31 Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem Pele, átti magnaða feril á sínum tíma. EPA-EFE/SEBASTIAO MOREIRA Borgarstjórnin í Ríó hefur ákveðið að heiðra einn besta knattspyrnumann sögunnar með því að nefna heimsþekktan íþróttaleikvang eftir honum. Hinn frægi Maracana leikvangur í Ríó í Brasilíu mun eftir atkvæðagreiðsluna í borgarstjórninni í gær heita Edson Arantes do Nascimento - Rei Pele leikvangurinn. Þeir skírðu því ekki aðeins völlinn eftir Pele heldur eftir Pele kóngi. Pele er aðeins gælunafn brasilíska knattspyrnusnillingsins en hann völlurinn fær hans fulla nafn líka. Pele er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum en hann skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 1958 þegar hann var bara sautján ára og var með mark og tvær stoðsendingar í úrslitaleiknum 1970 þá 29 ára gamall. Football: Rio votes to put Pele's name on famous Maracana stadium https://t.co/q65lN53Wqr— ST Sports Desk (@STsportsdesk) March 10, 2021 Maracana leikvangurinn hefur hýst tvo úrslitaleiki HM (1950 og 2014) og þar fór einnig fram setningar- og lokaathöfnin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Pele er orðinn 80 ára gamall og spilaði mörgum sinnum á vellinum. Einn af þeim leikjum kom árið 1969 þegar hann skoraði sitt þúsundasta mark á ferlinum í leik með Santos á móti Vasco da Gama. „Hann á þennan virðingarvott skilinn enda þekkir allur heimurinn goðsagnakennda stöðu hans í brasilískum fótbolta og þá hefur hann verið frábær sendiherra fyrir þjóð sína í gegnum tíðina,“ sagði borgarstjórnarfulltrúinn sem lagði fram tillöguna. Brasilíumenn vildu líka augljóslega passa upp á það að Pele væri ekki minni maður en Maradona en lengi hefur verið rifist um það hvor þeirra sé besti knattspyrnumaður sögunnar, svona fyrir komu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Brazil's world famous Maracana in Rio de Janeiro to be renamed the 'King #Pele Stadium' @NatSportUAE explains https://t.co/6SAJCRvIcW pic.twitter.com/cRn1dr121a— The National (@TheNationalNews) March 10, 2021 Diego Maradona var sýndur sá heiður á dögunum í Napoli á Ítalíu þegar ítalska félagið endurskírði leikvanginn sinn Stadio Diego Armando Maradona. Brasilíumenn vildu greinilega passa upp á það að þeirra stærsta goðsgöng ætti líka sinn eigin leikvang. Þetta þýddi um leið að leikvangurinn missir gamla nafnið sitt en hann var skírður eftir blaðamanninum Mario Filho sem barðist fyrir byggingu hans á sínum tíma. Allt íþróttasvæðið mun þó áfram bera nafn Mario Filho. Það eru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu og sumir hafa gert athugasemd við það að Pele sé ekki frá Ríó en hann hefur auk þess búið stærstan hluta ævi sinnar í Sao Paulo. Fótbolti Brasilía Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Hinn frægi Maracana leikvangur í Ríó í Brasilíu mun eftir atkvæðagreiðsluna í borgarstjórninni í gær heita Edson Arantes do Nascimento - Rei Pele leikvangurinn. Þeir skírðu því ekki aðeins völlinn eftir Pele heldur eftir Pele kóngi. Pele er aðeins gælunafn brasilíska knattspyrnusnillingsins en hann völlurinn fær hans fulla nafn líka. Pele er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum en hann skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 1958 þegar hann var bara sautján ára og var með mark og tvær stoðsendingar í úrslitaleiknum 1970 þá 29 ára gamall. Football: Rio votes to put Pele's name on famous Maracana stadium https://t.co/q65lN53Wqr— ST Sports Desk (@STsportsdesk) March 10, 2021 Maracana leikvangurinn hefur hýst tvo úrslitaleiki HM (1950 og 2014) og þar fór einnig fram setningar- og lokaathöfnin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Pele er orðinn 80 ára gamall og spilaði mörgum sinnum á vellinum. Einn af þeim leikjum kom árið 1969 þegar hann skoraði sitt þúsundasta mark á ferlinum í leik með Santos á móti Vasco da Gama. „Hann á þennan virðingarvott skilinn enda þekkir allur heimurinn goðsagnakennda stöðu hans í brasilískum fótbolta og þá hefur hann verið frábær sendiherra fyrir þjóð sína í gegnum tíðina,“ sagði borgarstjórnarfulltrúinn sem lagði fram tillöguna. Brasilíumenn vildu líka augljóslega passa upp á það að Pele væri ekki minni maður en Maradona en lengi hefur verið rifist um það hvor þeirra sé besti knattspyrnumaður sögunnar, svona fyrir komu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Brazil's world famous Maracana in Rio de Janeiro to be renamed the 'King #Pele Stadium' @NatSportUAE explains https://t.co/6SAJCRvIcW pic.twitter.com/cRn1dr121a— The National (@TheNationalNews) March 10, 2021 Diego Maradona var sýndur sá heiður á dögunum í Napoli á Ítalíu þegar ítalska félagið endurskírði leikvanginn sinn Stadio Diego Armando Maradona. Brasilíumenn vildu greinilega passa upp á það að þeirra stærsta goðsgöng ætti líka sinn eigin leikvang. Þetta þýddi um leið að leikvangurinn missir gamla nafnið sitt en hann var skírður eftir blaðamanninum Mario Filho sem barðist fyrir byggingu hans á sínum tíma. Allt íþróttasvæðið mun þó áfram bera nafn Mario Filho. Það eru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu og sumir hafa gert athugasemd við það að Pele sé ekki frá Ríó en hann hefur auk þess búið stærstan hluta ævi sinnar í Sao Paulo.
Fótbolti Brasilía Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira