Eflum fagmenntun verslunarfólks Jón Steinar Brynjarsson skrifar 10. mars 2021 16:30 Tæknibreytingar eru um þessar mundir að gerbreyta starfsumhverfi verslunarfólks. Á sama tíma aukast kröfur um hvers kyns færni. Gildi fagnáms fer hratt vaxandi enda munu verslunarstörf framtíðarinnar krefjast sífellt meiri sérþekkingar. Aukin hæfni gerir störfin verðmætari og getur þar með orðið eitthvert öflugasta tæki sem völ er á til að bæta kjörin. Einnig er fagmenntun og viðurkenning á fagþekkingu leið til að hefja verslunarstörf til vegs og virðingar. Ég þekki þetta af eigin raun en ég var í lok síðasta árs í fyrsta útskriftarhópi nýs fagnáms verslunar og þjónustu sem kennt er við Verzlunarskóla Íslands. Sjálfur hef ég um sjö ára skeið starfað við afgreiðslu í matvöruverslun þar sem ég er nú verslunarstjóri. Sú þekking sem ég aflaði mér í fagnáminu hefur reynst mér heldur betur gagnleg en líka aukið skilning minn á mikilvægi aukinnar fagmenntunar verslunarfólks líkt og þekkist í löndunum í kringum okkur. Sjálfur var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta sinnt fagnámi verslunar og þjónustu samhliða fullu starfi án þess að kjör mín skertust. – Þetta er lykilatriði til að sem flestir geti sótt sér aukna fagþekkingu. Ég vil gjarnan geta unnið að fræðslumálum verslunarfólks og leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að auka framboð á hvers kyns endurmenntun og símenntun. Til að geta unnið sem best að þessum hugðarefnum mínum hef ég ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR en kosning fer fram nú í vikunni og henni lýkur föstudaginn 12. mars. Ég hvet alla félagsmenn til að nýta sér kosningarétt sinn á heimasíðunni VR.is. Höfundur er verslunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Tæknibreytingar eru um þessar mundir að gerbreyta starfsumhverfi verslunarfólks. Á sama tíma aukast kröfur um hvers kyns færni. Gildi fagnáms fer hratt vaxandi enda munu verslunarstörf framtíðarinnar krefjast sífellt meiri sérþekkingar. Aukin hæfni gerir störfin verðmætari og getur þar með orðið eitthvert öflugasta tæki sem völ er á til að bæta kjörin. Einnig er fagmenntun og viðurkenning á fagþekkingu leið til að hefja verslunarstörf til vegs og virðingar. Ég þekki þetta af eigin raun en ég var í lok síðasta árs í fyrsta útskriftarhópi nýs fagnáms verslunar og þjónustu sem kennt er við Verzlunarskóla Íslands. Sjálfur hef ég um sjö ára skeið starfað við afgreiðslu í matvöruverslun þar sem ég er nú verslunarstjóri. Sú þekking sem ég aflaði mér í fagnáminu hefur reynst mér heldur betur gagnleg en líka aukið skilning minn á mikilvægi aukinnar fagmenntunar verslunarfólks líkt og þekkist í löndunum í kringum okkur. Sjálfur var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta sinnt fagnámi verslunar og þjónustu samhliða fullu starfi án þess að kjör mín skertust. – Þetta er lykilatriði til að sem flestir geti sótt sér aukna fagþekkingu. Ég vil gjarnan geta unnið að fræðslumálum verslunarfólks og leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að auka framboð á hvers kyns endurmenntun og símenntun. Til að geta unnið sem best að þessum hugðarefnum mínum hef ég ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR en kosning fer fram nú í vikunni og henni lýkur föstudaginn 12. mars. Ég hvet alla félagsmenn til að nýta sér kosningarétt sinn á heimasíðunni VR.is. Höfundur er verslunarstjóri.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar