Fær útborgunina aftur jafnvel þótt bæði hafi verið skráð eigendur 50 prósenta hlutar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 20:04 Við fjárhagslegt uppgjör sambandsins skipti ekki máli að bæði áttu jafnan hlut, heldur þótti sanngjarnt að maðurinn fengi útborgun sína endurgreidda. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður eigi heimtingu á að fá útborgun í íbúð endurgreidda við sölu hennar í kjölfar sambandsslita, jafnvel þótt hann og sambýliskona hans hafi verið skráð fyrir jafn stórum hlut. Parið keypti íbúðina í desember í lok árs 2016 og bjó þar þangað til sambandið endaði árið 2018. Kaupverð íbúðarinnar var 41,5 milljón krónur og var eignarhlutur hvors skráður 50 prósent en maðurinn greiddi útborgunina og kostnað við kaupin, um 9,3 milljónir króna. Maðurinn lagði út fyrir parketi og eldhúsinnréttingu, um 1,2 milljónir króna, en parið tók saman tvö íbúðalán og greiddu bæði af lánunum. Þegar sambúð lauk árið 2018 seldu maðurinn og konan íbúðina fyrir 51 milljón króna. Maðurinn, sem sótti málið, kvað nettósöluandvirðið um 17,5 milljónir króna og krafðist þess að fá 89 prósent þeirrar upphæðar, til samræmis við framlag sitt til íbúðakaupanna og afborgana. Til vara krafðist hann þess að konan greiddi sér rúmar 6,9 milljónir króna, enda væri hann óumdeilt eigandi að 50 prósentum fasteignarinnar og að auki 39 prósent eignarhluta sem þinglýst hefði verið á konuna. „...sem sanngjarnt þykir“ Konan hélt því hins vegar fram að aukið upphaflegt fjárframlag mannsins hefði í raun og veru verið sambland af endurgjaldi hans til hennar, vegna framlaga hennar áður en íbúðarkaupin áttu sér stað. Þá hefði það jafnframt verið hluti af „viðleitni stefnandans til þess að bæta sambandið vegna framkomu hans við stefndu á fyrri stigum“. Annað hefði ekki komið til tals en að þau yrðu eigendur að jöfnum hlut í fasteigninni. „Um hafi verið að ræða framlag stefnanda til hagsbóta fyrir stefndu og liggi engin gögn fyrir um að samkomulag hafi verið um nokkuð annað. Forsenda framhalds sambúðar aðila máls þessa hafi grundvallast á þessari ákvörðun aðila,“ segir í dóminum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði sannarlega greitt 11 milljónum meira en konan, „sem sanngjarnt þykir með hliðsjón af öllu framangreindu að hann fái greitt af söluandvirði fasteignarinnar og er ósannað að sú fjárhæð hafi á einhvern hátt verið lán eða gjöf til stefndu.“ Konan var því dæmd til að greiða manninum 5,5 milljónir króna auk málskostnaðar. Dómsmál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Parið keypti íbúðina í desember í lok árs 2016 og bjó þar þangað til sambandið endaði árið 2018. Kaupverð íbúðarinnar var 41,5 milljón krónur og var eignarhlutur hvors skráður 50 prósent en maðurinn greiddi útborgunina og kostnað við kaupin, um 9,3 milljónir króna. Maðurinn lagði út fyrir parketi og eldhúsinnréttingu, um 1,2 milljónir króna, en parið tók saman tvö íbúðalán og greiddu bæði af lánunum. Þegar sambúð lauk árið 2018 seldu maðurinn og konan íbúðina fyrir 51 milljón króna. Maðurinn, sem sótti málið, kvað nettósöluandvirðið um 17,5 milljónir króna og krafðist þess að fá 89 prósent þeirrar upphæðar, til samræmis við framlag sitt til íbúðakaupanna og afborgana. Til vara krafðist hann þess að konan greiddi sér rúmar 6,9 milljónir króna, enda væri hann óumdeilt eigandi að 50 prósentum fasteignarinnar og að auki 39 prósent eignarhluta sem þinglýst hefði verið á konuna. „...sem sanngjarnt þykir“ Konan hélt því hins vegar fram að aukið upphaflegt fjárframlag mannsins hefði í raun og veru verið sambland af endurgjaldi hans til hennar, vegna framlaga hennar áður en íbúðarkaupin áttu sér stað. Þá hefði það jafnframt verið hluti af „viðleitni stefnandans til þess að bæta sambandið vegna framkomu hans við stefndu á fyrri stigum“. Annað hefði ekki komið til tals en að þau yrðu eigendur að jöfnum hlut í fasteigninni. „Um hafi verið að ræða framlag stefnanda til hagsbóta fyrir stefndu og liggi engin gögn fyrir um að samkomulag hafi verið um nokkuð annað. Forsenda framhalds sambúðar aðila máls þessa hafi grundvallast á þessari ákvörðun aðila,“ segir í dóminum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði sannarlega greitt 11 milljónum meira en konan, „sem sanngjarnt þykir með hliðsjón af öllu framangreindu að hann fái greitt af söluandvirði fasteignarinnar og er ósannað að sú fjárhæð hafi á einhvern hátt verið lán eða gjöf til stefndu.“ Konan var því dæmd til að greiða manninum 5,5 milljónir króna auk málskostnaðar.
Dómsmál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira