Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 09:30 Rory McIlroy og Tiger Woods er vel til vina. getty/Tom Pennington Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. Þetta segir norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sem hefur verið í góðu sambandi við Tiger að undanförnu. „Ef allt gengur vel næstu vikuna eða svo kemst hann vonandi heim,“ sagði McIlroy. Hann sagði að Tiger hefði fylgst vel með frammistöðu sinni á Arnold Palmer Invitational um síðustu helgi og hafi látið sig vita hvað hefði mátt betur fara þar. „Hann sendi mér hvetjandi skilaboð fyrir lokahringinn á sunnudaginn. Hlutirnir gengu ekki sem skildi og hann var einn af þeim fyrstu til að senda mér skilaboð og spyrja hvað væri í gangi. Hann lætur mig heyra það þótt hann sé á sjúkrabeðinu,“ sagði McIlroy. Norður-Írinn var einn þeirra kylfinga sem léku í rauðum bol og svörtum buxum á lokahring WGC-Workday Championship Tiger til heiðurs. Þótt það styttist í að Tiger geti farið aftur heim bíður hans löng og ströng endurhæfing eftir bílslysið. Hann fótbrotnaði meðal annars illa á hægri fæti. McIlroy er á meðal keppenda á The Players Championship sem hefst í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þetta segir norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sem hefur verið í góðu sambandi við Tiger að undanförnu. „Ef allt gengur vel næstu vikuna eða svo kemst hann vonandi heim,“ sagði McIlroy. Hann sagði að Tiger hefði fylgst vel með frammistöðu sinni á Arnold Palmer Invitational um síðustu helgi og hafi látið sig vita hvað hefði mátt betur fara þar. „Hann sendi mér hvetjandi skilaboð fyrir lokahringinn á sunnudaginn. Hlutirnir gengu ekki sem skildi og hann var einn af þeim fyrstu til að senda mér skilaboð og spyrja hvað væri í gangi. Hann lætur mig heyra það þótt hann sé á sjúkrabeðinu,“ sagði McIlroy. Norður-Írinn var einn þeirra kylfinga sem léku í rauðum bol og svörtum buxum á lokahring WGC-Workday Championship Tiger til heiðurs. Þótt það styttist í að Tiger geti farið aftur heim bíður hans löng og ströng endurhæfing eftir bílslysið. Hann fótbrotnaði meðal annars illa á hægri fæti. McIlroy er á meðal keppenda á The Players Championship sem hefst í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira