Ekki verið vart við neinn öryggisbrest hjá ráðuneytum Eiður Þór Árnason skrifar 11. mars 2021 16:29 Stjórnarráðið hefur lagt aukna áherslu á netöryggismál á síðustu árum. Vísir/hanna Enginn grunur er um að tölvuþrjótar hafi notfært sér alvarlegan öryggisgalla í Microsoft Exchange tölvupóstkerfinu til að brjótast inn í tölvukerfi íslenskra ráðuneyta. Þetta segir framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins sem sér um rekstur miðlægra tölvukerfa fyrir ráðuneytin. Mikið hefur verið fjallað um öryggisbrestinn frá því að upplýst var um það í byrjun mars að óprúttnir aðilar, meðal annars með meint tengsl við kínversk yfirvöld, hafi nýtt fjóra óþekkta veikleika í Exchange hugbúnaði Microsoft til að brjótast inn í tölvukerfi minnst 30 þúsund bandarískra fyrirtækja og stofnana frá því í janúar. Þá hafa fregnir borist af því að tölvuþrjótar keppist nú við nýta sér seinfærni þeirra sem hafi ekki enn uppfært hugbúnað sinn og með því lokað öryggisholunum. Þá var greint frá því í gær að tölvuþrjótar hafi nýtt sér áðurnefnda veikleika til að brjótast inn í tölvukerfi norska þingsins og stela þaðan gögnum. Ekki haft áhrif á Stjórnarráðið Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, segir að Microsoft hafi tilkynnt öryggisbrestinn þann 3. mars síðastliðinn og Umbra hafi samdægurs uppfært í nýjustu útgáfu hugbúnaðarins líkt og mælt hafi verið með. „Í rauninni hafði þetta engin áhrif á okkur eða þau kerfi sem eru í umsjón hjá okkur, það var ekki vart við neinn öryggisbrest eða neitt atvik sem kom upp,“ segir Viktor. Hann bætir við að þegar fregnir berist af slíkum öryggisgalla fari í gang visst ferli þar sem upplýsingaöryggisstjóri Umbru vinni eftir vottuðu gæðakerfi. „Það er farið yfir allar skráningar í okkar kerfum og það er raunar óháð slíkum atvikum alltaf eftirlit með því hvort það sé einhver óeðlileg umferð eða annað slíkt. En auðvitað þegar svona kemur upp þá er sérstaklega skoðað hvort einhver öryggisbrestur hafi átt sér stað og það var farið yfir það í þessu tilviki.“ Þeirri athugun sé nú lokið og enginn grunur um að eitthvað athugavert hafi átt sér stað. Sett meiri kraft í netöryggismál Vignir segir að aukin áhersla hafi verið lögð á netöryggismál hjá Umbru á síðastliðnum árum samhliða því að netárásir hafa færst í aukanna á heimsvísu. „Við erum alltaf með þessi mál efst á baugi hjá okkur og leggjum mikla áherslu á varnir. Við fylgjumst með þessari þróun og erum bæði stöðugt að yfirfara þau varnarkerfi sem við erum með og bæta í eftir þörfum. Þetta er alltaf mjög ofarlega á dagskrá hjá okkur og auðvitað eru mjög viðkvæm og mikilvæg gögn í okkar kerfum sem við þurfum að verja.“ Þá hafi Umbra sömuleiðis aukið samstarf sitt við Netöryggissveitina CERT-ÍS en hún var nýlega efld til að bregðast við auknum fjölda netárása á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Vignis hafa ekki komið upp nein alvarleg netöryggisatvik hjá Stjórnarráðinu á síðustu árum og ekki vitað til þess að aðilum hafi tekist að brjótast inn í tölvukerfi í umsjón Umbru. Netöryggi Stjórnsýsla Microsoft Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um öryggisbrestinn frá því að upplýst var um það í byrjun mars að óprúttnir aðilar, meðal annars með meint tengsl við kínversk yfirvöld, hafi nýtt fjóra óþekkta veikleika í Exchange hugbúnaði Microsoft til að brjótast inn í tölvukerfi minnst 30 þúsund bandarískra fyrirtækja og stofnana frá því í janúar. Þá hafa fregnir borist af því að tölvuþrjótar keppist nú við nýta sér seinfærni þeirra sem hafi ekki enn uppfært hugbúnað sinn og með því lokað öryggisholunum. Þá var greint frá því í gær að tölvuþrjótar hafi nýtt sér áðurnefnda veikleika til að brjótast inn í tölvukerfi norska þingsins og stela þaðan gögnum. Ekki haft áhrif á Stjórnarráðið Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, segir að Microsoft hafi tilkynnt öryggisbrestinn þann 3. mars síðastliðinn og Umbra hafi samdægurs uppfært í nýjustu útgáfu hugbúnaðarins líkt og mælt hafi verið með. „Í rauninni hafði þetta engin áhrif á okkur eða þau kerfi sem eru í umsjón hjá okkur, það var ekki vart við neinn öryggisbrest eða neitt atvik sem kom upp,“ segir Viktor. Hann bætir við að þegar fregnir berist af slíkum öryggisgalla fari í gang visst ferli þar sem upplýsingaöryggisstjóri Umbru vinni eftir vottuðu gæðakerfi. „Það er farið yfir allar skráningar í okkar kerfum og það er raunar óháð slíkum atvikum alltaf eftirlit með því hvort það sé einhver óeðlileg umferð eða annað slíkt. En auðvitað þegar svona kemur upp þá er sérstaklega skoðað hvort einhver öryggisbrestur hafi átt sér stað og það var farið yfir það í þessu tilviki.“ Þeirri athugun sé nú lokið og enginn grunur um að eitthvað athugavert hafi átt sér stað. Sett meiri kraft í netöryggismál Vignir segir að aukin áhersla hafi verið lögð á netöryggismál hjá Umbru á síðastliðnum árum samhliða því að netárásir hafa færst í aukanna á heimsvísu. „Við erum alltaf með þessi mál efst á baugi hjá okkur og leggjum mikla áherslu á varnir. Við fylgjumst með þessari þróun og erum bæði stöðugt að yfirfara þau varnarkerfi sem við erum með og bæta í eftir þörfum. Þetta er alltaf mjög ofarlega á dagskrá hjá okkur og auðvitað eru mjög viðkvæm og mikilvæg gögn í okkar kerfum sem við þurfum að verja.“ Þá hafi Umbra sömuleiðis aukið samstarf sitt við Netöryggissveitina CERT-ÍS en hún var nýlega efld til að bregðast við auknum fjölda netárása á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Vignis hafa ekki komið upp nein alvarleg netöryggisatvik hjá Stjórnarráðinu á síðustu árum og ekki vitað til þess að aðilum hafi tekist að brjótast inn í tölvukerfi í umsjón Umbru.
Netöryggi Stjórnsýsla Microsoft Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira