Ekki verið vart við neinn öryggisbrest hjá ráðuneytum Eiður Þór Árnason skrifar 11. mars 2021 16:29 Stjórnarráðið hefur lagt aukna áherslu á netöryggismál á síðustu árum. Vísir/hanna Enginn grunur er um að tölvuþrjótar hafi notfært sér alvarlegan öryggisgalla í Microsoft Exchange tölvupóstkerfinu til að brjótast inn í tölvukerfi íslenskra ráðuneyta. Þetta segir framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins sem sér um rekstur miðlægra tölvukerfa fyrir ráðuneytin. Mikið hefur verið fjallað um öryggisbrestinn frá því að upplýst var um það í byrjun mars að óprúttnir aðilar, meðal annars með meint tengsl við kínversk yfirvöld, hafi nýtt fjóra óþekkta veikleika í Exchange hugbúnaði Microsoft til að brjótast inn í tölvukerfi minnst 30 þúsund bandarískra fyrirtækja og stofnana frá því í janúar. Þá hafa fregnir borist af því að tölvuþrjótar keppist nú við nýta sér seinfærni þeirra sem hafi ekki enn uppfært hugbúnað sinn og með því lokað öryggisholunum. Þá var greint frá því í gær að tölvuþrjótar hafi nýtt sér áðurnefnda veikleika til að brjótast inn í tölvukerfi norska þingsins og stela þaðan gögnum. Ekki haft áhrif á Stjórnarráðið Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, segir að Microsoft hafi tilkynnt öryggisbrestinn þann 3. mars síðastliðinn og Umbra hafi samdægurs uppfært í nýjustu útgáfu hugbúnaðarins líkt og mælt hafi verið með. „Í rauninni hafði þetta engin áhrif á okkur eða þau kerfi sem eru í umsjón hjá okkur, það var ekki vart við neinn öryggisbrest eða neitt atvik sem kom upp,“ segir Viktor. Hann bætir við að þegar fregnir berist af slíkum öryggisgalla fari í gang visst ferli þar sem upplýsingaöryggisstjóri Umbru vinni eftir vottuðu gæðakerfi. „Það er farið yfir allar skráningar í okkar kerfum og það er raunar óháð slíkum atvikum alltaf eftirlit með því hvort það sé einhver óeðlileg umferð eða annað slíkt. En auðvitað þegar svona kemur upp þá er sérstaklega skoðað hvort einhver öryggisbrestur hafi átt sér stað og það var farið yfir það í þessu tilviki.“ Þeirri athugun sé nú lokið og enginn grunur um að eitthvað athugavert hafi átt sér stað. Sett meiri kraft í netöryggismál Vignir segir að aukin áhersla hafi verið lögð á netöryggismál hjá Umbru á síðastliðnum árum samhliða því að netárásir hafa færst í aukanna á heimsvísu. „Við erum alltaf með þessi mál efst á baugi hjá okkur og leggjum mikla áherslu á varnir. Við fylgjumst með þessari þróun og erum bæði stöðugt að yfirfara þau varnarkerfi sem við erum með og bæta í eftir þörfum. Þetta er alltaf mjög ofarlega á dagskrá hjá okkur og auðvitað eru mjög viðkvæm og mikilvæg gögn í okkar kerfum sem við þurfum að verja.“ Þá hafi Umbra sömuleiðis aukið samstarf sitt við Netöryggissveitina CERT-ÍS en hún var nýlega efld til að bregðast við auknum fjölda netárása á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Vignis hafa ekki komið upp nein alvarleg netöryggisatvik hjá Stjórnarráðinu á síðustu árum og ekki vitað til þess að aðilum hafi tekist að brjótast inn í tölvukerfi í umsjón Umbru. Netöryggi Stjórnsýsla Microsoft Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um öryggisbrestinn frá því að upplýst var um það í byrjun mars að óprúttnir aðilar, meðal annars með meint tengsl við kínversk yfirvöld, hafi nýtt fjóra óþekkta veikleika í Exchange hugbúnaði Microsoft til að brjótast inn í tölvukerfi minnst 30 þúsund bandarískra fyrirtækja og stofnana frá því í janúar. Þá hafa fregnir borist af því að tölvuþrjótar keppist nú við nýta sér seinfærni þeirra sem hafi ekki enn uppfært hugbúnað sinn og með því lokað öryggisholunum. Þá var greint frá því í gær að tölvuþrjótar hafi nýtt sér áðurnefnda veikleika til að brjótast inn í tölvukerfi norska þingsins og stela þaðan gögnum. Ekki haft áhrif á Stjórnarráðið Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, segir að Microsoft hafi tilkynnt öryggisbrestinn þann 3. mars síðastliðinn og Umbra hafi samdægurs uppfært í nýjustu útgáfu hugbúnaðarins líkt og mælt hafi verið með. „Í rauninni hafði þetta engin áhrif á okkur eða þau kerfi sem eru í umsjón hjá okkur, það var ekki vart við neinn öryggisbrest eða neitt atvik sem kom upp,“ segir Viktor. Hann bætir við að þegar fregnir berist af slíkum öryggisgalla fari í gang visst ferli þar sem upplýsingaöryggisstjóri Umbru vinni eftir vottuðu gæðakerfi. „Það er farið yfir allar skráningar í okkar kerfum og það er raunar óháð slíkum atvikum alltaf eftirlit með því hvort það sé einhver óeðlileg umferð eða annað slíkt. En auðvitað þegar svona kemur upp þá er sérstaklega skoðað hvort einhver öryggisbrestur hafi átt sér stað og það var farið yfir það í þessu tilviki.“ Þeirri athugun sé nú lokið og enginn grunur um að eitthvað athugavert hafi átt sér stað. Sett meiri kraft í netöryggismál Vignir segir að aukin áhersla hafi verið lögð á netöryggismál hjá Umbru á síðastliðnum árum samhliða því að netárásir hafa færst í aukanna á heimsvísu. „Við erum alltaf með þessi mál efst á baugi hjá okkur og leggjum mikla áherslu á varnir. Við fylgjumst með þessari þróun og erum bæði stöðugt að yfirfara þau varnarkerfi sem við erum með og bæta í eftir þörfum. Þetta er alltaf mjög ofarlega á dagskrá hjá okkur og auðvitað eru mjög viðkvæm og mikilvæg gögn í okkar kerfum sem við þurfum að verja.“ Þá hafi Umbra sömuleiðis aukið samstarf sitt við Netöryggissveitina CERT-ÍS en hún var nýlega efld til að bregðast við auknum fjölda netárása á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Vignis hafa ekki komið upp nein alvarleg netöryggisatvik hjá Stjórnarráðinu á síðustu árum og ekki vitað til þess að aðilum hafi tekist að brjótast inn í tölvukerfi í umsjón Umbru.
Netöryggi Stjórnsýsla Microsoft Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira