Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. mars 2021 16:55 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild. Vísir/Egill Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. Tilkynnt var í dag að bólusetning með bóluefni AstraZeneca yrði stöðvuð tímabundið hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum tengdum blóðtöppum af efninu í Evrópu. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. „Það er náttúrulega alltaf áhyggjuefni þegar þarf að stöðva notkun á svona mikilvægu lyfi eins og bóluefni gegn Covid-19 er og við tökum því mjög alvarlega,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson sérfræðingur í ónæmisræðum í samtali við fréttastofu. Kostir efnisins vegi þyngra en möguleg áhætta Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í dag að ekkert bendi til þess að bólusetning með AstraZeneca hafi valdið blóðtöppum. Þá séu slík veikindi jafnframt ekki skráð sem aukaverkanir af efninu. „Afstaða PRAC, öryggisnefndar Lyfjastofnunar Evrópu, er að kostir bóluefnisins vega áfram þyngra en áhættan sem af því hlýst og að áfram má bólusetja með efninu á meðan tilfelli blóðtappa eru rannsökuð,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu. Hlutfall slíkra tilfella sé jafnframt ekki hærra hjá bólusettum en öðrum. Frá og með 10. mars hafi þrjátíu tilfelli blóðtappa verið tilkynnt meðal þeirra fimm milljóna sem fengið höfðu AstraZeneca-bóluefnið í Evrópu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis verður engin ákvörðun tekin um notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi í dag. Mikilvægt að vera varkár „Það er sambærileg tíðni og gerist meðal þýðisins, án þess að fólk sé bólusett. Þannig að það er ekkert sem bendir til þess á þessari stundu að tengsl séu þarna á milli,“ segir Björn „Menn hafa helst verið að tengja þetta ákveðnu framleiðsluferli, einni lotu, af lyfinu og það er það sem menn eru að skoða og fáum vonandi fréttir af því mjög fljótlega. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vera dugleg að tilkynna inn aukaverkanir og vera varkár varðandi notkun á þessu lyfi eins og notkun á öðrum lyfjum. En enn sem komið er eru engar klárar vísbendingar sem benda til þess að fólk þurfi að óttast.“ Megum ekki gleyma því af hverju við bólusetjum Þá minnir Björn á það sem oft hefur verið bent á í tengslum við umræðu um mögulegar aukaverkanir af bóluefnum gegn Covid. Þeir sem fengið hafi bólusetningu tilheyri margir viðkvæmum hópum. „Þegar við tilkynnum um hliðarverkanir lyfja er oft um að ræða fólk með undirliggjandi sjúkdóma, alvarleg veikindi, og maður er ekki alveg alltaf klár á því hvort viðkomandi uppákoma eða sjúkdómseinkenni hjá sjúklingnum eigi í beinu samhengi við lyfið eða ekki.“ Þá segir Björn að ekki bendi heldur til þess hvort mistök hafi verið gerð við framleiðslu efnisins. Virknin virðist jafnframt mjög góð hjá öldruðum og ónæmisbældum. „Við megum ekki gleyma því af hverju við erum að bólusetja. Við erum að bólusetja gegn mjög alvarlegum sjúkdómi sem smitast greiðlega og uppákoman núna nýlega sýnir það. Ég þurfti sjálfur að fara í sóttkví út af því tiltekna máli en sem betur fer reyndist ég ekki smitaður. Þannig að þetta er alvarlegt,“ segir Björn. Þá bendir hann á að blóðsegasjúkdómur sé mjög algengur meðal þeirra sem fá Covid. „Allt upp undir þriðjungur þeirra sem sýkjast af Covid-19 eiga á hættu að fá blóðsegasjúkdóm, annað hvort í lungu eða í útæðar, þannig að það er ástæðan fyrir því að við erum að bólusetja. Við erum að reyna að koma í veg fyrir þessa alvarlegu sjúkdóma hjá mjög stórum hópi fólks.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Tilkynnt var í dag að bólusetning með bóluefni AstraZeneca yrði stöðvuð tímabundið hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum tengdum blóðtöppum af efninu í Evrópu. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. „Það er náttúrulega alltaf áhyggjuefni þegar þarf að stöðva notkun á svona mikilvægu lyfi eins og bóluefni gegn Covid-19 er og við tökum því mjög alvarlega,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson sérfræðingur í ónæmisræðum í samtali við fréttastofu. Kostir efnisins vegi þyngra en möguleg áhætta Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í dag að ekkert bendi til þess að bólusetning með AstraZeneca hafi valdið blóðtöppum. Þá séu slík veikindi jafnframt ekki skráð sem aukaverkanir af efninu. „Afstaða PRAC, öryggisnefndar Lyfjastofnunar Evrópu, er að kostir bóluefnisins vega áfram þyngra en áhættan sem af því hlýst og að áfram má bólusetja með efninu á meðan tilfelli blóðtappa eru rannsökuð,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu. Hlutfall slíkra tilfella sé jafnframt ekki hærra hjá bólusettum en öðrum. Frá og með 10. mars hafi þrjátíu tilfelli blóðtappa verið tilkynnt meðal þeirra fimm milljóna sem fengið höfðu AstraZeneca-bóluefnið í Evrópu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis verður engin ákvörðun tekin um notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi í dag. Mikilvægt að vera varkár „Það er sambærileg tíðni og gerist meðal þýðisins, án þess að fólk sé bólusett. Þannig að það er ekkert sem bendir til þess á þessari stundu að tengsl séu þarna á milli,“ segir Björn „Menn hafa helst verið að tengja þetta ákveðnu framleiðsluferli, einni lotu, af lyfinu og það er það sem menn eru að skoða og fáum vonandi fréttir af því mjög fljótlega. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vera dugleg að tilkynna inn aukaverkanir og vera varkár varðandi notkun á þessu lyfi eins og notkun á öðrum lyfjum. En enn sem komið er eru engar klárar vísbendingar sem benda til þess að fólk þurfi að óttast.“ Megum ekki gleyma því af hverju við bólusetjum Þá minnir Björn á það sem oft hefur verið bent á í tengslum við umræðu um mögulegar aukaverkanir af bóluefnum gegn Covid. Þeir sem fengið hafi bólusetningu tilheyri margir viðkvæmum hópum. „Þegar við tilkynnum um hliðarverkanir lyfja er oft um að ræða fólk með undirliggjandi sjúkdóma, alvarleg veikindi, og maður er ekki alveg alltaf klár á því hvort viðkomandi uppákoma eða sjúkdómseinkenni hjá sjúklingnum eigi í beinu samhengi við lyfið eða ekki.“ Þá segir Björn að ekki bendi heldur til þess hvort mistök hafi verið gerð við framleiðslu efnisins. Virknin virðist jafnframt mjög góð hjá öldruðum og ónæmisbældum. „Við megum ekki gleyma því af hverju við erum að bólusetja. Við erum að bólusetja gegn mjög alvarlegum sjúkdómi sem smitast greiðlega og uppákoman núna nýlega sýnir það. Ég þurfti sjálfur að fara í sóttkví út af því tiltekna máli en sem betur fer reyndist ég ekki smitaður. Þannig að þetta er alvarlegt,“ segir Björn. Þá bendir hann á að blóðsegasjúkdómur sé mjög algengur meðal þeirra sem fá Covid. „Allt upp undir þriðjungur þeirra sem sýkjast af Covid-19 eiga á hættu að fá blóðsegasjúkdóm, annað hvort í lungu eða í útæðar, þannig að það er ástæðan fyrir því að við erum að bólusetja. Við erum að reyna að koma í veg fyrir þessa alvarlegu sjúkdóma hjá mjög stórum hópi fólks.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira