Strákur í Sveinungsvík ætlar að verða bóndi og harmonikkuleikari Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2021 07:35 Heimir Sigurpáll Árnason, þrettán ára bóndasonur í Sveinungsvík. Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar rekur Árni Gunnarsson 550 kinda sauðfjárbú ásamt vélaútgerð. Árni tók við búskapnum af foreldrum sínum fyrir áratug og er fjórði ættliðurinn á jörðinni. Sonur hans segist ákveðinn í að verða sá fimmti. Þegar við rennum í hlað eru Árni og þrettán ára gamall sonur hans, Heimir Sigurpáll, að saga stærðarinnar rekaviðardrumb niður í borðvið. Í gegnum aldirnar þótti Sveinungsvík með verðmætari jörðum vegna alls rekans sem barst hingað á fjörur norðan úr höfum alla leið frá Síberíu. Sveinungsvík er í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar.Arnar Halldórsson Sveinungsvík er meðal þeirra jarða sem heimsóttar eru í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fjallað er um mannlíf fyrr og nú í víkunum í Svalbarðshreppi við vestanverðan Þistilfjörð. Árni er fráskilinn en sonurinn býr bæði hér og hjá móður sinni á Akureyri. Feðgarnir segja okkur frá búskapnum í Sveinungsvík og pabbinn frá jeppasportinu. Sonurinn Heimir leikur fyrir okkur á harmonikku og okkur þykir hann ágætlega fær miðað við að hann er nýbyrjaður í námi á hljóðfærið. Strákurinn segist raunar ekki vera nútímamaður heldur fremur nítjándu- eða átjándualdar maður og alltaf hafa dáðst að torfbæjum. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll.Arnar Halldórsson „Aðrir hafa playstation og tölvu en ég hamar og nagla,“ segir hann eftir að hafa gengið með okkur um sveitabæinn sem hann er búinn að smíða. Hann velkist ekki í vafa um hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. „Bóndi og harmonikkuleikari,“ er svarið. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið úr þættinum: Um land allt Landbúnaður Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. 7. mars 2021 20:55 Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins. 8. mars 2021 23:04 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Þegar við rennum í hlað eru Árni og þrettán ára gamall sonur hans, Heimir Sigurpáll, að saga stærðarinnar rekaviðardrumb niður í borðvið. Í gegnum aldirnar þótti Sveinungsvík með verðmætari jörðum vegna alls rekans sem barst hingað á fjörur norðan úr höfum alla leið frá Síberíu. Sveinungsvík er í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar.Arnar Halldórsson Sveinungsvík er meðal þeirra jarða sem heimsóttar eru í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fjallað er um mannlíf fyrr og nú í víkunum í Svalbarðshreppi við vestanverðan Þistilfjörð. Árni er fráskilinn en sonurinn býr bæði hér og hjá móður sinni á Akureyri. Feðgarnir segja okkur frá búskapnum í Sveinungsvík og pabbinn frá jeppasportinu. Sonurinn Heimir leikur fyrir okkur á harmonikku og okkur þykir hann ágætlega fær miðað við að hann er nýbyrjaður í námi á hljóðfærið. Strákurinn segist raunar ekki vera nútímamaður heldur fremur nítjándu- eða átjándualdar maður og alltaf hafa dáðst að torfbæjum. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll.Arnar Halldórsson „Aðrir hafa playstation og tölvu en ég hamar og nagla,“ segir hann eftir að hafa gengið með okkur um sveitabæinn sem hann er búinn að smíða. Hann velkist ekki í vafa um hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. „Bóndi og harmonikkuleikari,“ er svarið. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið úr þættinum:
Um land allt Landbúnaður Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. 7. mars 2021 20:55 Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins. 8. mars 2021 23:04 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30
Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. 7. mars 2021 20:55
Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins. 8. mars 2021 23:04