Auk Hildar voru tilnefnd þau Max Richter, fyrir tónlist hans í Ad Astra, Kamasi Washington, fyrir tónlistina í Becoming, John Williams, fyrir tónlistina í Star Wars: The Rise of Skywalker, og Thomas Newman, fyrir tónlistina í 1917.
Hildur var einnig tilnefnd fyrir lagið Bathroom Dance í Joker en vann ekki þau verðlaun.
Þá hlutu Daníel Bjarnason og Sinfóníuhljómsveit Íslands ekki verðlaun fyrir besta klassísku sinfóníutónleikana, en þau voru tilnefnd.
Þá var Atli Örvarsson tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga en hlaut ekki verðlaunin.