Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 08:02 Sumarkomuna á norðurhvelinu ætti ekki að nota til að færa rök fyrir afléttingu sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum, að mati skýrsluhöfunda Alþjóðaveðurfræðistofunarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að útbreiðsla nýs afbrigðis kórónuveirunnar drægist saman að sumri til líkt og þekkt er með sumar aðrar veirusýkingar allt frá upphafi heimsfaraldursins í fyrra. Í nýrri skýrslu starfshóps Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að ríki ættu ekki að láta sóttvarnaaðgerðir sínar ráðast af veðri og vindum. Sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda og ferðatakmarkanir hafi þannig verið stærsti áhrifaþátturinn á útbreiðslu veirunnar og þær vegi mun þyngra en veðurfræðilegir þættir. Útbreiðslan stýrist einnig af hegðun fólks, lýðfræðilegum þáttum auk stökkbreytinga í veirunni sjálfri. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum í jarðvísindum, læknisfræði og lýðheilsu. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að þó að rannsóknir á SARS-CoV-2 veirunni á tilraunastofum hafi gefið einhverjar vísbendingar um að hún lifi lengur í köldu og þurru umhverfi þar sem útfjólublá geislun er lítil hafi ekki verið sýnt fram á að veður hafi merkjanleg áhrif á dreifingu hennar í raunheiminum. Enn sé lítið vitað um hvaða þættir hafi áhrif á árstíðarsveiflur öndunarfærasýkinga. Sambland beinna áhrifa svalara veðurs á veiruna, á varnir manna gegn sýkingu og óbein áhrif veðurs og árstíða á hegðun manna sé líklega á ferðinni. Líkön bendi til þess að nýja afbrigði kórónuveirunnar gæti orðið árstíðarbundið þegar fram líða stundir og þannig geti veður og loftgæði nýst til að fylgjast með og spá fyrir um framgang hennar. Skýrsluhöfundar telja að eins og sakir standa sé ekki hægt að byggja aðgerðir gegn faraldrinum á veðurfræðilegum þáttum eða loftgæðum. Ekki vísbendingar um að mengun hafi áhrif á útbreiðslu veirunnar Þá eru gögn um áhrif loftgæða á dreifingu veirunnar ekki afgerandi enn sem komið er. Einhverjar vísbendingar eru um að dánartíðni af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, aukist þar sem loftmengun er mikil líkt og þekkt er um aðra öndunarfærasjúkdóma. Ekki eru hins vegar vísbendingar um að mengunin hafi bein áhrif á dreifingu veirunnar í lofti. „Á þessu stigi styðja vísbendingar ekki að veðurfræðilegir þættir og loftgæði séu grundvöllur fyrir því að ríkisstjórnir slaki á inngripum sínum sem er ætlað að draga úr smitum,“ segir Ban Zaitchik, varaformaður hópsins frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þannig hafi veiran breiðst út þar sem hlýtt var í veðri og í hlýjum heimshlutum á fyrsta ári heimsfaraldursins. Ekkert bendi til annars að það sama gæti verið uppi á teningnum í ár. Skýrslan tók aðeins til veðurs og loftgæða utandyra og snerti ekki á hvernig loftflæði innandyra hefur áhrif á dreifingu veirunnar. Talið hefur verið að meiri hætta sé á að veiran berist á milli fólks innandyra en utan. Veður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að útbreiðsla nýs afbrigðis kórónuveirunnar drægist saman að sumri til líkt og þekkt er með sumar aðrar veirusýkingar allt frá upphafi heimsfaraldursins í fyrra. Í nýrri skýrslu starfshóps Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að ríki ættu ekki að láta sóttvarnaaðgerðir sínar ráðast af veðri og vindum. Sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda og ferðatakmarkanir hafi þannig verið stærsti áhrifaþátturinn á útbreiðslu veirunnar og þær vegi mun þyngra en veðurfræðilegir þættir. Útbreiðslan stýrist einnig af hegðun fólks, lýðfræðilegum þáttum auk stökkbreytinga í veirunni sjálfri. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum í jarðvísindum, læknisfræði og lýðheilsu. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að þó að rannsóknir á SARS-CoV-2 veirunni á tilraunastofum hafi gefið einhverjar vísbendingar um að hún lifi lengur í köldu og þurru umhverfi þar sem útfjólublá geislun er lítil hafi ekki verið sýnt fram á að veður hafi merkjanleg áhrif á dreifingu hennar í raunheiminum. Enn sé lítið vitað um hvaða þættir hafi áhrif á árstíðarsveiflur öndunarfærasýkinga. Sambland beinna áhrifa svalara veðurs á veiruna, á varnir manna gegn sýkingu og óbein áhrif veðurs og árstíða á hegðun manna sé líklega á ferðinni. Líkön bendi til þess að nýja afbrigði kórónuveirunnar gæti orðið árstíðarbundið þegar fram líða stundir og þannig geti veður og loftgæði nýst til að fylgjast með og spá fyrir um framgang hennar. Skýrsluhöfundar telja að eins og sakir standa sé ekki hægt að byggja aðgerðir gegn faraldrinum á veðurfræðilegum þáttum eða loftgæðum. Ekki vísbendingar um að mengun hafi áhrif á útbreiðslu veirunnar Þá eru gögn um áhrif loftgæða á dreifingu veirunnar ekki afgerandi enn sem komið er. Einhverjar vísbendingar eru um að dánartíðni af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, aukist þar sem loftmengun er mikil líkt og þekkt er um aðra öndunarfærasjúkdóma. Ekki eru hins vegar vísbendingar um að mengunin hafi bein áhrif á dreifingu veirunnar í lofti. „Á þessu stigi styðja vísbendingar ekki að veðurfræðilegir þættir og loftgæði séu grundvöllur fyrir því að ríkisstjórnir slaki á inngripum sínum sem er ætlað að draga úr smitum,“ segir Ban Zaitchik, varaformaður hópsins frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þannig hafi veiran breiðst út þar sem hlýtt var í veðri og í hlýjum heimshlutum á fyrsta ári heimsfaraldursins. Ekkert bendi til annars að það sama gæti verið uppi á teningnum í ár. Skýrslan tók aðeins til veðurs og loftgæða utandyra og snerti ekki á hvernig loftflæði innandyra hefur áhrif á dreifingu veirunnar. Talið hefur verið að meiri hætta sé á að veiran berist á milli fólks innandyra en utan.
Veður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira