Hollendingar að kjörborðinu í skugga heimsfaraldurs Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2021 08:43 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. EPA Kjörstöðum í Hollandi verður lokað í kvöld, en þingkosningar hafa staðið yfir í landinu síðan á mánudag. Forsætisráðherra landsins til tíu ára, hinn 54 ára Mark Rutte, sækist þar eftir því að framlengja stjórnartíð sína. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar, sér í lagi fólk eldra en sjötíu ára, skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna, það er á mánudag og svo í gær. Aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam er búið að koma upp sérstöðum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis er búið að koma upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Strangar sóttvarnareglur eru nú í gildi í landinu þar sem flestum verslunum hefur verið gert að loka og útgöngubann er í gildi á nóttunni. Rutte líklegastur þrátt fyrir hneykslismál Þrátt fyrir mikið hneykslismál sem upp kom fyrir um tveimur mánuðum og tengdist stjórn Rutte, benda skoðanakannanir til að íhaldsflokkur hans, VVD, muni bera sigur úr býtum í kosningunum. DW segir frá því að stór hluti Hollendinga séu ánægðir með viðbrögð stjórnar hans við heimsfaraldrinum. Þó hefur stjórn Rutte sætt nokkurri gagnrýni og verið sökuð um að hafa verið svifasein varðandi fjöldabólusetningar í landinu. Fari svo að flokkur Rutte nái flestum þingsætum í neðri deild þingsins, þar sem 150 þingmenn eiga sæti, er líklegast að honum muni takast að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Lilianne Ploumen, leiðtogi PvdA, Geert Wilders, leiðtofi Frelsisflokksins, og forsætisráðherrann Mark Rutte, leiðtogi Þjóðarflokksins fyrir frelsi og lýðræði, í kappræðum í sjónvarpssal um liðna helgi.EPA/SEM VAN DER WAL Wilders gagnrýnir útgöngubannið Kannanir benda jafnframt til þess að Frelsisflokkurinn, sem eru undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, muni áfram vera næststærsti flokkurinn á þingi. Wilders hefur harðlega gagnrýnt stefnu Rutte-stjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum við veirufaraldrinum og segir Hollendinga meðal annars hafa orðið fyrir gríðarmikilli frelsisskerðingu vegna útgöngubanns stjórnvalda. Allt síðan í janúar hefur Hollendingum verið meinað að fara út milli 21 á kvöldin og til 4:30 á morgnana. „Okkur er haldið föngnum heima að fyrirskipan Mark Rutte,“ hefur Wilders látið hafa eftir sér, en um tíma voru mikil fjöldamótmæli á götum Amsterdam og víðar vegna aðgerðanna. 37 flokkar bjóða fram Rúmlega 16 þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Hollandi frá upphafi faraldursins, en íbúar landsins telja um 17 milljónir. Aldrei hafa fleiri flokkar áður boðið fram í hollenskum þingkosningum, en þeir eru 37 að þessu sinni. Tveir kristilegir hægriflokkar, CDA og Kristilega bandalagið, sem báðir eru samstarfsflokkar VVD, flokks Rutte, keppast um að verða þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Líklegt má telja að Rutte muni aftur leita til þeirra flokka við myndun nýrrar stjórnar, nái VVD að tryggja sér flest atkvæði. Holland Tengdar fréttir Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar, sér í lagi fólk eldra en sjötíu ára, skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna, það er á mánudag og svo í gær. Aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam er búið að koma upp sérstöðum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis er búið að koma upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Strangar sóttvarnareglur eru nú í gildi í landinu þar sem flestum verslunum hefur verið gert að loka og útgöngubann er í gildi á nóttunni. Rutte líklegastur þrátt fyrir hneykslismál Þrátt fyrir mikið hneykslismál sem upp kom fyrir um tveimur mánuðum og tengdist stjórn Rutte, benda skoðanakannanir til að íhaldsflokkur hans, VVD, muni bera sigur úr býtum í kosningunum. DW segir frá því að stór hluti Hollendinga séu ánægðir með viðbrögð stjórnar hans við heimsfaraldrinum. Þó hefur stjórn Rutte sætt nokkurri gagnrýni og verið sökuð um að hafa verið svifasein varðandi fjöldabólusetningar í landinu. Fari svo að flokkur Rutte nái flestum þingsætum í neðri deild þingsins, þar sem 150 þingmenn eiga sæti, er líklegast að honum muni takast að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Lilianne Ploumen, leiðtogi PvdA, Geert Wilders, leiðtofi Frelsisflokksins, og forsætisráðherrann Mark Rutte, leiðtogi Þjóðarflokksins fyrir frelsi og lýðræði, í kappræðum í sjónvarpssal um liðna helgi.EPA/SEM VAN DER WAL Wilders gagnrýnir útgöngubannið Kannanir benda jafnframt til þess að Frelsisflokkurinn, sem eru undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, muni áfram vera næststærsti flokkurinn á þingi. Wilders hefur harðlega gagnrýnt stefnu Rutte-stjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum við veirufaraldrinum og segir Hollendinga meðal annars hafa orðið fyrir gríðarmikilli frelsisskerðingu vegna útgöngubanns stjórnvalda. Allt síðan í janúar hefur Hollendingum verið meinað að fara út milli 21 á kvöldin og til 4:30 á morgnana. „Okkur er haldið föngnum heima að fyrirskipan Mark Rutte,“ hefur Wilders látið hafa eftir sér, en um tíma voru mikil fjöldamótmæli á götum Amsterdam og víðar vegna aðgerðanna. 37 flokkar bjóða fram Rúmlega 16 þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Hollandi frá upphafi faraldursins, en íbúar landsins telja um 17 milljónir. Aldrei hafa fleiri flokkar áður boðið fram í hollenskum þingkosningum, en þeir eru 37 að þessu sinni. Tveir kristilegir hægriflokkar, CDA og Kristilega bandalagið, sem báðir eru samstarfsflokkar VVD, flokks Rutte, keppast um að verða þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Líklegt má telja að Rutte muni aftur leita til þeirra flokka við myndun nýrrar stjórnar, nái VVD að tryggja sér flest atkvæði.
Holland Tengdar fréttir Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01
Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent