Kosningar í Hollandi

Fréttamynd

Út­lit fyrir að hníf­jafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti

Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar.

Erlent
Fréttamynd

Þriðju kosningarnar á fjórum árum

Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum.

Erlent
Fréttamynd

For­sætis­ráðherra Hollands segir af sér

Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál.

Erlent
Fréttamynd

Hægri­flokkar ná saman um myndun ríkis­stjórnar

Geert Wilders, leiðtogi hollenska popúlistaflokksins Frelsisflokksins, segir að fjórir hægriflokkar hafi loks náð saman um myndun nýrrar samsteypustjórnar. Wilders mun ekki gegna embætti forsætisráðherra í þeirri stjórn.

Erlent
Fréttamynd

Engin draumabyrjun á þreifingum Wilders

Hægrimaðurinn Geert Wilders, sigurvegari nýafstaðinna hollenskra þingkosninga, viðurkennir að stjórnarmyndunarviðræður hafi ekki hafist á neinni „draumabyrjun“.

Erlent
Fréttamynd

Útgönguspár: Geert Wilders sigur­vegari í Hollandi

Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins.

Erlent
Fréttamynd

Fá fyrsta nýja for­sætis­ráð­herrann í þrettán ár

Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Hollenska stjórnin segir af sér

Ríkisstjórn Hollands hefur sagt af sér. Ákvörðunin kemur í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu.

Erlent