Lögregla fór á svig við lög á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2021 11:07 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd ákvað að hefja frumkvæðisathugun á málinu vegna frétta af því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi óskað eftir upplýsingum og ábendingum um ætluð refsiverð brot í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Vísir/Egill Móttaka lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum í gegnum Facebook samrýmist ekki lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Persónuvernd ákvað að hefja frumkvæðisathugun á málinu vegna frétta af því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi óskað eftir upplýsingum og ábendingum um ætluð refsiverð brot í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Var kannað hvort slík vinnsla samrýmdist lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Persónuvernd óskaði eftir svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við ákveðnum spurningum í byrjun september 2020 og bárust svör um tveimur mánuðum síðar. Upplýsingunum samtímis miðlað til Facebook Í ákvörðuninni kemur fram að Persónuvernd bendi á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. Því sé ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst. Lögreglustöðin við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm „Persónuvernd bendir jafnframt á að í skilmálum Facebook, sem notendur miðilsins samþykkja, kemur fram að Facebook safnar þeim upplýsingum sem miðlað er í gegnum síðuna. Þegar persónuupplýsingum er miðlað til lögreglu í gegnum Facebook er þeim því samtímis miðlað til Facebook. Þá liggur fyrir að Facebook deilir persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem tengjast Facebook, sem og öðrum aðilum (þ.e. þriðju aðilum), við nánar tilgreindar aðstæður. Þeir sem nota slíka samfélagsmiðla hafa því almennt ekki fulla stjórn á því efni sem þar er sett inn,“ segir í ákvörðuninni. Fer gegn yfirlýstu verklagi Persónuvernd hafði fjögur tilvik sérstaklega til skoðunar, þar sem unnið var með persónuupplýsingar, og segir í ákvörðuninni að talið sé að vinnslan byggi ekki á heimildum almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Auk þess hafi vinnslan farið gegn yfirlýstu verklagi embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins og án þess að fram hefði farið mat á áhrifum á persónuvernd vegna vinnslunnar. Persónuvernd Lögreglan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Persónuvernd ákvað að hefja frumkvæðisathugun á málinu vegna frétta af því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi óskað eftir upplýsingum og ábendingum um ætluð refsiverð brot í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Var kannað hvort slík vinnsla samrýmdist lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Persónuvernd óskaði eftir svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við ákveðnum spurningum í byrjun september 2020 og bárust svör um tveimur mánuðum síðar. Upplýsingunum samtímis miðlað til Facebook Í ákvörðuninni kemur fram að Persónuvernd bendi á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. Því sé ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst. Lögreglustöðin við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm „Persónuvernd bendir jafnframt á að í skilmálum Facebook, sem notendur miðilsins samþykkja, kemur fram að Facebook safnar þeim upplýsingum sem miðlað er í gegnum síðuna. Þegar persónuupplýsingum er miðlað til lögreglu í gegnum Facebook er þeim því samtímis miðlað til Facebook. Þá liggur fyrir að Facebook deilir persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem tengjast Facebook, sem og öðrum aðilum (þ.e. þriðju aðilum), við nánar tilgreindar aðstæður. Þeir sem nota slíka samfélagsmiðla hafa því almennt ekki fulla stjórn á því efni sem þar er sett inn,“ segir í ákvörðuninni. Fer gegn yfirlýstu verklagi Persónuvernd hafði fjögur tilvik sérstaklega til skoðunar, þar sem unnið var með persónuupplýsingar, og segir í ákvörðuninni að talið sé að vinnslan byggi ekki á heimildum almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Auk þess hafi vinnslan farið gegn yfirlýstu verklagi embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins og án þess að fram hefði farið mat á áhrifum á persónuvernd vegna vinnslunnar.
Persónuvernd Lögreglan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira