Stefnir í annað kjörtímabil Mark Rutte þrátt fyrir hneykslismál Eiður Þór Árnason skrifar 18. mars 2021 00:05 Líklegt er að Mark Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu Hollands. EPA/BART MAAT Flokkur Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, er sigurvegari þingkosninga þar í landi, ef marka má útgönguspár. Fari svo mun Rutte og VVD flokkurinn líklega hefja fjórða kjörtímabil sitt við stjórnvölinn. Ríkisstjórn hans sagði af sér í janúar í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu og gert að endurgreiða ríkinu bætur. Hinn 54 ára Rutte hefur setið á forsætisráðherrastól í tíu ár og fari svo fram sem horfir er líklegast að hann nái að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Kjörstaðir opnir í þrjá daga til að dreifa álaginu Þinkosningar hófust í landinu á mánudag og lokaði kjörstöðum í kvöld. Samkvæmt útgönguspám mun íhaldsflokkur forsætisráðherrans hljóta 36 þingsæti af 150, vinstrimiðjuflokkurinn Democrats 66 fá 27 sæti og Frelsisflokkurinn, sem er undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, sautján þingsæti. Þá er hægrimiðjuflokknum Christian CDA spáð fjórtán sætum, Verkamannaflokknum (PvdA) níu og græna vinstri flokknum Groenlinks átta. Kjörsókn var 82,6 prósent. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna en aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam var komið upp sérstökum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis var komið upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Almennt er talið að kjósendur hafi nýtt þingkosningarnar til að leggja dóm á viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Yfir sextán þúsund hafa látist af völdum Covid-19 þar í landi og hefur harka reglulega færst í mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Útgöngubann er nú í gildi á næturnar þar í landi, fjöldasamkomur óheimilaðar og hefur flestum verslunum verið lokað. Holland Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Ríkisstjórn hans sagði af sér í janúar í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu og gert að endurgreiða ríkinu bætur. Hinn 54 ára Rutte hefur setið á forsætisráðherrastól í tíu ár og fari svo fram sem horfir er líklegast að hann nái að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Kjörstaðir opnir í þrjá daga til að dreifa álaginu Þinkosningar hófust í landinu á mánudag og lokaði kjörstöðum í kvöld. Samkvæmt útgönguspám mun íhaldsflokkur forsætisráðherrans hljóta 36 þingsæti af 150, vinstrimiðjuflokkurinn Democrats 66 fá 27 sæti og Frelsisflokkurinn, sem er undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, sautján þingsæti. Þá er hægrimiðjuflokknum Christian CDA spáð fjórtán sætum, Verkamannaflokknum (PvdA) níu og græna vinstri flokknum Groenlinks átta. Kjörsókn var 82,6 prósent. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna en aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam var komið upp sérstökum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis var komið upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Almennt er talið að kjósendur hafi nýtt þingkosningarnar til að leggja dóm á viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Yfir sextán þúsund hafa látist af völdum Covid-19 þar í landi og hefur harka reglulega færst í mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Útgöngubann er nú í gildi á næturnar þar í landi, fjöldasamkomur óheimilaðar og hefur flestum verslunum verið lokað.
Holland Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent