Þjálfara refsað með því að láta hann þjálfa kvennalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 10:01 Heiko Vogel frá dögum hans sem þjálfara svissneska knattspyrnuliðsins FC Basel 1893. EPA/GEORGIOS KEFALAS Þýski knattspyrnuþjálfarinn Heiko Vogel fékk mjög sérstaka refsingu fyrir óíþróttamannslega hegðun sína gagnvart dómara á dögunum. Heiko Vogel, sem var að þjálfa 23 ára lið Borussia Mönchengladbach, missti stjórn á sér í 2-1 sigurleik á Bergisch Gladbach í fjórðu deildinni í Þýskalandi. Bæði hann og aðstoðarmenn hans, Vanessa Arlt og Nadine Westerhoff, höguðu sér þá mjög ósæmilega gagnvart dómara leiksins Marcel Benkhoff. Borussia Monchengladbach's under-23 coach Heiko Vogel was ordered to train the women's team as a punishment for "unsporting behaviour," the West German FA confirmed to @uersfeld. https://t.co/XHT84eVxai— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2021 Vogel fékk tveggja leikja bann eins og báðir aðstoðarmenn hans. Þar með var ekki öll sagan sögð. Hinn 44 ára gamli Vogel fékk einnig 1500 evru sekt sem eru 227 þúsund íslenskar krónur. Það sem vakti þó mesta athygli var sú refsing að hann var einnig dæmdur til að þjálfa kvennalið sem hluti af refsingunni. Vogel þarf að skila sex æfingum hjá kvennaliði fyrir 30. júní næstkomandi. Nicole Selmer hjá „Frauen im Fussball“ eða „Konur í fótbolta“ var auðvitað allt annað en sátt með þau skilaboð sem var verið að senda með slíkum dóm. The West Germany FA has come under fire after ordering Borussia Monchengladbach U23 manager Heiko Vogel to coach the women's team as a punishment for "unsporting behavior" https://t.co/HJJj9Rzp5F— Planet Fútbol (@si_soccer) March 17, 2021 „Þetta sýnir það, að á hvaða getustigi sem er, þá eru fótboltakonur og fótboltastelpur ekki teknar eins alvarlega og fótboltakarlar og fótboltastrákar,“ sagði Nicole Selmer við ESPN. „Þessi refsing fyrir þennan þjálfara Gladbach setur þjálfun kvenna í fótbolta á sama stað og að sinna samfélagsþjónustu. Það er ekki þannig. Kvennafótbolti er íþrótt og þær sem taka þar þátt eru ekkert minni fagmenn heldur en karlarnir,“ sagði Selmer. „Þeir sem ákváðu þennan dóm höfðu kannski góð fyrirheit en þeir eru samt að senda skelfileg skilaboð með því að segja að það sé refsing að þjálfa kvenna- eða stelpufótboltalið,“ sagði Nicole Selmer. Heiko Vogel þjálfaði áður lið Basel í Sviss og undir hans stjórn þá varð svissneska liðið tvöfaldur meistari og skildi líka Manchester United eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnr tímabilið 2011-12. Þýski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Heiko Vogel, sem var að þjálfa 23 ára lið Borussia Mönchengladbach, missti stjórn á sér í 2-1 sigurleik á Bergisch Gladbach í fjórðu deildinni í Þýskalandi. Bæði hann og aðstoðarmenn hans, Vanessa Arlt og Nadine Westerhoff, höguðu sér þá mjög ósæmilega gagnvart dómara leiksins Marcel Benkhoff. Borussia Monchengladbach's under-23 coach Heiko Vogel was ordered to train the women's team as a punishment for "unsporting behaviour," the West German FA confirmed to @uersfeld. https://t.co/XHT84eVxai— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2021 Vogel fékk tveggja leikja bann eins og báðir aðstoðarmenn hans. Þar með var ekki öll sagan sögð. Hinn 44 ára gamli Vogel fékk einnig 1500 evru sekt sem eru 227 þúsund íslenskar krónur. Það sem vakti þó mesta athygli var sú refsing að hann var einnig dæmdur til að þjálfa kvennalið sem hluti af refsingunni. Vogel þarf að skila sex æfingum hjá kvennaliði fyrir 30. júní næstkomandi. Nicole Selmer hjá „Frauen im Fussball“ eða „Konur í fótbolta“ var auðvitað allt annað en sátt með þau skilaboð sem var verið að senda með slíkum dóm. The West Germany FA has come under fire after ordering Borussia Monchengladbach U23 manager Heiko Vogel to coach the women's team as a punishment for "unsporting behavior" https://t.co/HJJj9Rzp5F— Planet Fútbol (@si_soccer) March 17, 2021 „Þetta sýnir það, að á hvaða getustigi sem er, þá eru fótboltakonur og fótboltastelpur ekki teknar eins alvarlega og fótboltakarlar og fótboltastrákar,“ sagði Nicole Selmer við ESPN. „Þessi refsing fyrir þennan þjálfara Gladbach setur þjálfun kvenna í fótbolta á sama stað og að sinna samfélagsþjónustu. Það er ekki þannig. Kvennafótbolti er íþrótt og þær sem taka þar þátt eru ekkert minni fagmenn heldur en karlarnir,“ sagði Selmer. „Þeir sem ákváðu þennan dóm höfðu kannski góð fyrirheit en þeir eru samt að senda skelfileg skilaboð með því að segja að það sé refsing að þjálfa kvenna- eða stelpufótboltalið,“ sagði Nicole Selmer. Heiko Vogel þjálfaði áður lið Basel í Sviss og undir hans stjórn þá varð svissneska liðið tvöfaldur meistari og skildi líka Manchester United eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnr tímabilið 2011-12.
Þýski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti