Krefjast þess að fá sæti við borðið þar sem loftslagsmálin eru rædd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2021 12:41 Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. BSRB Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Loftslagsmál er líka hagsmunamál launþega. Þetta segir hagfræðingur BSRB. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti. Stéttarfélögin leggja til að vinnuhópi verði komið á fót sem hafi það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB var spurð hvað fælist í réttlátum umskiptum í loftslagsmálum. „Það þarf að hámarka áhrifin af aðgerðum til að ná kolefnishlutleysi en lágmarka kostnaðinn sem launafólk og almenningur þarf að bera af þeim aðgerðum.“ Vilja koma að stefnumótun Gæta þurfi að því að kostnaður dreifist ekki með ósanngjörnum hætti. Sigríður segir að hingað til hafi verkalýðshreyfingin ekki átt sæti við borðið þar sem stefna og aðgerðir til að draga úr losun eru mótaðar. „Við teljum það algjörlega fráleitt því þarna eru ríkir hagsmunir launafólks og almennings og við eigum að sitja við borðið þar sem verið er að fjalla um slíka hagsmuni. Við erum vön því í málefnum sem varða atvinnuleysistryggingar, lífeyrismál, húsnæðismál og fæðingarorlof. Loftslagsmálin eru líka stórt hagsmunamál fyrir launafólk og almenning.“ Kalla eftir greiningu á áhrifum á vinnumarkað Stjórnvöld verði að tryggja fólki atvinnu- og afkomuöryggi. Ekki sé ljóst hvers konar áhrif breytingarnar muni hafa á vinnumarkað. „Því hefur aldrei verið gefinn gaumur af stjórnvöldum og það verður að gera greiningu á því svo við áttum okkur á þessu. Þetta tengist líka fjórðu iðnbyltingunni. Störf munu hverfa. Þetta tengist allt og þetta þarf að skoða sérstaklega og grípa til ráðstafana svo fólk styðji þær breytingar sem nauðsynlegar eru.“ Bregðast þurfi við sem allra fyrst. „Við höfum tíu ár til stefnu til að forða mestu hamförunum og það segir sig sjálft að þá þurfa að verða breytingar á framleiðsluferlum, orkunotkun og neyslumynstri en það eru líka gríðarleg tækifæri til að fjárfesta í lausnum sem eru loftslagsvænar.“ Skapa þurfi ný störf og góð störf sem séu loftslagsvæn. „Og þá skiptir máli að fólk fái tækifæri til að mennta sig fyrir ný störf og hafi atvinnu og afkomuöryggi þannig að það er alls ekki þannig að þetta beri dauðann í sér heldur verðum við að vera hugrökk og framsækin til að nýta þau tækifæri sem við höfum.“ Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira
Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Loftslagsmál er líka hagsmunamál launþega. Þetta segir hagfræðingur BSRB. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti. Stéttarfélögin leggja til að vinnuhópi verði komið á fót sem hafi það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB var spurð hvað fælist í réttlátum umskiptum í loftslagsmálum. „Það þarf að hámarka áhrifin af aðgerðum til að ná kolefnishlutleysi en lágmarka kostnaðinn sem launafólk og almenningur þarf að bera af þeim aðgerðum.“ Vilja koma að stefnumótun Gæta þurfi að því að kostnaður dreifist ekki með ósanngjörnum hætti. Sigríður segir að hingað til hafi verkalýðshreyfingin ekki átt sæti við borðið þar sem stefna og aðgerðir til að draga úr losun eru mótaðar. „Við teljum það algjörlega fráleitt því þarna eru ríkir hagsmunir launafólks og almennings og við eigum að sitja við borðið þar sem verið er að fjalla um slíka hagsmuni. Við erum vön því í málefnum sem varða atvinnuleysistryggingar, lífeyrismál, húsnæðismál og fæðingarorlof. Loftslagsmálin eru líka stórt hagsmunamál fyrir launafólk og almenning.“ Kalla eftir greiningu á áhrifum á vinnumarkað Stjórnvöld verði að tryggja fólki atvinnu- og afkomuöryggi. Ekki sé ljóst hvers konar áhrif breytingarnar muni hafa á vinnumarkað. „Því hefur aldrei verið gefinn gaumur af stjórnvöldum og það verður að gera greiningu á því svo við áttum okkur á þessu. Þetta tengist líka fjórðu iðnbyltingunni. Störf munu hverfa. Þetta tengist allt og þetta þarf að skoða sérstaklega og grípa til ráðstafana svo fólk styðji þær breytingar sem nauðsynlegar eru.“ Bregðast þurfi við sem allra fyrst. „Við höfum tíu ár til stefnu til að forða mestu hamförunum og það segir sig sjálft að þá þurfa að verða breytingar á framleiðsluferlum, orkunotkun og neyslumynstri en það eru líka gríðarleg tækifæri til að fjárfesta í lausnum sem eru loftslagsvænar.“ Skapa þurfi ný störf og góð störf sem séu loftslagsvæn. „Og þá skiptir máli að fólk fái tækifæri til að mennta sig fyrir ný störf og hafi atvinnu og afkomuöryggi þannig að það er alls ekki þannig að þetta beri dauðann í sér heldur verðum við að vera hugrökk og framsækin til að nýta þau tækifæri sem við höfum.“
Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira