Stutt er í grínið hjá sumum, aðrir birta myndir og svo eru sumir sem eiga sína uppáhaldsfréttamenn þegar kemur að náttúruhamförum.
Fylgst er með öllum nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi.
Joel náði flottri mynd.
It started!!!! Éruption #Reykjanes pic.twitter.com/ODZdbE6WyL
— Joël Ruch (@VTLAB_Joel) March 19, 2021
Guðmundur Jörundsson fatahönnuður hefur áhyggjur af Bjössa í World Class.
úff maður er bara strax farinn að hafa áhyggjur af hvernig þetta eldgos muni snerta Bjössa í World Class og hans rekstur
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 19, 2021
Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur slær á létta strengi og birtir mynd Braga Þórs Einarssonar.
Djöfull hlakkar mig til að fara á goslokahátíð í Grindavík! pic.twitter.com/668XG9l6jO
— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 19, 2021
Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðakona á Fréttablaðinu, er búinn að heyra í pabba sínum. Okkar manni Kristjáni Má Unnarssyni sem er á leiðinni fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Var að hringja í pabba KMU, hafið engar áhyggjur. Hann er á leiðinni.
— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) March 19, 2021
Fleiri bíða eftir að sjá til KMU.
KMU pic.twitter.com/NaLp6lPnOQ
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) March 19, 2021
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, slær á létta strengi. Sérfræðingar höfðu í dag sagt líkur á eldgos fara heldur minnkandi.
Þessi gaur... pic.twitter.com/Y9XZEyILIV
— Jón Bjarki Bentsson (@JBentsson) March 19, 2021
Sólborg Guðbrands súmmerar stöðuna upp í einu orði. Fokk.
Víkurfréttir. Fokk. pic.twitter.com/kfe2CMDjvf
— Sólborg Guðbrands (@solborgg) March 19, 2021
Sigurður Mikael veltir fyrir sér viðbrögðum Íslendinga.
Enn eina ferðina, þegar 1200 gráðu heitt bráðið berg flæðir upp úr jarðskorpunni, þarf að brýna fyrir Íslendingum að arka ekki út í flauminn. Eins og mölflugur að loganum virðast þeir þrá að hverfa ofan í kvikuna og kveðja eins og T-100 pic.twitter.com/uCaW1gwgnn
— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) March 19, 2021
Sumir hafa áhyggjur af fjallgöngu morgundagsins.
Garg, er að fara í fjallgöngu á morgun rétt hjá Hafnarfirði og Reykjanesbrautin verður örugglega stífluð af bílum og fólki sem ætlar að skoða gosið.
— Arnór Bogason (@arnorb) March 19, 2021