Hlynur Andrésson: Ég er farinn að setja markið hærra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2021 14:50 Hlynur Andrésson nær andanum eftir maraþon dagsins. Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta maraþon á ferlinum í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti Íslandsmet Kára Steins um rúmlega þrjár og hálfa mínútu. Hlynur ætlaði sér þó að gera enn betur og ná Ólympíulágmarki en það gekk því miður ekki. „Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Ég var alveg viss eftir 25 km að ég myndi ná lágmarkinu,“ sagði Hlynur Andrésson eftir hlaupið í dag. „Svo datt hérinn út og ég lenti á veggnum þegar það voru um sex kílómetrar eftir þannig að þetta var ströggl í endann.“ Hlynur var ekki nógu sáttur við að ná ekki Ólympíulágmarkinu. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Ég var á tímapunkti alveg viss um að ég myndi ná lágmarkinu en það var svolítið mikið rok og það hefðu mátt vera betri aðstæður. Þetta voru öðruvísi aðstæður en ég er vanur.“ Hlynur segist ekki ætla að reyna aftur við Ólympíulágmarkið fyrir leikana í Tokyo í sumar og að mikill munur sé á heilu og hálfu maraþoni. „Það er í rauninni varla hægt. Ég þyrfti þá að hlaupa þrjú maraþon á hálfu ári og það er bara eiginlega ekki hægt.“ „Þetta er öðruvísi en hálft maraþon. Maður þarf að vera að taka inn kolvetni allan tímann til að halda sér gangandi sem þarf kannski ekki í hálfu. Svo lenti ég á veggnum eftir 36 kílómetra og ég hef eiginlega aldrei lent í því áður.“ Þetta var enn eitt Íslandsmetið sem Hlynur bætir, en fyrir á hann Íslandsmet í öllum vegalengdum frá 3.000 metrum upp í hálft maraþon, eða 21 km. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir.“ Hlaup Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira
„Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Ég var alveg viss eftir 25 km að ég myndi ná lágmarkinu,“ sagði Hlynur Andrésson eftir hlaupið í dag. „Svo datt hérinn út og ég lenti á veggnum þegar það voru um sex kílómetrar eftir þannig að þetta var ströggl í endann.“ Hlynur var ekki nógu sáttur við að ná ekki Ólympíulágmarkinu. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Ég var á tímapunkti alveg viss um að ég myndi ná lágmarkinu en það var svolítið mikið rok og það hefðu mátt vera betri aðstæður. Þetta voru öðruvísi aðstæður en ég er vanur.“ Hlynur segist ekki ætla að reyna aftur við Ólympíulágmarkið fyrir leikana í Tokyo í sumar og að mikill munur sé á heilu og hálfu maraþoni. „Það er í rauninni varla hægt. Ég þyrfti þá að hlaupa þrjú maraþon á hálfu ári og það er bara eiginlega ekki hægt.“ „Þetta er öðruvísi en hálft maraþon. Maður þarf að vera að taka inn kolvetni allan tímann til að halda sér gangandi sem þarf kannski ekki í hálfu. Svo lenti ég á veggnum eftir 36 kílómetra og ég hef eiginlega aldrei lent í því áður.“ Þetta var enn eitt Íslandsmetið sem Hlynur bætir, en fyrir á hann Íslandsmet í öllum vegalengdum frá 3.000 metrum upp í hálft maraþon, eða 21 km. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir.“
Hlaup Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira
Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10