Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 17:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. Sjö greindust innanlands um helgina, þar af fimm í gær. Af þessum fimm voru þrír utan sóttkvíar. Ekki hefur enn tekist að rekja smitin, að sögn Þórólfs. Hann ítrekaði það í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að þetta gæti þýtt að veiran væri útbreiddari í samfélaginu en áður var talið. Inntur eftir því hvort fjórða bylgjan væri hafin kvaðst Þórólfur ekki geta sagt til um það „Ég veit það ekki en ég held að þetta geti orðið einhver hópsýking. Hvort menn kalla það bylgju eða ekki, það er aukaatriði, en það fer eftir því hvað þetta verður útbreitt. Þetta byrjar gjarnan svona að við sjáum að það er allt í einu komið smit út í samfélagið og þá gæti þetta rokið upp. Við höfum séð það fram að þessu, bæði í þessari svokölluðu fyrstu, annarri og þriðju bylgju. En ég vona að það verði ekkert svo stórt en það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.“ Fjöldi fólks samankominn við eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Gæti verið áhætta að fjölmenna að gosinu Fjölmargir hafa lagt leið sína að gosstöðvum í Geldingadal síðustu daga. Þórólfur sagði aðspurður að þar væri ólíklega mikil Covid-smithætta. „Ég veit ekki hvernig fólk er að hittast þarna, hvort það er mikið nánd eða fólk mikið ofan í hvert öðru. En fólk á nú að geta verið ansi dreift á þessum stað og það er mikið rok þannig að það er ólíklegt að það sé mikil smithætta,“ sagði Þórólfur. „En svo er fólk ekki mikið að hugsa um covid þegar það er labba í kringum gosstöðvarnar held ég. Þannig að það gæti verið einhver áhætta í því.“ Þá hefur Þórólfur lagt til við heilbrigðisráðherra að sóttvarnaaðgerðum verði breytt á landamærum. Hann sagði að fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. 22. mars 2021 14:54 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Sjö greindust innanlands um helgina, þar af fimm í gær. Af þessum fimm voru þrír utan sóttkvíar. Ekki hefur enn tekist að rekja smitin, að sögn Þórólfs. Hann ítrekaði það í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að þetta gæti þýtt að veiran væri útbreiddari í samfélaginu en áður var talið. Inntur eftir því hvort fjórða bylgjan væri hafin kvaðst Þórólfur ekki geta sagt til um það „Ég veit það ekki en ég held að þetta geti orðið einhver hópsýking. Hvort menn kalla það bylgju eða ekki, það er aukaatriði, en það fer eftir því hvað þetta verður útbreitt. Þetta byrjar gjarnan svona að við sjáum að það er allt í einu komið smit út í samfélagið og þá gæti þetta rokið upp. Við höfum séð það fram að þessu, bæði í þessari svokölluðu fyrstu, annarri og þriðju bylgju. En ég vona að það verði ekkert svo stórt en það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.“ Fjöldi fólks samankominn við eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Gæti verið áhætta að fjölmenna að gosinu Fjölmargir hafa lagt leið sína að gosstöðvum í Geldingadal síðustu daga. Þórólfur sagði aðspurður að þar væri ólíklega mikil Covid-smithætta. „Ég veit ekki hvernig fólk er að hittast þarna, hvort það er mikið nánd eða fólk mikið ofan í hvert öðru. En fólk á nú að geta verið ansi dreift á þessum stað og það er mikið rok þannig að það er ólíklegt að það sé mikil smithætta,“ sagði Þórólfur. „En svo er fólk ekki mikið að hugsa um covid þegar það er labba í kringum gosstöðvarnar held ég. Þannig að það gæti verið einhver áhætta í því.“ Þá hefur Þórólfur lagt til við heilbrigðisráðherra að sóttvarnaaðgerðum verði breytt á landamærum. Hann sagði að fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. 22. mars 2021 14:54 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15
Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. 22. mars 2021 14:54
Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent