„Þetta þrífst bara í myrkrinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2021 07:00 Silja er ein af okkar færustu leikstjórum. Silja Hauksdóttir er leikstjóri og handritshöfundur með meiru. Hún er fædd í Reykjavík en hefur nokkuð dálæti á því að rífa sig upp með rótum og henda sér í hið ókunna, og hefur því búið víða erlendis og þá oft í tengslum við nám. Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, Systrabönd, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans, Snæbjörn talar við fólk. Silja segist oft á tíðum hafa upplifað ákveðin sjálfsefa. „Ég hef lengi vel verið feimin við þetta orð, leikstjóri, og mér finnst pínu eins og það sé erfitt að eignast þetta orð og sitja í þessum sporum. Þetta er smá eins og að segja, já ég er fegurðardrottning. Þetta lýsir ákveðnum hroka og dómum í sjálfri mér. Og ég er að reyna slétta úr þessum krumpum. Þetta er vissulega það sem ég geri og það verður alltaf auðveldara og auðveldara fyrir mig að trúa því,“ segir Silja og bætir við að sennilega sé ákveðið impostor syndrome í henni sem framkallar þennan sjálfsefa. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Silja Hauksdóttir „Þetta þrífst bara í myrkrinu svona hugsanir. Þær þrífast og stækka í myrkrinu en minnka í ljósinu finnst mér. Í minni asnalegu lotningu gagnvart þessu orði þá er maður að bögglast með fordómafullar hugmyndir um hvað þetta er. Leikstjóri, af hverju er maður að hugsa að maður sé ekki verðug gagnvart þessum orði,“ segir Silja og heldur áfram. „Þetta eru ójarðtengdar hugmyndir um hvað þessir hlutir eru. Af hverju set ég þetta á þennan fegurðardrottningastall. Í fordómafulla huga mínum þá er þetta orð ofhlaðið, þetta er svo hátt uppi. Það þarf að jarðtengja þetta meira, þetta er bara eins og allt annað. Við verðum að eigna okkur þessi orð.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, Systrabönd, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans, Snæbjörn talar við fólk. Silja segist oft á tíðum hafa upplifað ákveðin sjálfsefa. „Ég hef lengi vel verið feimin við þetta orð, leikstjóri, og mér finnst pínu eins og það sé erfitt að eignast þetta orð og sitja í þessum sporum. Þetta er smá eins og að segja, já ég er fegurðardrottning. Þetta lýsir ákveðnum hroka og dómum í sjálfri mér. Og ég er að reyna slétta úr þessum krumpum. Þetta er vissulega það sem ég geri og það verður alltaf auðveldara og auðveldara fyrir mig að trúa því,“ segir Silja og bætir við að sennilega sé ákveðið impostor syndrome í henni sem framkallar þennan sjálfsefa. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Silja Hauksdóttir „Þetta þrífst bara í myrkrinu svona hugsanir. Þær þrífast og stækka í myrkrinu en minnka í ljósinu finnst mér. Í minni asnalegu lotningu gagnvart þessu orði þá er maður að bögglast með fordómafullar hugmyndir um hvað þetta er. Leikstjóri, af hverju er maður að hugsa að maður sé ekki verðug gagnvart þessum orði,“ segir Silja og heldur áfram. „Þetta eru ójarðtengdar hugmyndir um hvað þessir hlutir eru. Af hverju set ég þetta á þennan fegurðardrottningastall. Í fordómafulla huga mínum þá er þetta orð ofhlaðið, þetta er svo hátt uppi. Það þarf að jarðtengja þetta meira, þetta er bara eins og allt annað. Við verðum að eigna okkur þessi orð.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira