Skoraði í síðasta fótboltaleiknum sínum og fékk bónorð í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2021 09:30 Matt Stonham bað Rhali Dobson strax eftir síðasta leikinn hennar eins og sjá má á þessari mynd. Getty/Darrian Traynor Ástralska knattspyrnukonan Rhali Dobson er að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gömul svo hún geti hjálpað kærasta sínum í baráttunni við heilaæxli. Hann beið hennar við hliðarlínuna með trúlofunarhring eftir síðasta leikinn. Rhali Dobson er framherji ástralska liðsins Melbourne City og var að spila sinn síðasta leik á ferlinum. Dobson kvaddi með því að skora eitt marka Melbourne City í 2-1 sigri á Perth Glory. Það var þó ekki markið hennar sem stal fyrirsögnum í fjölmiðlum heimsins heldur það sem gerðist strax eftir leikinn. Australia international Rhali Dobson announced she would be retiring from football at age 28 to support her boyfriend, who is undergoing radiotherapy and chemotherapy for brain cancer, before Melbourne City played Perth Glory on Thursday.She scored.They won.He proposed pic.twitter.com/55Eg2jloQK— B/R Football (@brfootball) March 25, 2021 Matt, kærasti Rhali, greindist aftur með heilaæxli á dögunum og framundan er bæði erfið geislameðferð og lyjameðferð. Hún ætlar að vera til staðar fyrir hann á þessum erfiða og krefjandi tíma og ákvað því að hætta að spila fótbolta. Eftir leikinn þá fór Rhali til Matt mjög sátt með markið sitt og sigurinn. Kvöldið átti þó eftir að verða enn betra. Matt fór nefnilega út á grasið og niður á hné. Hann tók síðan upp hring og bað hennar. Rhali sagði já við mikinn fögnið viðstaddra ekki síst liðsfélaga hennar sem hópuðust í kringum hana og glöddust með henni. Rhali Dobson is retiring aged 28 to help her partner battle brain cancer. He proposed to her immediately after her final game, on the pitch. pic.twitter.com/896HiVYMcz— SPORTbible (@sportbible) March 25, 2021 Matt hafði látið fjarlægja æxli í heila fyrir sex árum eftir að hafa fengið flog á fótboltavellinum. Nú tók krabbameinið sig aftur upp og framundan er geislameðferð til maí og svo tólf mánaða lyfjameðferð. „Við uppgötvuðum þetta nokkuð snemma og þetta lítur betur út af því hann er svo ungur. Hann var með engin einkenni og þetta var bara venjubundin læknisskoðun,“ sagði Rhali Dobson og það var aldrei vafi hjá henni að kveðja fótboltann. „Hann er stærri en sportið. Hann er heimurinn minn,“ sagði Dobson. Hér fyrir ofan má sjá þessa skemmtilegu stund þegar Matt bað hennar eftir leikinn. Fótbolti Ástralía Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Rhali Dobson er framherji ástralska liðsins Melbourne City og var að spila sinn síðasta leik á ferlinum. Dobson kvaddi með því að skora eitt marka Melbourne City í 2-1 sigri á Perth Glory. Það var þó ekki markið hennar sem stal fyrirsögnum í fjölmiðlum heimsins heldur það sem gerðist strax eftir leikinn. Australia international Rhali Dobson announced she would be retiring from football at age 28 to support her boyfriend, who is undergoing radiotherapy and chemotherapy for brain cancer, before Melbourne City played Perth Glory on Thursday.She scored.They won.He proposed pic.twitter.com/55Eg2jloQK— B/R Football (@brfootball) March 25, 2021 Matt, kærasti Rhali, greindist aftur með heilaæxli á dögunum og framundan er bæði erfið geislameðferð og lyjameðferð. Hún ætlar að vera til staðar fyrir hann á þessum erfiða og krefjandi tíma og ákvað því að hætta að spila fótbolta. Eftir leikinn þá fór Rhali til Matt mjög sátt með markið sitt og sigurinn. Kvöldið átti þó eftir að verða enn betra. Matt fór nefnilega út á grasið og niður á hné. Hann tók síðan upp hring og bað hennar. Rhali sagði já við mikinn fögnið viðstaddra ekki síst liðsfélaga hennar sem hópuðust í kringum hana og glöddust með henni. Rhali Dobson is retiring aged 28 to help her partner battle brain cancer. He proposed to her immediately after her final game, on the pitch. pic.twitter.com/896HiVYMcz— SPORTbible (@sportbible) March 25, 2021 Matt hafði látið fjarlægja æxli í heila fyrir sex árum eftir að hafa fengið flog á fótboltavellinum. Nú tók krabbameinið sig aftur upp og framundan er geislameðferð til maí og svo tólf mánaða lyfjameðferð. „Við uppgötvuðum þetta nokkuð snemma og þetta lítur betur út af því hann er svo ungur. Hann var með engin einkenni og þetta var bara venjubundin læknisskoðun,“ sagði Rhali Dobson og það var aldrei vafi hjá henni að kveðja fótboltann. „Hann er stærri en sportið. Hann er heimurinn minn,“ sagði Dobson. Hér fyrir ofan má sjá þessa skemmtilegu stund þegar Matt bað hennar eftir leikinn.
Fótbolti Ástralía Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira