Smyglaði fimm kílóum af hassi í jólapökkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 19:11 Konan var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með fíkniefni í farangri sínum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karl og konu í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning til landsins í desember síðastliðnum. Karlinn hlaut tveggja ára dóm en konan átján mánuði. Fólkið er frá Spáni og var ákært fyrir að hafa staðið að innflutningi á samtals tæpum fimm kílóum af hassi, rúmlega fimm þúsund stykkjum af MDMA og 100 stykkjum af LSD þann 19. desember síðastliðinn. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt innflutninginn. Bæði neituðu sök. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa ásamt kærustu sinni staðið að innflutningi á 255,84 grömmum af metamfetamíni til Íslands daginn eftir, 20. desember. Konan flutti þau með flugi frá Kaupmannahöfn, falin innvortis og í dömubindi. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt komuna, bókaði flugið, greitt flugmiðana, pakkað fíkniefnunum og fylgt henni í fluginu. Hann játaði sök. Mál kærustunnar var að endingu skilið frá máli hinnar tveggja. Hún hlaut sex mánaða dóm fyrir aðild sína að innflutningnum fyrr í þessum mánuði. Sagði vin sinn hafa skipt um ferðatösku við sig Rakið er í dómi að tollverðir hafi stöðvað fyrri konuna á Keflavíkurflugvelli. Í farangri hennar hafi fundist tveir jólapakkar með hassi í. Þá hafi MDMA og LSD fundist í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar voru inni í úlpu í tösku hennar. Konan lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði ætlað með vinkonu sinni og vini til Íslands en hún á endanum farið hingað ein. Vinurinn hefði hins vegar komið til hennar á hótel í Amsterdam morguninn áður en hún átti að fara og skipt um ferðatösku við hana. Hún kvaðst ekki hafa vitað að fíkniefnin væru í töskunni og þá hefði hún ekki verið neydd til Íslands. Aðrir skipulagt og fjármagnað innflutninginn Maðurinn kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir konuna og þvertók fyrir að hafa vitað að hún væri að flytja inn fíkniefni. Hann kvaðst raunar ekki þekkja hana. Dómurinn mat það svo að lýsing konunnar á aðdraganda ferðar konunnar til Íslands væri með „ólíkindablæ“. Telja yrði yfirgnæfandi líkur á því að hún hafi vitað hver tilgangur ferðar hennar hafi verið. Auk þess hefðu fíkniefni fundist í farangri hennar og þannig teldist sannað að hún hefði flutt þau inn. Þá taldi dómurinn ótrúverðugt að maðurinn hefði ekki vitað hver tilgangur ferðar konunnar væri þegar hann keypti fyrir hana farmiða. Jafnframt bentu gögn málsins til þess að konan hefði komið hingað sem burðardýr en ekki komið að skipulaginu. Hins vegar virtist aðkoma mannsins hafa falist í aðstoð við innflutninginn en aðrir skipulagt og fjármagnað hann. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og konan átján mánaða fangelsi. Rúmlega tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist sem þau sættu kom til frádráttar refsingunni. Þá var þeim gert hvoru um sig að greiða rúmar tvær milljónir í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, auk samtals um 800 þúsund krónur í sakarkostnað Lyf Dómsmál Smygl Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fólkið er frá Spáni og var ákært fyrir að hafa staðið að innflutningi á samtals tæpum fimm kílóum af hassi, rúmlega fimm þúsund stykkjum af MDMA og 100 stykkjum af LSD þann 19. desember síðastliðinn. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt innflutninginn. Bæði neituðu sök. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa ásamt kærustu sinni staðið að innflutningi á 255,84 grömmum af metamfetamíni til Íslands daginn eftir, 20. desember. Konan flutti þau með flugi frá Kaupmannahöfn, falin innvortis og í dömubindi. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt komuna, bókaði flugið, greitt flugmiðana, pakkað fíkniefnunum og fylgt henni í fluginu. Hann játaði sök. Mál kærustunnar var að endingu skilið frá máli hinnar tveggja. Hún hlaut sex mánaða dóm fyrir aðild sína að innflutningnum fyrr í þessum mánuði. Sagði vin sinn hafa skipt um ferðatösku við sig Rakið er í dómi að tollverðir hafi stöðvað fyrri konuna á Keflavíkurflugvelli. Í farangri hennar hafi fundist tveir jólapakkar með hassi í. Þá hafi MDMA og LSD fundist í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar voru inni í úlpu í tösku hennar. Konan lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði ætlað með vinkonu sinni og vini til Íslands en hún á endanum farið hingað ein. Vinurinn hefði hins vegar komið til hennar á hótel í Amsterdam morguninn áður en hún átti að fara og skipt um ferðatösku við hana. Hún kvaðst ekki hafa vitað að fíkniefnin væru í töskunni og þá hefði hún ekki verið neydd til Íslands. Aðrir skipulagt og fjármagnað innflutninginn Maðurinn kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir konuna og þvertók fyrir að hafa vitað að hún væri að flytja inn fíkniefni. Hann kvaðst raunar ekki þekkja hana. Dómurinn mat það svo að lýsing konunnar á aðdraganda ferðar konunnar til Íslands væri með „ólíkindablæ“. Telja yrði yfirgnæfandi líkur á því að hún hafi vitað hver tilgangur ferðar hennar hafi verið. Auk þess hefðu fíkniefni fundist í farangri hennar og þannig teldist sannað að hún hefði flutt þau inn. Þá taldi dómurinn ótrúverðugt að maðurinn hefði ekki vitað hver tilgangur ferðar konunnar væri þegar hann keypti fyrir hana farmiða. Jafnframt bentu gögn málsins til þess að konan hefði komið hingað sem burðardýr en ekki komið að skipulaginu. Hins vegar virtist aðkoma mannsins hafa falist í aðstoð við innflutninginn en aðrir skipulagt og fjármagnað hann. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og konan átján mánaða fangelsi. Rúmlega tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist sem þau sættu kom til frádráttar refsingunni. Þá var þeim gert hvoru um sig að greiða rúmar tvær milljónir í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, auk samtals um 800 þúsund krónur í sakarkostnað
Lyf Dómsmál Smygl Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira