Aldraðir verði fyrir miklu ofbeldi og jafnvel frá eigin börnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. mars 2021 14:11 Jenný Kristín Valberg ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Ísland í dag Jenný Kristín Valberg segir að það sé oft falið leyndarmál að börn beiti foreldra og jafnvel aldraða foreldra ofbeldi, þetta sé algengara en fólk grunar. Skömm fylgi oft slíkum málum hjá körlum og því komi þetta ekki alltaf upp á yfirborðið. „Þetta er hópur sem kannski elst upp við önnur viðmið heldur en gilda í dag.“ Jenný er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis 18 ára og eldri, og ræddi við Sindra Sindrason í Ísland í dag. Hún segir að eldra fólk sé ólíklegra til að stíga fram og tala en þeir sem yngri eru. „Þegar þetta eru börnin þín þá flækjast málin kannski enn fremur,“ útskýrir Jenný. „Þú ert kannski að hugsa, brást ég sem foreldri? En aldraðir eru að verða fyrir miklu ofbeldi, við vitum það . Það er þá jafnvel á milli hvors annars eða þá hugsanlega frá börnum og þá getur þetta verið fjárhagslegt ofbeldi, það geta verið alls konar stýringar og í verstu tilfellunum þar sem velferð og öryggi er ógnað.“ Ekkert friðhelgi eða einkalíf Jenný segir að töluvert sé um að íslenskar konur sem eigi eiginmenn annars staðar frá, þori ekki að stíga fram og segja frá ofbeldinu. „Það virðist oft vera þannig að þegar fólk er af ólíkum uppruna þá er oft verið að skrifa alls konar aðstæður á menningarlegan mismun. Það er kannski verið að afsaka hegðun út af því að viðkomandi kemur kannski frá aðstæðum sem eru ólíkar okkar og það er þessi samfélagslegi munur. Fólk kannski afsakar þetta svolítið lengi en svo kemur líka oft þessi skömm.“ Hún lýsir því þannig að fólki finnist það kannski bera ábyrgð á þessum einstaklingi af því að viðkomandi hafi komið þeirra vegna til landsins. „Svo eru það konur af erlendum uppruna sem koma til landsins og mennirnir sem þær giftast, þeir bera ábyrgð á þeim og hafa allar þessar upplýsingar um þær.“ Mátti ekki tala við karlmenn Jenný segir að þessar konur upplifi sig oft berskjaldaðar í aðstæðunum og eigi ekkert friðhelgi lengur. Í nýrri myndbandaherferð af Þekktu rauðu ljósin má heyra reynslusögur einstaklinga sem orðið hafa fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Í broti úr einu myndbandi herferðarinnar er haft eftir Shantaye Brown: „Ég er ekki klikkuð. Ég hefði ekki sagt já eða flutt til annars lands ef mér fyndist hann ekki vera frábær náungi. Hann semsagt þóttist vera það og var mjög góður því að þykjast.“ Lýsir hún því að hann hafi helst ekki viljað að hún hitti annað fólk án hans og að rauðu flöggin hafi verið mörg. „Hann bannaði mér að tala við aðra karlmenn og hann varð líka pirraður út í mig ef karlmaður horfði til mín. Hann vildi ekki að ég ætti neina vini“ Ekki bara einn ákveðinn hópur Jenný segir líka að fatlaðar konur og fatlað fólk yfir höfuð sé viðkvæmur hópur sem verði fyrir ofbeldi af hálfu maka og annarra í fjölskyldunni og viti ekki hvernig eigi að bregðast við. „Það geta allir orðið fyrir ofbeldi, þetta er ekki bara þetta kynbundna ofbeldi. Foreldrar beita börn ofbeldi, börn beita foreldra ofbeldi. Fatlaðir verða fyrir ofbeldi. Fólk af erlendum uppruna verður fyrir ofbeldi. Fólk í transsamfélaginu og samkynhneigða samfélaginu. Í öllum þessum samfélögum er alltaf ákveðin prósenta sem verður fyrir ofbeldi.“ Jenný segir að hún hafi áhyggjur af eldri borgurum sem ekki séu aldir upp við að tala um tilfinningar og einnig gagnkynhneigðum karlmönnum sem þori ekki að stíga fram. Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Ofbeldi gegn börnum Eldri borgarar Heimilisofbeldi Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Skömm fylgi oft slíkum málum hjá körlum og því komi þetta ekki alltaf upp á yfirborðið. „Þetta er hópur sem kannski elst upp við önnur viðmið heldur en gilda í dag.“ Jenný er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis 18 ára og eldri, og ræddi við Sindra Sindrason í Ísland í dag. Hún segir að eldra fólk sé ólíklegra til að stíga fram og tala en þeir sem yngri eru. „Þegar þetta eru börnin þín þá flækjast málin kannski enn fremur,“ útskýrir Jenný. „Þú ert kannski að hugsa, brást ég sem foreldri? En aldraðir eru að verða fyrir miklu ofbeldi, við vitum það . Það er þá jafnvel á milli hvors annars eða þá hugsanlega frá börnum og þá getur þetta verið fjárhagslegt ofbeldi, það geta verið alls konar stýringar og í verstu tilfellunum þar sem velferð og öryggi er ógnað.“ Ekkert friðhelgi eða einkalíf Jenný segir að töluvert sé um að íslenskar konur sem eigi eiginmenn annars staðar frá, þori ekki að stíga fram og segja frá ofbeldinu. „Það virðist oft vera þannig að þegar fólk er af ólíkum uppruna þá er oft verið að skrifa alls konar aðstæður á menningarlegan mismun. Það er kannski verið að afsaka hegðun út af því að viðkomandi kemur kannski frá aðstæðum sem eru ólíkar okkar og það er þessi samfélagslegi munur. Fólk kannski afsakar þetta svolítið lengi en svo kemur líka oft þessi skömm.“ Hún lýsir því þannig að fólki finnist það kannski bera ábyrgð á þessum einstaklingi af því að viðkomandi hafi komið þeirra vegna til landsins. „Svo eru það konur af erlendum uppruna sem koma til landsins og mennirnir sem þær giftast, þeir bera ábyrgð á þeim og hafa allar þessar upplýsingar um þær.“ Mátti ekki tala við karlmenn Jenný segir að þessar konur upplifi sig oft berskjaldaðar í aðstæðunum og eigi ekkert friðhelgi lengur. Í nýrri myndbandaherferð af Þekktu rauðu ljósin má heyra reynslusögur einstaklinga sem orðið hafa fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Í broti úr einu myndbandi herferðarinnar er haft eftir Shantaye Brown: „Ég er ekki klikkuð. Ég hefði ekki sagt já eða flutt til annars lands ef mér fyndist hann ekki vera frábær náungi. Hann semsagt þóttist vera það og var mjög góður því að þykjast.“ Lýsir hún því að hann hafi helst ekki viljað að hún hitti annað fólk án hans og að rauðu flöggin hafi verið mörg. „Hann bannaði mér að tala við aðra karlmenn og hann varð líka pirraður út í mig ef karlmaður horfði til mín. Hann vildi ekki að ég ætti neina vini“ Ekki bara einn ákveðinn hópur Jenný segir líka að fatlaðar konur og fatlað fólk yfir höfuð sé viðkvæmur hópur sem verði fyrir ofbeldi af hálfu maka og annarra í fjölskyldunni og viti ekki hvernig eigi að bregðast við. „Það geta allir orðið fyrir ofbeldi, þetta er ekki bara þetta kynbundna ofbeldi. Foreldrar beita börn ofbeldi, börn beita foreldra ofbeldi. Fatlaðir verða fyrir ofbeldi. Fólk af erlendum uppruna verður fyrir ofbeldi. Fólk í transsamfélaginu og samkynhneigða samfélaginu. Í öllum þessum samfélögum er alltaf ákveðin prósenta sem verður fyrir ofbeldi.“ Jenný segir að hún hafi áhyggjur af eldri borgurum sem ekki séu aldir upp við að tala um tilfinningar og einnig gagnkynhneigðum karlmönnum sem þori ekki að stíga fram. Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Ofbeldi gegn börnum Eldri borgarar Heimilisofbeldi Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög