Ekki allt sem sýnist þó hraun virðist storknað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 20:55 Mynd sem ljósmyndari Vísis tók við gosstöðvarnar í kvöld. Lengst til hægri má sjá hvernig hraunið glóir enn þrátt fyrir að vera langt frá gígunum tveimur. Vísir/Vilhelm Svokallaðar hrauntjarnir, sem sjá má í hrauninu sem myndast hefur í gosinu í Geldingadölum, myndast vegna gríðarlegs hita hraunsins sem flæðir þar upp úr jörðinni. Náttúruvársérfræðingur bendir á að þó hraun virðist vera alveg storknað geti leynst sjóðheitt, fljótandi hraun undir og það beri að varast. Blaðamaður lagði leið sína að gosstöðvunum í dag og veitti því eftirtekt að úti í að því er virðist storknuðu hrauni, dágóðan spöl frá gígunum tveimur sem spúa í gríð og erg út hrauni, höfðu myndast einskonar pollar, þar sem glóandi hraun virtist hreinlega sjóða upp úr. Þrátt fyrir að allt um kring væri hraunið dökknað og virtist storknað. „Þetta er í raun bara út af hitanum. Þetta er 800 til 1200 gráðu heitt hraun. Þetta er eins og þegar þú kveikir undir potti og vatnið fer að sjóða þegar það er orðið hundrað gráðu heitt. Hraunið bubblar bara út af hitanum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir hreyfingar sem þessar í hrauninu einnig geta stafað af því að gas sé að losna úr hrauninu. Hraun geti fyrirvaralaust brotist út „Þetta er alveg gríðarlegur hiti, og þó svo að hraunið virðist vera storknað ofan á þá er svo mikill massi undir. Hann storknar ekkert einn, tveir og tíu,“ segir Bryndís og bætir við að undir storknuðu hrauni geti verið göng þar sem fljótandi hraun fari enn í gegn. „Þess vegna er alltaf verið að tala um að vera ekki við hraunjaðarinn. Það er verið að tala um að hraun geti brotist fram þar. Þar er ekki verið að tala um að hraun leki ofan á hrauninu og á fólk, heldur getur hraunjaðarinn hreinlega brotnað. Það er eitthvað fyrir innan sem maður sér ekki, sem þrýstist bara út,“ segir Bryndís og segir dæmi um að flæðandi hraun skjótist fyrirvaralaust út úr hrauni sem virðist þó alveg steinrunnið. Því sé vissara að hafa varann á í umgengni við hraunið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Náttúruvársérfræðingur bendir á að þó hraun virðist vera alveg storknað geti leynst sjóðheitt, fljótandi hraun undir og það beri að varast. Blaðamaður lagði leið sína að gosstöðvunum í dag og veitti því eftirtekt að úti í að því er virðist storknuðu hrauni, dágóðan spöl frá gígunum tveimur sem spúa í gríð og erg út hrauni, höfðu myndast einskonar pollar, þar sem glóandi hraun virtist hreinlega sjóða upp úr. Þrátt fyrir að allt um kring væri hraunið dökknað og virtist storknað. „Þetta er í raun bara út af hitanum. Þetta er 800 til 1200 gráðu heitt hraun. Þetta er eins og þegar þú kveikir undir potti og vatnið fer að sjóða þegar það er orðið hundrað gráðu heitt. Hraunið bubblar bara út af hitanum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir hreyfingar sem þessar í hrauninu einnig geta stafað af því að gas sé að losna úr hrauninu. Hraun geti fyrirvaralaust brotist út „Þetta er alveg gríðarlegur hiti, og þó svo að hraunið virðist vera storknað ofan á þá er svo mikill massi undir. Hann storknar ekkert einn, tveir og tíu,“ segir Bryndís og bætir við að undir storknuðu hrauni geti verið göng þar sem fljótandi hraun fari enn í gegn. „Þess vegna er alltaf verið að tala um að vera ekki við hraunjaðarinn. Það er verið að tala um að hraun geti brotist fram þar. Þar er ekki verið að tala um að hraun leki ofan á hrauninu og á fólk, heldur getur hraunjaðarinn hreinlega brotnað. Það er eitthvað fyrir innan sem maður sér ekki, sem þrýstist bara út,“ segir Bryndís og segir dæmi um að flæðandi hraun skjótist fyrirvaralaust út úr hrauni sem virðist þó alveg steinrunnið. Því sé vissara að hafa varann á í umgengni við hraunið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58