Innlent

Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf aug­lýst í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Halla Tómasdóttir er forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir er forseti Íslands. Vísir/Vilhelm

Tveir starfsmenn forsetaembættisins hafa lokið störfum á árinu vegna yfirstandandi skipulagsbreytinga. Þá mun skrifstofustjóri embættisins láta af störfum í árslok vegna aldurs og fjármálastjórinn á næsta ári.

Þetta kemur fram í svörum embætti forseta Íslands við fyrirspurn fréttastofu. 

Þar segir að auglýsing vegna lausra starfa hjá embættinu verði birt í dag. Endanlegt skipulag muni hins vegar ekki liggja fyrir fyrr en frumvarp um forsetaembættið hefur fengið þinglega meðferð. 

Ef það verður samþykkt óbreytt, mun eitt stöðugildi leggjast af og í staðinn fær forseti að ráða sér aðstoðarmann.

Umrætt frumvarp var birt á vef Alþingis á mánudag en það felur meðal annars í sér ákvæði um skipun forsetaritara og breytingar á greiðslum til handhafa forsetavalds. Þær munu nema 300 þúsund krónum árlega og skiptast á jafnt þeirra á milli.

Þá verður forseta heimilt að velja sér aðstoðarmann, sem gegnir störfum svo lengi sem forseti ákveður, þó ekki lengur en forseti. Meginhlutverk hans verður að vinna að áherslumálum forseta.

Laun aðstoðarmannsins verða 75 prósent af launum forsetaritara, sem verða samkvæmt frumvarpinu 1,8 milljónir króna. Þá mun aðstoðarmaðurinn eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði eftir að hann lætur af störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×