„Frábært ef mín vegferð getur hjálpað öðrum að taka sig í sátt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. apríl 2021 07:01 Lilju fannst tilvalið að gefa út fyrsta lagið sitt á þrítugsafmælinu. Sigurður Pétur „Ég hef alltaf verið að syngja en byrjaði ekki að semja fyrr en 2019,“ segir Lilja Björg Gísladóttir. Hún gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti. Lagið kallast I think I am in love with you. „Ég samdi það árið 2019 og textinn fjallar um óendurgjaldna ást, svona einhliða ást þar sem einn aðilinn gefur alltaf frá sér smá von.“ Partýplönin ónýt Lilja lýsir laginu sínu sem „feelgood popplagi.“ Hún samdi sjálf bæði lag og texta en Vignir Snær sá um pródúseringu lagsins. „Ég var á námskeiði hjá Söngsteypunni og þar var Vignir að kenna,“ segir Lilja um það hvernig þau kynntust. Lilja fékk líka nokkra hljóðfæraleikara úr skólanum til þess að koma með þeim í upptökur á laginu. Ástæða þess að Lilja valdi dagsetninguna 2. apríl fyrir útgáfu lagsins er að hún fagnar þrítugsafmælinu sínu í dag. „Maður þarf að gera eitthvað fyrst að öll partýplön fóru út um gluggann,“ segir Lilja og hlær. Samkomutakmarkanir settu sinn svip á afmælisplönin eins og hjá flestum öðrum þessa dagana. Lilja Gísla gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti.Sigurður Pétur Hætt að tala niður til sín Þó að Lilja sé bara nýbyrjuð að semja eigin tónlist þá hefur hún lengi haft þennan draum. „Mig hefur langað að gefa út tónlist alveg síðan ég var krakki. Ég held að mig hafi vantað sjálfstraustið til að fara af stað.“ Lilja hefur markvisst unnið í sjálfstraustinu og sjálfsást og hefur líka hvatt aðra áfram á þeirri vegferð í gegnum Instagram með mikið af jákvæðu „self-love“ efni og myndum. „Ég hef reynt að tala við mig eins og ég myndi tala við bestu vinkonu mína og hætta að tala niður til mín.“ View this post on Instagram A post shared by (@liljagisla) Þykir vænt um skilaboðin Hún segir að aukið sjálfstraust hafi hjálpað sér mikið og orðið til þess að hún þorði að stökkva á spennandi tækifæri sem hún hefði annars ekki gert. Lilja er vinsæll förðunarfræðingur hér á landi og heldur líka úti Instagram reikningi og er annar þáttastjórnanda í hlaðvarpinu Fantasíusvítan. Sjálfsást spilar hjá henni stórt hlutverk. „Ég hefði aldrei gert þetta ef ég hefði ekki verið komin með það sjálfstraust sem ég hef í dag. Þetta hefur styrkt mig og þroskað mig alveg ótrúlega mikið.“ Lilja segir að hún hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð við því sem hún er að birta á samfélagsmiðlum, eins og tengt jákvæðri líkamsímynd. „Ég hef fengið ótrúlega mikið af fallegum skilaboðum á Instagram frá öðrum sem ég hef hjálpað að komast á þennan stað, sem mér þykir ótrúlega vænt um. Það er frábært ef mín vegferð getur hjálpað öðrum að taka sig í sátt.“ Hægt er að hlusta á lagið I think i am in love with you á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lilja - I think I'm in love Tónlist Tengdar fréttir „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Sjá meira
„Ég samdi það árið 2019 og textinn fjallar um óendurgjaldna ást, svona einhliða ást þar sem einn aðilinn gefur alltaf frá sér smá von.“ Partýplönin ónýt Lilja lýsir laginu sínu sem „feelgood popplagi.“ Hún samdi sjálf bæði lag og texta en Vignir Snær sá um pródúseringu lagsins. „Ég var á námskeiði hjá Söngsteypunni og þar var Vignir að kenna,“ segir Lilja um það hvernig þau kynntust. Lilja fékk líka nokkra hljóðfæraleikara úr skólanum til þess að koma með þeim í upptökur á laginu. Ástæða þess að Lilja valdi dagsetninguna 2. apríl fyrir útgáfu lagsins er að hún fagnar þrítugsafmælinu sínu í dag. „Maður þarf að gera eitthvað fyrst að öll partýplön fóru út um gluggann,“ segir Lilja og hlær. Samkomutakmarkanir settu sinn svip á afmælisplönin eins og hjá flestum öðrum þessa dagana. Lilja Gísla gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti.Sigurður Pétur Hætt að tala niður til sín Þó að Lilja sé bara nýbyrjuð að semja eigin tónlist þá hefur hún lengi haft þennan draum. „Mig hefur langað að gefa út tónlist alveg síðan ég var krakki. Ég held að mig hafi vantað sjálfstraustið til að fara af stað.“ Lilja hefur markvisst unnið í sjálfstraustinu og sjálfsást og hefur líka hvatt aðra áfram á þeirri vegferð í gegnum Instagram með mikið af jákvæðu „self-love“ efni og myndum. „Ég hef reynt að tala við mig eins og ég myndi tala við bestu vinkonu mína og hætta að tala niður til mín.“ View this post on Instagram A post shared by (@liljagisla) Þykir vænt um skilaboðin Hún segir að aukið sjálfstraust hafi hjálpað sér mikið og orðið til þess að hún þorði að stökkva á spennandi tækifæri sem hún hefði annars ekki gert. Lilja er vinsæll förðunarfræðingur hér á landi og heldur líka úti Instagram reikningi og er annar þáttastjórnanda í hlaðvarpinu Fantasíusvítan. Sjálfsást spilar hjá henni stórt hlutverk. „Ég hefði aldrei gert þetta ef ég hefði ekki verið komin með það sjálfstraust sem ég hef í dag. Þetta hefur styrkt mig og þroskað mig alveg ótrúlega mikið.“ Lilja segir að hún hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð við því sem hún er að birta á samfélagsmiðlum, eins og tengt jákvæðri líkamsímynd. „Ég hef fengið ótrúlega mikið af fallegum skilaboðum á Instagram frá öðrum sem ég hef hjálpað að komast á þennan stað, sem mér þykir ótrúlega vænt um. Það er frábært ef mín vegferð getur hjálpað öðrum að taka sig í sátt.“ Hægt er að hlusta á lagið I think i am in love with you á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lilja - I think I'm in love
Tónlist Tengdar fréttir „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Sjá meira
„Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31