Eyfi 60 ára: Fæddist heima í svefnherbergi og var aldrei sendur í tónlistarskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 13:23 Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, fagnar sextugsafmæli í ár. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, fagnar sextugsafmæli 17. apríl næstkomandi. Eyfi hefur í gegnum tíðina samið ógrynni laga og texta sem lifað hafa með þjóðinni en Eyfi fór yfir lífið, tilveruna og tónlistina í einlægu páskaviðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í dag. Eyfi er ekki aðeins fær tónlistarmaður heldur hefur hann einnig gert gott mót á sviði íþróttanna. Hann spilaði bæði handbolta og fótbolta, stundaði skíði og varð íslandsmeistari í veggtennis svo fátt eitt sé nefnt. Hann byrjaði að æfa fótbolta með Þrótti þegar hann var sex eða sjö ára en Eyfi rifjaði upp skemmtilega tíma úr æsku í viðtalinu. Lagvissir foreldrar „Ég fékk mjög snemma áhuga á tónlist. Það var svo sem ekkert mikið um tónlist í minni fjölskyldu þannig. En pabbi og mamma voru bæði lagviss,“ segir Eyfi. Hann kom með hraði í heiminn en hann fæddist heima hjá sér árið 1961 í svefnherbergi foreldra sinna í Austurbæ Reykjavíkur. „Ég var eitthvað að flýta mér í heiminn,“ segir Eyfi. Sem ungur drengur fór hann fljótt að sýna píanóinu á heimilinu áhuga en hann kenndi sjálfum sér að spila. Þá hafði hann einnig góða söngrödd sem eftir var tekið. „Samt var ég ekki sendur í tónlistarnám, einhverra hluta vegna. Ég hef oft pælt í því,“ sagði Eyfi. Hann bjó á æskuheimilinu í Vogunum þar hann var 24 ára en þegar hann flutti að heiman var hann þegar byrjaður að vinna fyrir sér sem atvinnutónlistarmaður. Ein af fyrstu hljómsveitunum sem Eyfi var hluti af var þjóðlagasveitin Hálft í hvoru sem Eyfi fylgdi í fjögur ár. Aldrei fengið eins mikið borgað og í hitabylgjunni í Svíþjóð Í viðtalinu rifjar hann upp skemmtilegt tónlistarferðalag sveitarinnar til Svíþjóðar mikilli í hitabylgju sem þar gekk yfir sumar eitt snemma á níunda áratugnum. „Við spiluðum oftar en ekki bara úti. Þetta var eitthvað sem sænska ríkið sá um. Ég man að Hamrahlíðarkórinn var þarna líka á ferð,“ segir Eyfi. „Ég held að ég hafi aldrei áður fengið jafn mikið greitt fyrir hálfs mánaðar vinnu sem tónlistarmaður á ævi minni,“ segir Eyfi og hlær. Í þættinum rifjar Eyfi einnig upp sögurnar á bak við sum af sínum vinsælustu lögum sem þjóðinni eru vel kunnug á borð við Danska lagið, Álfheiði Björk og Draumur um Nínu. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Tónlist Tímamót Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Eyfi er ekki aðeins fær tónlistarmaður heldur hefur hann einnig gert gott mót á sviði íþróttanna. Hann spilaði bæði handbolta og fótbolta, stundaði skíði og varð íslandsmeistari í veggtennis svo fátt eitt sé nefnt. Hann byrjaði að æfa fótbolta með Þrótti þegar hann var sex eða sjö ára en Eyfi rifjaði upp skemmtilega tíma úr æsku í viðtalinu. Lagvissir foreldrar „Ég fékk mjög snemma áhuga á tónlist. Það var svo sem ekkert mikið um tónlist í minni fjölskyldu þannig. En pabbi og mamma voru bæði lagviss,“ segir Eyfi. Hann kom með hraði í heiminn en hann fæddist heima hjá sér árið 1961 í svefnherbergi foreldra sinna í Austurbæ Reykjavíkur. „Ég var eitthvað að flýta mér í heiminn,“ segir Eyfi. Sem ungur drengur fór hann fljótt að sýna píanóinu á heimilinu áhuga en hann kenndi sjálfum sér að spila. Þá hafði hann einnig góða söngrödd sem eftir var tekið. „Samt var ég ekki sendur í tónlistarnám, einhverra hluta vegna. Ég hef oft pælt í því,“ sagði Eyfi. Hann bjó á æskuheimilinu í Vogunum þar hann var 24 ára en þegar hann flutti að heiman var hann þegar byrjaður að vinna fyrir sér sem atvinnutónlistarmaður. Ein af fyrstu hljómsveitunum sem Eyfi var hluti af var þjóðlagasveitin Hálft í hvoru sem Eyfi fylgdi í fjögur ár. Aldrei fengið eins mikið borgað og í hitabylgjunni í Svíþjóð Í viðtalinu rifjar hann upp skemmtilegt tónlistarferðalag sveitarinnar til Svíþjóðar mikilli í hitabylgju sem þar gekk yfir sumar eitt snemma á níunda áratugnum. „Við spiluðum oftar en ekki bara úti. Þetta var eitthvað sem sænska ríkið sá um. Ég man að Hamrahlíðarkórinn var þarna líka á ferð,“ segir Eyfi. „Ég held að ég hafi aldrei áður fengið jafn mikið greitt fyrir hálfs mánaðar vinnu sem tónlistarmaður á ævi minni,“ segir Eyfi og hlær. Í þættinum rifjar Eyfi einnig upp sögurnar á bak við sum af sínum vinsælustu lögum sem þjóðinni eru vel kunnug á borð við Danska lagið, Álfheiði Björk og Draumur um Nínu. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Tónlist Tímamót Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira