Lífið

Lengstu neglur í heimi sagaðar af eftir 30 ára vöxt

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Ayanna Williams ákvað að láta neglurnar fjúka eftir að hafa safnað þeim í tæplega þrjátíu ár. 
Ayanna Williams ákvað að láta neglurnar fjúka eftir að hafa safnað þeim í tæplega þrjátíu ár.  Heimsmetabók Guinnes

Það er misjafnt hvaða smekk við höfum fyrir naglatísku eins og annarri tísku. Naglalengingar eru ekki óalgengar hér á landi en flest eigum við þó erfitt með að athafna okkur þegar neglurnar eru orðnar of langar. 

Ayanna Williams frá Houston í Bandaríkjunum hefur safnað nöglum sínum í tæplega þrjátíu ár og á hún heimsmetið í lengstu nöglum heims sem skráð er í Heimsmetabók Guinness. Neglurnar á fingrum beggja handa voru samanlagt rúmlega 7,3 metrar. 

Á dögunum ákvað Ayanna að láta saga neglurnar af sér og var það greinilega tilfinningaþrungin stund eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.