Tiger vissi ekki í hvaða ríki hann var eftir bílslysið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2021 10:30 Tiger Woods er nú í endurhæfingu eftir bílslysið sem hann lenti í febrúar. getty/Mike Ehrmann Tiger Woods vissi ekki í hvaða ríki hann var eftir bílslysið sem hann lenti í febrúar. Þá fannst tómt lyfjaglas í bílnum hans. Tiger slasaðist alvarlega í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar síðastliðinn. Lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að kylfingurinn hefði verið á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum. Samkvæmt upplýsingum USA Today var Tiger mjög ringlaður þegar hann var yfirheyrður á spítala í Los Angeles eftir bílslysið. Hann hélt meðal annars að hann væri staddur í Flórída. Þá kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að gefa Tiger verkjalyf strax eftir slysið þar sem blóðþrýstingur hans hafi verið of lágur. Tómt og ómerkt lyfjaglas fannst í bakpoka í bílnum en óvíst er hvert innihald þess var. Ekki er talið að Tiger hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. Fyrir fjórum árum fór Tiger í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt upplýsingum úr aksturstölvu bílsins keyrði Tiger beint áfram þar til hann greip aðeins í stýrið áður en bílinn valt út af veginum. Hann steig aldrei á bremsuna áður en hann ók út af en lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu telur að hann hafi stigið á rangan fetil. Tiger slasaðist illa á fæti í slysinu og óvissa ríkir með framtíð hans í golfinu. Hann hefur einnig glímt við erfið bakmeiðsli síðustu ár. Tiger, sem er 45 ára, vann Masters-mótið fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger slasaðist alvarlega í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar síðastliðinn. Lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að kylfingurinn hefði verið á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum. Samkvæmt upplýsingum USA Today var Tiger mjög ringlaður þegar hann var yfirheyrður á spítala í Los Angeles eftir bílslysið. Hann hélt meðal annars að hann væri staddur í Flórída. Þá kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að gefa Tiger verkjalyf strax eftir slysið þar sem blóðþrýstingur hans hafi verið of lágur. Tómt og ómerkt lyfjaglas fannst í bakpoka í bílnum en óvíst er hvert innihald þess var. Ekki er talið að Tiger hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. Fyrir fjórum árum fór Tiger í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt upplýsingum úr aksturstölvu bílsins keyrði Tiger beint áfram þar til hann greip aðeins í stýrið áður en bílinn valt út af veginum. Hann steig aldrei á bremsuna áður en hann ók út af en lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu telur að hann hafi stigið á rangan fetil. Tiger slasaðist illa á fæti í slysinu og óvissa ríkir með framtíð hans í golfinu. Hann hefur einnig glímt við erfið bakmeiðsli síðustu ár. Tiger, sem er 45 ára, vann Masters-mótið fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira