Þak í eigu bæjarins skapar mikinn vanda fyrir íbúa á Eiðistorgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 9. apríl 2021 21:00 Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi, hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaksins yfir Eiðistorgi. Vísir Íbúi á Eiðistorgi hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaks yfir torginu í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bærinn segist ekki hafa fengið ósk um kostnaðarþátttöku en húsfélag krafðist þess að bærinn færi í framkvæmdir á þakinu árið 2019. Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi, íbúar þar hafa ekki getað sinnt eðlilegu viðhaldi og íbúðir liggja undir skemmdum. Þak í eigu bæjarins skapar stærsta vandann. Fréttastofa óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum og fékk þau eftir að hafa leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins. Fréttastofa hefur gögn undir höndum þar sem farið er fram á við bæinn að lagfæra flóttaleiðir og lagfæra þak. Því var hafnað árið 2019. Íbúum á Eiðistorgi 13 til 15 hefur ekki tekist að sinna eðlilegu viðhaldi á húsnæði sínu síðustu ár vegna þess að verktökum tekst ekki að komast að framkvæmdunum vegna glerþaksins sem er í eigu bæjarins. „Í sólstofunni hjá mér er steyptur veggur, hann er hriplekur og það þarf að laga hann á svölunum hinumegin. Frá 2019 þá hefur ekki verið hægt að halda áfram torgmegin vegna þess að ekki hefur tekist að semja við bæinn um lausn á því hvernig koma eigi fyrir stillönsum fyrir ofan þakið á torginu,“ segir Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi. „Þetta er auðvitað mjög sérstakt og manni verður hugsað til þess af hverju í ósköpunum sé ekki hægt að setjast niður með húseigendum og leysa þessi mál,“ segir Margrét. Seltjarnarnes Fasteignamarkaður Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59 Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira
Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi, íbúar þar hafa ekki getað sinnt eðlilegu viðhaldi og íbúðir liggja undir skemmdum. Þak í eigu bæjarins skapar stærsta vandann. Fréttastofa óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum og fékk þau eftir að hafa leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins. Fréttastofa hefur gögn undir höndum þar sem farið er fram á við bæinn að lagfæra flóttaleiðir og lagfæra þak. Því var hafnað árið 2019. Íbúum á Eiðistorgi 13 til 15 hefur ekki tekist að sinna eðlilegu viðhaldi á húsnæði sínu síðustu ár vegna þess að verktökum tekst ekki að komast að framkvæmdunum vegna glerþaksins sem er í eigu bæjarins. „Í sólstofunni hjá mér er steyptur veggur, hann er hriplekur og það þarf að laga hann á svölunum hinumegin. Frá 2019 þá hefur ekki verið hægt að halda áfram torgmegin vegna þess að ekki hefur tekist að semja við bæinn um lausn á því hvernig koma eigi fyrir stillönsum fyrir ofan þakið á torginu,“ segir Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi. „Þetta er auðvitað mjög sérstakt og manni verður hugsað til þess af hverju í ósköpunum sé ekki hægt að setjast niður með húseigendum og leysa þessi mál,“ segir Margrét.
Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins.
Seltjarnarnes Fasteignamarkaður Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59 Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira
„Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59
Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01