Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. apríl 2021 08:57 Tólf tíma vakt er hjá lögreglu og björgunarsveitum á gosstöðvunum í Reykjanesi um helgina. Vísir/Vilhelm Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. Sprungan opnaðist norðan Geldingadala, á milli tveggja sprungna sem opnuðust á öðrum degi páska annars vegar og aðfaranótt miðvikudags hins vegar. Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa varað við því að fleiri sprungur kunni að opnast á ás sem liggur frá norðaustri til suðvesturs yfir gosstöðvarnar. Breytingarnar á eldgosinu í nótt hafa ekki áhrif á opnun svæðisins fyrir göngufólki, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gossprungan sé innan skilgreinds hættusvæðis og hann sjái ekki að hún breyti skipulagi hjá viðbragðsaðilum á svæðinu. „Þetta ætti ekki að breyta neinu,“ segir Gunnar við fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að svæðið verði vaktað í tólf tíma frá hádegi til miðnættis. Lokað verður inn á svæðið klukkan níu, rýming hefst klukkan ellefu og henni verður lokið fyrir miðnætti. Varað er við að áætlunin gæti breyst án fyrirvara. Þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi um helgina eru varaðir við að þeir geri það á eigin ábyrgð. Svæðið er sagt hættulegt, ekki síst vegna lélegra loftgæða. Búist er við því að markað verði bannsvæði við eldstöðvarnar á korti sem verður birt síðar í dag. Spáð er sunnan og suðaustan fimm til átta metrum á sekúndu í dag Þykkna á upp með morgninum og hlýna, suðvestan 8-13 m/s og snjókoma eða él síðdegis og hiti kringum frostmark, en vestlægari um kvöldið. Í nótt og snemma morguns má búast við gasmengun víða á Reykjanesinu og einnig að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar yfir nóttina. Er líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ, en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að höfuðborgarsvæðinu og Þorlákshöfn. Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, sunnan og síðar suðvestan 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til höfuðborgarsvæðisins. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Sprungan opnaðist norðan Geldingadala, á milli tveggja sprungna sem opnuðust á öðrum degi páska annars vegar og aðfaranótt miðvikudags hins vegar. Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa varað við því að fleiri sprungur kunni að opnast á ás sem liggur frá norðaustri til suðvesturs yfir gosstöðvarnar. Breytingarnar á eldgosinu í nótt hafa ekki áhrif á opnun svæðisins fyrir göngufólki, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gossprungan sé innan skilgreinds hættusvæðis og hann sjái ekki að hún breyti skipulagi hjá viðbragðsaðilum á svæðinu. „Þetta ætti ekki að breyta neinu,“ segir Gunnar við fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að svæðið verði vaktað í tólf tíma frá hádegi til miðnættis. Lokað verður inn á svæðið klukkan níu, rýming hefst klukkan ellefu og henni verður lokið fyrir miðnætti. Varað er við að áætlunin gæti breyst án fyrirvara. Þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi um helgina eru varaðir við að þeir geri það á eigin ábyrgð. Svæðið er sagt hættulegt, ekki síst vegna lélegra loftgæða. Búist er við því að markað verði bannsvæði við eldstöðvarnar á korti sem verður birt síðar í dag. Spáð er sunnan og suðaustan fimm til átta metrum á sekúndu í dag Þykkna á upp með morgninum og hlýna, suðvestan 8-13 m/s og snjókoma eða él síðdegis og hiti kringum frostmark, en vestlægari um kvöldið. Í nótt og snemma morguns má búast við gasmengun víða á Reykjanesinu og einnig að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar yfir nóttina. Er líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ, en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að höfuðborgarsvæðinu og Þorlákshöfn. Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, sunnan og síðar suðvestan 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til höfuðborgarsvæðisins.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira