Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2021 15:05 Laugaland í Eyjafirði hefur verið rekið af öðrum aðilum frá árinu 2008. Laugaland bjargaði mér Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins. Ríkisstjórnin samþykkti 19. febrúar tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það yrði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar var falin umsjá málsins. Stofnunin ætti að fara yfir gögn málsins auk þess að taka viðtöl við einstaklinga sem vistaðir voru á meðferðarheimilinu, rekstraraðila og starfsfólk heimilisins, ásamt ráðgjafa sem önnuðust málefni barnanna sem þar voru vistuð. Funduðu með Ásmundi og Sóleyju lögfræðingi „Við fögnuðum niðurstöðunni og við upplifðum að loksins var á okkur hlustað eftir áralanga þöggun, yfirhylmingu og aðgerðarleysi yfirvalda gagnvart okkur,“ segir í yfirlýsingu kvennanna. „Fyrir samþykki tillögunnar höfðum við átt tvo fundi með Ásmundi og aðstoðarmanni hans, Sóleyju Ragnarsdóttur lögfræðingi, sem við vorum allar sáttar með. Við upplifðum að þeim væri umhugað um mál okkar og einlægur vilji væri til þess að rannsaka það af alvöru. Ásmundur tók það sérstaklega fram að við gætum haft samband við sig, eða Sóleyju, hvenær sem væri í þessu ferli og óskað eftir fundi eða upplýsingum.“ Nú tveimur mánuðum síðar hafi konurnar ekkert heyrt. Í svari stofnunarinnar til blaðamanns Stundarinnar, sem fjallað hefur ítarlega um málið, hafi komið fram að vinna væri ekki hafin við að rannsaka mál kvennanna og að stofnunin myndi sinna rannsókninni samhliða öðrum verkefnum. Reiðarslag fyrir konurnar „Það er reiðarslag fyrir okkur sem höfum staðið í þessari baráttu, séð okkur knúnar til þess að fara með mjög persónuleg mál fram fyrir alþjóð í þeirri von að á okkur verði hlustað, okkur trúað og að við fáum það ofbeldi sem við máttum sæta viðurkennt. Það slær okkur að GEF eigi að sinna rannsókninni samhliða mörgum öðrum verkefnum. Ef miðað er við fyrri mál þar sem starfshættir svipaðra heimila voru rannsakaðir má ætla að rannsóknin verði umfangsmikil. Það gefur okkur ekki miklar vonir að heyra að það hafi ekki verið sett á laggirnar sérstakt teymi innan stofnunarinnar eða fenginn aukinn mannskapur til að koma að rannsókninni.“ Þeim líði eins og rannsókn málsins sé ekki gerð af neinni alvöru eða hafi forgang. „Við konurnar sem vorum beittar ofbeldi á meðferðarheimilinu sjáum ekki betur en að meðferð málsins sé ekki í neinu samræmi við þau loforð sem okkur voru gefin. Þann 25. mars síðastliðinn sendi Gígja Skúladóttir tölvupóst fyrir hönd hópsins til Ásmundar og Sóleyjar þar sem við óskuðum eftir fundi vegna þess að við höfum áhyggjur af framgang mála. Einnig sendum við fyrirspurnir varðandi rannsóknina, til dæmis varðandi tímaramma, hverjir koma að henni, hvað verður gert við upplýsingarnar o.s.frv. Þeim tölvupósti hefur enn ekki verið svarað núna 19 dögum síðar.“ Konurnar óska eftir því að ríkisstjórnin framfylgi samþykkt sinni frá 19. febrúar og rannsaki mál kvennanna. „Við óskum eftir því að ríkisstjórnin sjái til þess að rannsóknin verði sett í forgang en mæti ekki afgangi. Við óskum einnig eftir því að upplýsingum varðandi rannsóknina verði komið til skila til okkar enda er um að ræða viðkvæm og persónuleg mál sem varða okkur.“ Alexandra Magnúsdóttir, Ásta Önnudóttur, Brynja Skúladóttir, Gígja Skúladóttir, Gyða Dögg Jónsdóttir, Harpa Særós Magnúsdóttir, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Katrín Alexandra, Kolbrún Þorsteinsdóttir, María Ás Birgisdóttir, Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík og Tinna Pálsdóttir skrifa undir. Ofbeldi gegn börnum Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Félagsmál Barnavernd Meðferðarheimili Tengdar fréttir Skoða hvort börn hafi sætt illri meðferð á Laugalandi og Varpholti Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð. 20. febrúar 2021 11:28 Fyrirhuguð lokun meðferðaheimilisins Laugalands Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. 12. febrúar 2021 14:30 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti 19. febrúar tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það yrði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar var falin umsjá málsins. Stofnunin ætti að fara yfir gögn málsins auk þess að taka viðtöl við einstaklinga sem vistaðir voru á meðferðarheimilinu, rekstraraðila og starfsfólk heimilisins, ásamt ráðgjafa sem önnuðust málefni barnanna sem þar voru vistuð. Funduðu með Ásmundi og Sóleyju lögfræðingi „Við fögnuðum niðurstöðunni og við upplifðum að loksins var á okkur hlustað eftir áralanga þöggun, yfirhylmingu og aðgerðarleysi yfirvalda gagnvart okkur,“ segir í yfirlýsingu kvennanna. „Fyrir samþykki tillögunnar höfðum við átt tvo fundi með Ásmundi og aðstoðarmanni hans, Sóleyju Ragnarsdóttur lögfræðingi, sem við vorum allar sáttar með. Við upplifðum að þeim væri umhugað um mál okkar og einlægur vilji væri til þess að rannsaka það af alvöru. Ásmundur tók það sérstaklega fram að við gætum haft samband við sig, eða Sóleyju, hvenær sem væri í þessu ferli og óskað eftir fundi eða upplýsingum.“ Nú tveimur mánuðum síðar hafi konurnar ekkert heyrt. Í svari stofnunarinnar til blaðamanns Stundarinnar, sem fjallað hefur ítarlega um málið, hafi komið fram að vinna væri ekki hafin við að rannsaka mál kvennanna og að stofnunin myndi sinna rannsókninni samhliða öðrum verkefnum. Reiðarslag fyrir konurnar „Það er reiðarslag fyrir okkur sem höfum staðið í þessari baráttu, séð okkur knúnar til þess að fara með mjög persónuleg mál fram fyrir alþjóð í þeirri von að á okkur verði hlustað, okkur trúað og að við fáum það ofbeldi sem við máttum sæta viðurkennt. Það slær okkur að GEF eigi að sinna rannsókninni samhliða mörgum öðrum verkefnum. Ef miðað er við fyrri mál þar sem starfshættir svipaðra heimila voru rannsakaðir má ætla að rannsóknin verði umfangsmikil. Það gefur okkur ekki miklar vonir að heyra að það hafi ekki verið sett á laggirnar sérstakt teymi innan stofnunarinnar eða fenginn aukinn mannskapur til að koma að rannsókninni.“ Þeim líði eins og rannsókn málsins sé ekki gerð af neinni alvöru eða hafi forgang. „Við konurnar sem vorum beittar ofbeldi á meðferðarheimilinu sjáum ekki betur en að meðferð málsins sé ekki í neinu samræmi við þau loforð sem okkur voru gefin. Þann 25. mars síðastliðinn sendi Gígja Skúladóttir tölvupóst fyrir hönd hópsins til Ásmundar og Sóleyjar þar sem við óskuðum eftir fundi vegna þess að við höfum áhyggjur af framgang mála. Einnig sendum við fyrirspurnir varðandi rannsóknina, til dæmis varðandi tímaramma, hverjir koma að henni, hvað verður gert við upplýsingarnar o.s.frv. Þeim tölvupósti hefur enn ekki verið svarað núna 19 dögum síðar.“ Konurnar óska eftir því að ríkisstjórnin framfylgi samþykkt sinni frá 19. febrúar og rannsaki mál kvennanna. „Við óskum eftir því að ríkisstjórnin sjái til þess að rannsóknin verði sett í forgang en mæti ekki afgangi. Við óskum einnig eftir því að upplýsingum varðandi rannsóknina verði komið til skila til okkar enda er um að ræða viðkvæm og persónuleg mál sem varða okkur.“ Alexandra Magnúsdóttir, Ásta Önnudóttur, Brynja Skúladóttir, Gígja Skúladóttir, Gyða Dögg Jónsdóttir, Harpa Særós Magnúsdóttir, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Katrín Alexandra, Kolbrún Þorsteinsdóttir, María Ás Birgisdóttir, Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík og Tinna Pálsdóttir skrifa undir.
Ofbeldi gegn börnum Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Félagsmál Barnavernd Meðferðarheimili Tengdar fréttir Skoða hvort börn hafi sætt illri meðferð á Laugalandi og Varpholti Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð. 20. febrúar 2021 11:28 Fyrirhuguð lokun meðferðaheimilisins Laugalands Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. 12. febrúar 2021 14:30 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Skoða hvort börn hafi sætt illri meðferð á Laugalandi og Varpholti Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð. 20. febrúar 2021 11:28
Fyrirhuguð lokun meðferðaheimilisins Laugalands Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. 12. febrúar 2021 14:30