Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 19:20 Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. Fyrir utan ferðaþjónustu í lamasessi er staða efnahagsmála í flestum tilfellum góð að áliti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti fyrstu samantekt sína á þessu ári í dag. Ýmis hættumerki eru þó á lofti. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum en verðbólga er enn há eða 1,8 prósentum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Í þeim efnum er Seðlabankinn aðeins farinn að sýna í tennurnar. Ásgeir Jónsson segir seðlabankann grípa til aðgerða fari verðlag ekki að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri minnir á að þetta vaxtastig vari ekki að eilífu, sérstaklega ekki ef vöruverð og um leið verðbólga fari ekki að lækka í takti við styrkingu krónunnar að undanförnu. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir. Það þýðir bara eitt, vaxtahækkanir, sem heimilin verði að taka með í reikninginn. Vaxtalækkanir undanfarna mánuði hafa hvatt heimilin til íbúðakaupa eins og sést á mikilli veltuaukningu í húsnæðiskaupum undanfarið ár sem sýnd er með appelsínugulu línunni á meðfylgjandi mynd. Útlán óverðtryggðra lána hafa einnig dregist mikið saman undanfarið ár eins og sést á bláu súlunum á mynd frá Seðlabankanum hér fyrir neðan. Heimilin hafa að undanförnu í ríkum mæli skipt yfir í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. „Greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður ekki þannig í framtíðinni. Á einhverjum tímapunkti þarf Seðlabankinn að hækka vexti,“ segir seðlabankastjóri. Það ráðist af þróun farsóttarinnar og verðbólgunnar. Nú er staðan orðin þannig að nýjar íbúðir sem seldust illa fyrir 2020 eru nánast uppseldar og það dregur stórlega úr framboði á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafyrirtæki hafa notað tækifærið til að greiða upp mikið af lánum en ný lán þeirra dragast saman. Gunnar Jakobsson segir hættu á að íbúðaverð hækki óæskilega mikið anni byggingariðnaðurinn ekki eftirspurn eftir húsnæði.Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson staðgengill seðlabankastjóra í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir ástæðu til að óttast að byggingageirinn haldi ekki í við eftirspurnina eftir nýju húsnæði. „Það eru vísbendingar um að framboðið sé að minnka og að nýbyggingum sé að fækka. Það verður að breytast miðað við þá eftirspurn sem er í gangi núna. Af því að eins og kemur fram í greiningunum er ákveðin hætta á að verð muni þá fara upp á við, umfram það sem æskilegt er,“ segir Gunnar. Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Íslenska krónan Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Sjá meira
Fyrir utan ferðaþjónustu í lamasessi er staða efnahagsmála í flestum tilfellum góð að áliti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti fyrstu samantekt sína á þessu ári í dag. Ýmis hættumerki eru þó á lofti. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum en verðbólga er enn há eða 1,8 prósentum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Í þeim efnum er Seðlabankinn aðeins farinn að sýna í tennurnar. Ásgeir Jónsson segir seðlabankann grípa til aðgerða fari verðlag ekki að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri minnir á að þetta vaxtastig vari ekki að eilífu, sérstaklega ekki ef vöruverð og um leið verðbólga fari ekki að lækka í takti við styrkingu krónunnar að undanförnu. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir. Það þýðir bara eitt, vaxtahækkanir, sem heimilin verði að taka með í reikninginn. Vaxtalækkanir undanfarna mánuði hafa hvatt heimilin til íbúðakaupa eins og sést á mikilli veltuaukningu í húsnæðiskaupum undanfarið ár sem sýnd er með appelsínugulu línunni á meðfylgjandi mynd. Útlán óverðtryggðra lána hafa einnig dregist mikið saman undanfarið ár eins og sést á bláu súlunum á mynd frá Seðlabankanum hér fyrir neðan. Heimilin hafa að undanförnu í ríkum mæli skipt yfir í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. „Greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður ekki þannig í framtíðinni. Á einhverjum tímapunkti þarf Seðlabankinn að hækka vexti,“ segir seðlabankastjóri. Það ráðist af þróun farsóttarinnar og verðbólgunnar. Nú er staðan orðin þannig að nýjar íbúðir sem seldust illa fyrir 2020 eru nánast uppseldar og það dregur stórlega úr framboði á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafyrirtæki hafa notað tækifærið til að greiða upp mikið af lánum en ný lán þeirra dragast saman. Gunnar Jakobsson segir hættu á að íbúðaverð hækki óæskilega mikið anni byggingariðnaðurinn ekki eftirspurn eftir húsnæði.Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson staðgengill seðlabankastjóra í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir ástæðu til að óttast að byggingageirinn haldi ekki í við eftirspurnina eftir nýju húsnæði. „Það eru vísbendingar um að framboðið sé að minnka og að nýbyggingum sé að fækka. Það verður að breytast miðað við þá eftirspurn sem er í gangi núna. Af því að eins og kemur fram í greiningunum er ákveðin hætta á að verð muni þá fara upp á við, umfram það sem æskilegt er,“ segir Gunnar.
Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Íslenska krónan Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Sjá meira