Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 14:49 Stjörnukonur fá nýtt tækifæri til að leggja KA/Þór að velli. vísir/hulda Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. Stjarnan kærði úrslit leiksins við KA/Þór í Olís-deild kvenna í febrúar. Dómarar leiksins skráðu úrslitin sem 27-26 sigur KA/Þórs en mistök höfðu orðið á ritaraborði þar sem „draugamarki“ var bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Hvort lið skoraði 26 mörk í leiknum. „Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja,“ segir í yfirlýsingu Stjörnumanna. Þeir eru á allt annarri skoðun en forráðamenn KA/Þórs um hvort dómur áfrýjunardómstólsins sé handboltanum til framdráttar, en í yfirlýsingu Akureyringa í dag segir að málið sé handboltanum ekki til heilla og „aðför að landsbyggðinni“. Framkvæmd leiksins var í höndum Stjörnunnar, sem heimaliðs, og segir í yfirlýsingu Stjörnunnar að gripið verði til aðgerða til að vinna gegn mistökum eins og þeim sem urðu á ritaraborði í umræddum leik. „Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli,” segir í yfirlýsingunni en hana má lesa í heild hér að neðan. Dómur er fallinn – Leikurinn verður leikinn aftur. Við í stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar teljum dóm áfrýjunardómstóls HSÍ í máli 1/2021 um að leikur Stjörnunnar KA/Þórs skuli leikinn aftur vera sigur fyrir handboltann sem íþrótt. Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja frekar en formsatriði við ritun skýrslu. Það er hins vegar alveg ljóst að forðast eigi atvik sem þessi með öllum tiltækum ráðum og er áminning til allra liða á landinu. Atvik sem þetta hafa komið fyrir áður og við þurfum öll að sameinast um það að öllum ráðum sé beitt til forðast að þau endurtaki sig. Handknattleiksdeild Stjörnunnar tekur þetta mál mjög alvarlega og hefur gripið til aðgerða til að vinna gegn mistökum sem þessum. Vinnubrögð á ritaraborði hafa verið skilgreind mun betur og því komið í ferli að eftirlit með lykiltölum og samanburður á milli ritaraborðs og HBstats sé í föstum skorðum. Uppsetning verður með þeim hætti í framtíðinni að unnt verði að bregðast við strax ef upp kemur misræmi í skráningum. Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli. Það eru hörkuleikir framunda í öllum deildum og mikið fagnaðarefni að handboltinn sé farinn af stað að nýju með tilslökunum yfirvalda. Megi besta liðið sigra, skíni Stjarnan. Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Stjarnan kærði úrslit leiksins við KA/Þór í Olís-deild kvenna í febrúar. Dómarar leiksins skráðu úrslitin sem 27-26 sigur KA/Þórs en mistök höfðu orðið á ritaraborði þar sem „draugamarki“ var bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Hvort lið skoraði 26 mörk í leiknum. „Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja,“ segir í yfirlýsingu Stjörnumanna. Þeir eru á allt annarri skoðun en forráðamenn KA/Þórs um hvort dómur áfrýjunardómstólsins sé handboltanum til framdráttar, en í yfirlýsingu Akureyringa í dag segir að málið sé handboltanum ekki til heilla og „aðför að landsbyggðinni“. Framkvæmd leiksins var í höndum Stjörnunnar, sem heimaliðs, og segir í yfirlýsingu Stjörnunnar að gripið verði til aðgerða til að vinna gegn mistökum eins og þeim sem urðu á ritaraborði í umræddum leik. „Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli,” segir í yfirlýsingunni en hana má lesa í heild hér að neðan. Dómur er fallinn – Leikurinn verður leikinn aftur. Við í stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar teljum dóm áfrýjunardómstóls HSÍ í máli 1/2021 um að leikur Stjörnunnar KA/Þórs skuli leikinn aftur vera sigur fyrir handboltann sem íþrótt. Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja frekar en formsatriði við ritun skýrslu. Það er hins vegar alveg ljóst að forðast eigi atvik sem þessi með öllum tiltækum ráðum og er áminning til allra liða á landinu. Atvik sem þetta hafa komið fyrir áður og við þurfum öll að sameinast um það að öllum ráðum sé beitt til forðast að þau endurtaki sig. Handknattleiksdeild Stjörnunnar tekur þetta mál mjög alvarlega og hefur gripið til aðgerða til að vinna gegn mistökum sem þessum. Vinnubrögð á ritaraborði hafa verið skilgreind mun betur og því komið í ferli að eftirlit með lykiltölum og samanburður á milli ritaraborðs og HBstats sé í föstum skorðum. Uppsetning verður með þeim hætti í framtíðinni að unnt verði að bregðast við strax ef upp kemur misræmi í skráningum. Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli. Það eru hörkuleikir framunda í öllum deildum og mikið fagnaðarefni að handboltinn sé farinn af stað að nýju með tilslökunum yfirvalda. Megi besta liðið sigra, skíni Stjarnan.
Dómur er fallinn – Leikurinn verður leikinn aftur. Við í stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar teljum dóm áfrýjunardómstóls HSÍ í máli 1/2021 um að leikur Stjörnunnar KA/Þórs skuli leikinn aftur vera sigur fyrir handboltann sem íþrótt. Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja frekar en formsatriði við ritun skýrslu. Það er hins vegar alveg ljóst að forðast eigi atvik sem þessi með öllum tiltækum ráðum og er áminning til allra liða á landinu. Atvik sem þetta hafa komið fyrir áður og við þurfum öll að sameinast um það að öllum ráðum sé beitt til forðast að þau endurtaki sig. Handknattleiksdeild Stjörnunnar tekur þetta mál mjög alvarlega og hefur gripið til aðgerða til að vinna gegn mistökum sem þessum. Vinnubrögð á ritaraborði hafa verið skilgreind mun betur og því komið í ferli að eftirlit með lykiltölum og samanburður á milli ritaraborðs og HBstats sé í föstum skorðum. Uppsetning verður með þeim hætti í framtíðinni að unnt verði að bregðast við strax ef upp kemur misræmi í skráningum. Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli. Það eru hörkuleikir framunda í öllum deildum og mikið fagnaðarefni að handboltinn sé farinn af stað að nýju með tilslökunum yfirvalda. Megi besta liðið sigra, skíni Stjarnan.
Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira