Merkel vill herða aðgerðir gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 10:52 Angela Merkel á þingi í morgun. EPA/CLEMENS BILAN Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að þingmenn samþykki að veita henni heimildir til að beita ströngum sóttvarnaraðgerðum á svæðum landsins þar sem dreifing nýju kórónuveirunnar er mikil. Hún segir það nauðsynlegt og að meirihluti Þjóðverja styðji hertar aðgerðir. Í þingræðu í morgun sagði Merkel þriðju bylgjuna ganga yfir Þýskaland af mikilli hörku. Heilbrigðisstarfsmenn væru ítrekað að hringja viðvörunarbjöllum og spurði hún hvort þingmenn ætluðu að svara kalli þeirra. Samkvæmt frétt Reuters trufluðu þingmenn fjar-hægri flokksins AfD ræðu kanslarans en þeir eru verulega andvígir samkomubanni og ferðatakmörkunum. 25 þúsund smituðust í gær Merkel vill að þingmenn veiti ríkisstjórn hennar heimild til að taka fram fyrir hendurnar á leiðtogum sambandsríkja Þýskalands og í raun þvinga þá til að grípa til sóttvarnaraðgerða. Þannig vill hún draga úr álagi á heilbrigðisstarfsmenn í landinu. Rúmlega 25 þúsund Þjóðverjar greindust með Covid-19 í gær en í heildina hafa rúmlega þrjár milljónir smitast, svo vitað sé. Þá hafa tæplega 80 þúsund manns dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem byggja á opinberum tölum. Ætlanir kanslarans hafa mætt nokkurri mótspyrnu á þingi og þar á meðal innan flokks Merkel. Alice Weidel, leiðtogi AfD á þingi, sagði í morgun að tillögur kanslarans væru fordæmalaus árás á réttindi Þjóðverja. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Í þingræðu í morgun sagði Merkel þriðju bylgjuna ganga yfir Þýskaland af mikilli hörku. Heilbrigðisstarfsmenn væru ítrekað að hringja viðvörunarbjöllum og spurði hún hvort þingmenn ætluðu að svara kalli þeirra. Samkvæmt frétt Reuters trufluðu þingmenn fjar-hægri flokksins AfD ræðu kanslarans en þeir eru verulega andvígir samkomubanni og ferðatakmörkunum. 25 þúsund smituðust í gær Merkel vill að þingmenn veiti ríkisstjórn hennar heimild til að taka fram fyrir hendurnar á leiðtogum sambandsríkja Þýskalands og í raun þvinga þá til að grípa til sóttvarnaraðgerða. Þannig vill hún draga úr álagi á heilbrigðisstarfsmenn í landinu. Rúmlega 25 þúsund Þjóðverjar greindust með Covid-19 í gær en í heildina hafa rúmlega þrjár milljónir smitast, svo vitað sé. Þá hafa tæplega 80 þúsund manns dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem byggja á opinberum tölum. Ætlanir kanslarans hafa mætt nokkurri mótspyrnu á þingi og þar á meðal innan flokks Merkel. Alice Weidel, leiðtogi AfD á þingi, sagði í morgun að tillögur kanslarans væru fordæmalaus árás á réttindi Þjóðverja.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira