Titringur á Twitter vegna ofurdeildarinnar: „Þá drap peningagræðgi fótboltann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 07:00 AC Milan og Manchester United eru með stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu. epa/MATTEO BAZZI Ný ofurdeild Evrópu virðist eiga sér fáa aðdáendur hér á landi, allavega ef marka má viðbrögðin á Twitter. Í gærkvöldi staðfestu tólf félög að þau ætluðu sér að stofna nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Umrædd félög eru Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal Tottenham. Þrjú félög eiga væntanlega eftir að bætast í þennan hóp. Stofnmeðlimir verða því fimmtán talsins en þeir geta ekki fallið úr ofurdeildinni. Þessi tíðindi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og óhætt er að segja að viðbrögðin á Twitter hafi verið neikvæð. Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sagði greinilegt að forsprakka ofurdeildarinnar skorti skilning á því hver ástæðan fyrir vinsældum fótboltans væri. Það furðulegasta við þessa ofurdeild er að stjórnendur félaganna 12 virðast ekki hafa minnstu hugmynd um að fegurðin við fótbolta, sem gerir hann að vinsælustu íþrótt í heimi, er að nánast allir geta unnið alla. #fotboltinet— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2021 „Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og stuðningsmaður Everton. Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það. https://t.co/S3gWrV7XfL— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) April 18, 2021 Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekki mikla trú á að ofurdeildin verði að veruleika. Hann kvaðst þó ekki fagna því ef stuðningsmönnum Luton Town á Íslandi myndi fjölga mjög. Ég er eldri en tvævetur og hef nálega enga trú á að þetta súperdeildarrugl verði meira en störukeppni sem endar á að frekjukrakkarnir fá aðeins meiri pening og völd. Í versta falli mun fólk unnvörpum gerast Luton-stuðningsmenn og ég verð meinstrím. Það yrði djöfullegt.— Stefán Pálsson (@Stebbip) April 18, 2021 Dómarinn fyrrverandi, Gunnar Jarl Jónsson, sór þess eið að horfa aldrei á leik í ofurdeildinni. Markaðurinn ræður. Miðað við viðbrögð fólks, er þeim óhætt að stofna þessa deild?Ég mun ekki fyrir mitt litla líf horfa á einn leik í þessari deild og hvað þá kaup áskrift af þessu drasli. Hugsa að mínir félagar í Birmingham fái stuðningsmann inn fyrir næsta tímabil.— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) April 18, 2021 Þetta Súperlíguþrot hefur allavega tekist að sameina stuðningsmenn erkifjenda í enska boltanum í að finnast þetta algjörlega glatað. Það er einhver fegurð í því, eins og litríkt blóm sem vex upp úr ruslahaug.#fótboltinet #djöflarnir #fuckSuperLeague— Halldór Marteins (@halldorm) April 18, 2021 BURT með þig pic.twitter.com/I7HA8uAYU9— Tómas Guðjónsson (@TomasGudjonsson) April 18, 2021 Þið eruð öll hjartanlega velkomin á NFL vagninn bara #SuperLeague— Fanney Birna (@fanneybj) April 18, 2021 Ofurdeildin Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira
Í gærkvöldi staðfestu tólf félög að þau ætluðu sér að stofna nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Umrædd félög eru Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal Tottenham. Þrjú félög eiga væntanlega eftir að bætast í þennan hóp. Stofnmeðlimir verða því fimmtán talsins en þeir geta ekki fallið úr ofurdeildinni. Þessi tíðindi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og óhætt er að segja að viðbrögðin á Twitter hafi verið neikvæð. Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sagði greinilegt að forsprakka ofurdeildarinnar skorti skilning á því hver ástæðan fyrir vinsældum fótboltans væri. Það furðulegasta við þessa ofurdeild er að stjórnendur félaganna 12 virðast ekki hafa minnstu hugmynd um að fegurðin við fótbolta, sem gerir hann að vinsælustu íþrótt í heimi, er að nánast allir geta unnið alla. #fotboltinet— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2021 „Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og stuðningsmaður Everton. Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það. https://t.co/S3gWrV7XfL— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) April 18, 2021 Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekki mikla trú á að ofurdeildin verði að veruleika. Hann kvaðst þó ekki fagna því ef stuðningsmönnum Luton Town á Íslandi myndi fjölga mjög. Ég er eldri en tvævetur og hef nálega enga trú á að þetta súperdeildarrugl verði meira en störukeppni sem endar á að frekjukrakkarnir fá aðeins meiri pening og völd. Í versta falli mun fólk unnvörpum gerast Luton-stuðningsmenn og ég verð meinstrím. Það yrði djöfullegt.— Stefán Pálsson (@Stebbip) April 18, 2021 Dómarinn fyrrverandi, Gunnar Jarl Jónsson, sór þess eið að horfa aldrei á leik í ofurdeildinni. Markaðurinn ræður. Miðað við viðbrögð fólks, er þeim óhætt að stofna þessa deild?Ég mun ekki fyrir mitt litla líf horfa á einn leik í þessari deild og hvað þá kaup áskrift af þessu drasli. Hugsa að mínir félagar í Birmingham fái stuðningsmann inn fyrir næsta tímabil.— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) April 18, 2021 Þetta Súperlíguþrot hefur allavega tekist að sameina stuðningsmenn erkifjenda í enska boltanum í að finnast þetta algjörlega glatað. Það er einhver fegurð í því, eins og litríkt blóm sem vex upp úr ruslahaug.#fótboltinet #djöflarnir #fuckSuperLeague— Halldór Marteins (@halldorm) April 18, 2021 BURT með þig pic.twitter.com/I7HA8uAYU9— Tómas Guðjónsson (@TomasGudjonsson) April 18, 2021 Þið eruð öll hjartanlega velkomin á NFL vagninn bara #SuperLeague— Fanney Birna (@fanneybj) April 18, 2021
Ofurdeildin Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira