Fólksflutningar á milli landa hafa verið í lágmarki frá því að kórónuveirufaraldurinn blossaði upp í byrjun síðasta árs. Nú þegar byrjað er að bólusetja gegn veirunni íhuga ríki hvernig hægt er að slaka á takmörkunum á landamærum. Á meðal hugmynda í þeim efnum er að krefjast bólusetningarvottorðs ætli fólk sér að leggja land undir fót.
Óháð sérfræðinganefnd WHO mælir gegn því að ríki fari þá leið. Vísar hún meðal annars til þess að ekki liggi fyrir hvort að bólusetningar dragi úr líkum á því að fólki geti borið smit með sér. Þá sé aðgengi að bóluefnum veruleg misskipt í heiminum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Íslensk stjórnvöld hafa tekið bólusetningarvottorð vegna Covid-19 gild á landamærunum til undanþágu frá sóttvarnaaðgerðum.