„Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. apríl 2021 14:48 Þingmaður Samfylkingarinnar biðlaði til stjórnarþingmanna um að standa ekki í vegi fyrir því að frumvarp Samfylkingarinnar er varðar landamærin komist á dagskrá. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að koma til móts við landsmenn sem þjást vegna COVID-19, hvort sem það sé heilsufarslega, félagslega eða vegna atvinnumissis. Oddný gerði frumvarp Samfylkingarinnar að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag en frumvarpið heimilar sóttvarnayfirvöldum að grípa til sóttvarnaaðgerða á borð við skikka fólk til skyldudvalar á sóttvarnahótel við komuna til landsins. Þingflokkurinn hefur þegar lagt fram frumvarpið og á Oddný von á að málið komist til umræðu á morgun. „Ég treysti því að háttvirtir stjórnarþingmenn komi ekki í veg fyrir að svo brýnt COVID mál komist á dagskrá jafnvel þó það sé lagt fram af stjórnarandstöðuflokki. Við erum öll í þessu saman er það ekki? Veiran spyr ekki um flokksskýrteini.“ Oddný sagði að því fyrr sem sóttvarnayfirvöld næðu að draga úr smitum því fyrr gætu landsmenn lifað eðlilegu lífi. Því væri brýnt að veita sóttvarnalækni þær lagaheimildir sem heimila honum að ráðleggja ráðherra með þeim hætti sem honum finnst best. „Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för, látum almannahag ráða för.“ Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi. Að loknum fundi verður spurningum blaðamanna svarað. Við lok ríkisstjórnarfundar í dag vildu ráðherrar ekki upplýsa um hvaða ákvörðun hefði verið tekin er varðar ráðstafanir á landamærunum. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að ríflega sextíu og tvö prósent landsmanna eru fylgjandi skyldudvöl komufarþega frá há-áhættusvæðum í sóttvarnahúsi við komuna til Íslands. Þrjátíu og fjögur prósent eru sátt við núverandi fyrirkomulag. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45 Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Oddný gerði frumvarp Samfylkingarinnar að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag en frumvarpið heimilar sóttvarnayfirvöldum að grípa til sóttvarnaaðgerða á borð við skikka fólk til skyldudvalar á sóttvarnahótel við komuna til landsins. Þingflokkurinn hefur þegar lagt fram frumvarpið og á Oddný von á að málið komist til umræðu á morgun. „Ég treysti því að háttvirtir stjórnarþingmenn komi ekki í veg fyrir að svo brýnt COVID mál komist á dagskrá jafnvel þó það sé lagt fram af stjórnarandstöðuflokki. Við erum öll í þessu saman er það ekki? Veiran spyr ekki um flokksskýrteini.“ Oddný sagði að því fyrr sem sóttvarnayfirvöld næðu að draga úr smitum því fyrr gætu landsmenn lifað eðlilegu lífi. Því væri brýnt að veita sóttvarnalækni þær lagaheimildir sem heimila honum að ráðleggja ráðherra með þeim hætti sem honum finnst best. „Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för, látum almannahag ráða för.“ Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi. Að loknum fundi verður spurningum blaðamanna svarað. Við lok ríkisstjórnarfundar í dag vildu ráðherrar ekki upplýsa um hvaða ákvörðun hefði verið tekin er varðar ráðstafanir á landamærunum. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að ríflega sextíu og tvö prósent landsmanna eru fylgjandi skyldudvöl komufarþega frá há-áhættusvæðum í sóttvarnahúsi við komuna til Íslands. Þrjátíu og fjögur prósent eru sátt við núverandi fyrirkomulag.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45 Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. 19. apríl 2021 17:45
Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47
62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07