Íslendingar andvígir inngöngu í ESB en telja góðar líkur á hagstæðum samningi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2021 11:04 Innganga Íslands í ESB. Könnun Maskínu. Fleiri eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Aftur á móti telur ríflega helmingur þjóðarinnar að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við sambandið. Í vikunni lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Lagt er til að Alþingi taki upp þráðinn frá því 2009 þegar þingsályktun um aðildarumsókn var samþykkt og nefnd verði skipuð til að stýra undirbúningsvinnunni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um endurupptöku viðræðna fari fram eigi síðar en í janúar 2022. „Og ef hún segir já, að þjóðin fái líka að taka afstöðu um samning í viðræðum við Evrópusambandið,“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi. Segir viðskiptafrelsið undir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði tillöguna sýna kýrskýrt hver stefna Viðreisnar væri í málinu og rifjaði svo upp þegar Þorgerður var í sjálfstæðisflokknum og var fríverslunarsinni, að hans sögn. „Ef við göngum í Evrópusambandið þá afnemum við viðskiptafrelsi okkar, hvorki meira né minna,“ sagði Guðlaugur. „Af hverju er þessi stóri flokkur svona hræddur við að treysta þjóðinni?“ spurði Þorgerður Katrín á móti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/vilhelm Þriðjungur hlynntur, 40% andvíg Þjóðin segir sína skoðun á málinu í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Þar kemur fram að tæplega þriðjungur er mjög eða fremur hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og hefur afstaðan lítið breyst frá 2019. Fleiri eru andvígir inngöngu eða yfir fjörutíu prósent landsmanna en andstaðan hefur minnkað um rúm ríflega tvö prósentustig frá 2019. Könnun Maskínu. Mesta andstaðan er meðal kjósenda Miðflokksins eða næstum sjötíu prósent, nær helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks er mjög andvígir inngöngu og ríflega fjörutíu prósent Framsóknarmanna. Kjósendur Samfylkingar eru hlynntastir inngöngu eða ríflega 41% en Viðreisn kemur strax á hæla þeirra eða ríflega fjörutíu prósent. Könnun Maskínu. Aftur á móti þegar spurt er hvort fólk telji að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB kemur í ljós að fleiri telji svo vera eða ríflega helmingur þjóðarinnar. Já: 54,8% Nei: 45,2%. Könnun Maskínu. Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira
Í vikunni lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Lagt er til að Alþingi taki upp þráðinn frá því 2009 þegar þingsályktun um aðildarumsókn var samþykkt og nefnd verði skipuð til að stýra undirbúningsvinnunni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um endurupptöku viðræðna fari fram eigi síðar en í janúar 2022. „Og ef hún segir já, að þjóðin fái líka að taka afstöðu um samning í viðræðum við Evrópusambandið,“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi. Segir viðskiptafrelsið undir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði tillöguna sýna kýrskýrt hver stefna Viðreisnar væri í málinu og rifjaði svo upp þegar Þorgerður var í sjálfstæðisflokknum og var fríverslunarsinni, að hans sögn. „Ef við göngum í Evrópusambandið þá afnemum við viðskiptafrelsi okkar, hvorki meira né minna,“ sagði Guðlaugur. „Af hverju er þessi stóri flokkur svona hræddur við að treysta þjóðinni?“ spurði Þorgerður Katrín á móti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/vilhelm Þriðjungur hlynntur, 40% andvíg Þjóðin segir sína skoðun á málinu í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Þar kemur fram að tæplega þriðjungur er mjög eða fremur hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og hefur afstaðan lítið breyst frá 2019. Fleiri eru andvígir inngöngu eða yfir fjörutíu prósent landsmanna en andstaðan hefur minnkað um rúm ríflega tvö prósentustig frá 2019. Könnun Maskínu. Mesta andstaðan er meðal kjósenda Miðflokksins eða næstum sjötíu prósent, nær helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks er mjög andvígir inngöngu og ríflega fjörutíu prósent Framsóknarmanna. Kjósendur Samfylkingar eru hlynntastir inngöngu eða ríflega 41% en Viðreisn kemur strax á hæla þeirra eða ríflega fjörutíu prósent. Könnun Maskínu. Aftur á móti þegar spurt er hvort fólk telji að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB kemur í ljós að fleiri telji svo vera eða ríflega helmingur þjóðarinnar. Já: 54,8% Nei: 45,2%. Könnun Maskínu.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira