Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 09:21 Mótmæli til stuðnings Navalní hafa verið boðuð í meira en hundrað borgum og bæjum í Rússlandi í dag, þar á meðal nærri sýningarsal í Moskvu þar sem Pútín flytur stefnuræðu sína. Vísir/AP Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. Mótmælin í dag bera upp á sama tíma og Vladímír Pútín forseti hyggst flytja stefnuræðu sínu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg en hún hefur áður látið leysa upp samkomur til stuðnings Navalní með valdi. Markmið mótmælana í dag er að krefjast viðunandi læknismeðferðar fyrir Navalní sem er þjáður af bak- og fótverkjum og er auk þess í hungurverkfalli. Stefnuræða Pútín átti að hefjast klukkan 9:00 að íslenskum tíma í morgun. Á sama tíma hefjast fyrstu mótmæli dagsins í Vladivostok í austasta hluta landsins. Lögmaður Jarmysh segir AP-fréttastofunni að hún hafi verið handtekin nærri heimili sínu í Moskvu í morgun. Hún var þegar í stofufangelsi, ákærð vegna mótmæla til stuðnings Navalní í janúar. Lögreglumenn tóku hana höndum þegar hún fór út í þá klukkustund sem henni er leyft að fara á dag. Þá var Ljúbov Sobol, einn þeirra sem stýrir vinsælli Youtube-rás Navalní, einnig handtekinn í höfuðborginni. Auk þeirra hafa yfirvöld handtekið að minnsta kosti tíu stjórnarandstæðinga í nokkrum héruðum. Lögreglumenn gerðu húsleit á heimilum stuðningsmanna Navalní í Sankti Pétursborg, Krasnojarsk og Jekaterínborg. Ruslan Shaveddinov, aðstoðarmaður Navalní, sakaði rússnesk stjórnvöld um kúgun. „Við verðum að berjast gegn þessu myrkri,“ tísti hann. Aðrir bandamenn Navalní gera lítið úr tilraunum yfirvalda til þess að brjóta mótmælahreyfinguna á bak aftur. „Eins og vanalega halda þeir að ef þeir einangra „leiðtogana“ verði engin mótmæli. Það er auðvitað rangt,“ sagði Leonid Volkov, náinn samstarfsmaður Navalní við Reuters. Óttast um líf Navalní Navalní sjálfur liggur nú á sjúkradeild fangelsis en læknar hans óttast um líf hans. Hann lifði af banatilræði með taugaeitri í fyrra sem hann sakar Pútín forseta um að hafa fyrirskipað. Því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Pútín sjálfur minnist aldrei á Navalní á nafn. Þegar Navalní sneri aftur til Rússlands eftir að hafa legið í dái á sjúkrahúsi í Berlín í janúar var handtekinn við komuna. Hann var í kjölfarið fundinn sekur um að hafa brotið gegn reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjársvik árið 2014. Navalní hefur sagt það mál hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hefði verið gerræðislegur og óréttlátur. Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní engu að síður að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín á grundvelli dómsins árið 2018. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33 Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Mótmælin í dag bera upp á sama tíma og Vladímír Pútín forseti hyggst flytja stefnuræðu sínu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg en hún hefur áður látið leysa upp samkomur til stuðnings Navalní með valdi. Markmið mótmælana í dag er að krefjast viðunandi læknismeðferðar fyrir Navalní sem er þjáður af bak- og fótverkjum og er auk þess í hungurverkfalli. Stefnuræða Pútín átti að hefjast klukkan 9:00 að íslenskum tíma í morgun. Á sama tíma hefjast fyrstu mótmæli dagsins í Vladivostok í austasta hluta landsins. Lögmaður Jarmysh segir AP-fréttastofunni að hún hafi verið handtekin nærri heimili sínu í Moskvu í morgun. Hún var þegar í stofufangelsi, ákærð vegna mótmæla til stuðnings Navalní í janúar. Lögreglumenn tóku hana höndum þegar hún fór út í þá klukkustund sem henni er leyft að fara á dag. Þá var Ljúbov Sobol, einn þeirra sem stýrir vinsælli Youtube-rás Navalní, einnig handtekinn í höfuðborginni. Auk þeirra hafa yfirvöld handtekið að minnsta kosti tíu stjórnarandstæðinga í nokkrum héruðum. Lögreglumenn gerðu húsleit á heimilum stuðningsmanna Navalní í Sankti Pétursborg, Krasnojarsk og Jekaterínborg. Ruslan Shaveddinov, aðstoðarmaður Navalní, sakaði rússnesk stjórnvöld um kúgun. „Við verðum að berjast gegn þessu myrkri,“ tísti hann. Aðrir bandamenn Navalní gera lítið úr tilraunum yfirvalda til þess að brjóta mótmælahreyfinguna á bak aftur. „Eins og vanalega halda þeir að ef þeir einangra „leiðtogana“ verði engin mótmæli. Það er auðvitað rangt,“ sagði Leonid Volkov, náinn samstarfsmaður Navalní við Reuters. Óttast um líf Navalní Navalní sjálfur liggur nú á sjúkradeild fangelsis en læknar hans óttast um líf hans. Hann lifði af banatilræði með taugaeitri í fyrra sem hann sakar Pútín forseta um að hafa fyrirskipað. Því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Pútín sjálfur minnist aldrei á Navalní á nafn. Þegar Navalní sneri aftur til Rússlands eftir að hafa legið í dái á sjúkrahúsi í Berlín í janúar var handtekinn við komuna. Hann var í kjölfarið fundinn sekur um að hafa brotið gegn reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjársvik árið 2014. Navalní hefur sagt það mál hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hefði verið gerræðislegur og óréttlátur. Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní engu að síður að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín á grundvelli dómsins árið 2018.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33 Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33
Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59