Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 11:54 Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur setið á þingi frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kolbeini en líkt og kunnugt er hafði hann áður sóst eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það tókst hins vegar ekki en hann hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu fyrr í þessum mánuði. „Mig langaði til að leiða einn af listum okkar í næstu kosningum, vildi hafa meiri áhrif. Þá var ég til í að breyta til og búa í öðru umhverfi en á höfuðborgarsvæðinu, en það er nægur tími til þess síðar á lífsleiðinni. Ég tók áhættu með þessu og hún gekk ekki upp. Samkeppnin var enda mikil við frábært fólk og efstu sæti listans skipa öflugar konur,“ segir í tilkynningu Kolbeins. Hann hefur setið á þingi síðan 2016 og hefur skipað annað sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Hann kveðst hafa fengið fjölda áskorana um að gefa kost á sér í Reykjavík. „Góðir og gegnir félagar skoruðu á mig opinberlega og enn fleiri hafa haft samband við mig persónulega. Frómt frá sagt varð ég undrandi og hrærður yfir viðbrögðunum. Mér þykir ótrúlega vænt um að fjöldi fólks hafi þá skoðun að ég eigi áfram heima á Alþingi og ég þakka auðmjúklega fyrir stuðninginn. Yfirlega síðustu vikna hefur leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég brenn enn af löngun til að starfa áfram á þingi fyrir VG. Ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa og hafa sýnt það á síðustu árum að ég sé öflugur liðsmaður. Ég vil vera það áfram og gef því kost á mér í 2. sætið á lista VG í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ skrifar Kolbeinn. „Yfirlega síðustu vikna hefur fært mér enn frekar heim sanninn um það, sem þó hefði átt að vera mér ljóst, að ég brenn enn fyrir pólitík. Ég hef löngun og vilja til að halda áfram að starfa með því góða fólki sem hefur leitt hreyfinguna og íslenskt samfélag síðustu ár. Ég er líka hrærður yfir þeim áskorunum sem ég hef fengið frá fjölda fólks um að bjóða mig fram til áframhaldandi starfa fyrir VG á Alþingi.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kolbeini en líkt og kunnugt er hafði hann áður sóst eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það tókst hins vegar ekki en hann hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu fyrr í þessum mánuði. „Mig langaði til að leiða einn af listum okkar í næstu kosningum, vildi hafa meiri áhrif. Þá var ég til í að breyta til og búa í öðru umhverfi en á höfuðborgarsvæðinu, en það er nægur tími til þess síðar á lífsleiðinni. Ég tók áhættu með þessu og hún gekk ekki upp. Samkeppnin var enda mikil við frábært fólk og efstu sæti listans skipa öflugar konur,“ segir í tilkynningu Kolbeins. Hann hefur setið á þingi síðan 2016 og hefur skipað annað sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Hann kveðst hafa fengið fjölda áskorana um að gefa kost á sér í Reykjavík. „Góðir og gegnir félagar skoruðu á mig opinberlega og enn fleiri hafa haft samband við mig persónulega. Frómt frá sagt varð ég undrandi og hrærður yfir viðbrögðunum. Mér þykir ótrúlega vænt um að fjöldi fólks hafi þá skoðun að ég eigi áfram heima á Alþingi og ég þakka auðmjúklega fyrir stuðninginn. Yfirlega síðustu vikna hefur leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég brenn enn af löngun til að starfa áfram á þingi fyrir VG. Ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa og hafa sýnt það á síðustu árum að ég sé öflugur liðsmaður. Ég vil vera það áfram og gef því kost á mér í 2. sætið á lista VG í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ skrifar Kolbeinn. „Yfirlega síðustu vikna hefur fært mér enn frekar heim sanninn um það, sem þó hefði átt að vera mér ljóst, að ég brenn enn fyrir pólitík. Ég hef löngun og vilja til að halda áfram að starfa með því góða fólki sem hefur leitt hreyfinguna og íslenskt samfélag síðustu ár. Ég er líka hrærður yfir þeim áskorunum sem ég hef fengið frá fjölda fólks um að bjóða mig fram til áframhaldandi starfa fyrir VG á Alþingi.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira