Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2021 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna. Vísir/vilhelm Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju. Það var ljóst að nokkur endurnýjun yrði í oddvitasætum þar sem þeir Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon eru að hætta þingmennsku og Rósa Björk Brynjólfsdóttir er gengin í Samfylkinguna. Þrjú oddvitasæti voru því laus en í gær urðu fjórðu oddvitaskiptin þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir tapaði sínu sæti í Norðvesturkjördæmi til sveitarstjórnarmannsins Bjarna Jónsonar. Fólk utan þingflokksins vermir nú öll efstu sætin þar sem forval hefur farið fram. Óli Halldórsson í Norðausturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir í Suðurkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandssson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Þingmenn flokksins sem hafa sóst eftir fyrsta sæti á lista hafa ekki haft erindi sem erfiði og eiga nú á hættu að missa þingsæti miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Kolbeinn Óttarsson Proppé sem lenti í fjórða sæti í Suðurkjördæmi ætlar þó að reyna aftur við forvalið í Reykjavíkurkjördæmunum í miðjum maí. Þar gefa Katrín Jakobsdótir og Svandís Svavarsdóttir einar kost á sér í fyrsta sæti. Ekki stór málefnalegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, telur það að þingmönnum hafi ítrekað verið hafnað ekki til marks um óánægju með þingflokkinn. „Ég hef ekki orðið vör við þá óánægju og held í raun og veru, ef við reynum að greina þetta út frá málefnum að það sé ekki stór málefnalegur ágreiningur. En ég held vissulega að það sé mikill áhugi á því að taka þátt,“ segir Katrín. Hún telur flokksmenn ekki vera að láta í ljós óánægju með stjórnarsamstarfið, þau sem skipi oddvitasætin hafi ekki talað gegn því. „Ég held að þetta snúist meira bara um að sums staðar hafa ekki verið forvöl lengi og það er stemning fyrir því að láta verulega að sér kveða.“ Bjarni Jónsson, nýr oddviti í Norðvesturkjördæmi, sagðist í samtali við fréttastofu í dag telja góða þátttöku í forvalinu endurspegla mikinn áhuga. Hans áherslur hafi hlotið góðan hljómgrunn. „Ég tengi þetta ekki við það sem er að gerast í öðrum kjördæmum. Ég legg bara það á borðið sem ég stend fyrir og vinn fyrir og ég held að það hafi hlotið góðan hljómgrunn. Þess vegna hafi ég unnið þennan afgerandi sigur í kosningunni. En ég legg áherslu á að Lilja Rafney fékk líka fína kosningu og góðan stuðning,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney sagðist í færslu á Facebook í dag ætla að nýta næstu daga til þess að íhuga framhaldið í pólitíkinni. Hún þakkar góðan stuðning en segist hafa átt von á þessari niðurstöðu. „Ég þakka öllu því góða fólki sem studdi mig í Forvali VG um helgina. Ég fékk mikinn stuðning sem dugði þó ekki til þess að leiða lista VG áfram. Ég átti von á uppstokkun þegar félögum fjölgaði um 500 manns síðustu vikurnar. En svona eru leikreglurnar og umhugsunarvert til framtíðar litið hvað er besta fyrirkomulagið í vali á frambjóðendum,“ segir Lilja. Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Það var ljóst að nokkur endurnýjun yrði í oddvitasætum þar sem þeir Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon eru að hætta þingmennsku og Rósa Björk Brynjólfsdóttir er gengin í Samfylkinguna. Þrjú oddvitasæti voru því laus en í gær urðu fjórðu oddvitaskiptin þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir tapaði sínu sæti í Norðvesturkjördæmi til sveitarstjórnarmannsins Bjarna Jónsonar. Fólk utan þingflokksins vermir nú öll efstu sætin þar sem forval hefur farið fram. Óli Halldórsson í Norðausturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir í Suðurkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandssson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Þingmenn flokksins sem hafa sóst eftir fyrsta sæti á lista hafa ekki haft erindi sem erfiði og eiga nú á hættu að missa þingsæti miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Kolbeinn Óttarsson Proppé sem lenti í fjórða sæti í Suðurkjördæmi ætlar þó að reyna aftur við forvalið í Reykjavíkurkjördæmunum í miðjum maí. Þar gefa Katrín Jakobsdótir og Svandís Svavarsdóttir einar kost á sér í fyrsta sæti. Ekki stór málefnalegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, telur það að þingmönnum hafi ítrekað verið hafnað ekki til marks um óánægju með þingflokkinn. „Ég hef ekki orðið vör við þá óánægju og held í raun og veru, ef við reynum að greina þetta út frá málefnum að það sé ekki stór málefnalegur ágreiningur. En ég held vissulega að það sé mikill áhugi á því að taka þátt,“ segir Katrín. Hún telur flokksmenn ekki vera að láta í ljós óánægju með stjórnarsamstarfið, þau sem skipi oddvitasætin hafi ekki talað gegn því. „Ég held að þetta snúist meira bara um að sums staðar hafa ekki verið forvöl lengi og það er stemning fyrir því að láta verulega að sér kveða.“ Bjarni Jónsson, nýr oddviti í Norðvesturkjördæmi, sagðist í samtali við fréttastofu í dag telja góða þátttöku í forvalinu endurspegla mikinn áhuga. Hans áherslur hafi hlotið góðan hljómgrunn. „Ég tengi þetta ekki við það sem er að gerast í öðrum kjördæmum. Ég legg bara það á borðið sem ég stend fyrir og vinn fyrir og ég held að það hafi hlotið góðan hljómgrunn. Þess vegna hafi ég unnið þennan afgerandi sigur í kosningunni. En ég legg áherslu á að Lilja Rafney fékk líka fína kosningu og góðan stuðning,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney sagðist í færslu á Facebook í dag ætla að nýta næstu daga til þess að íhuga framhaldið í pólitíkinni. Hún þakkar góðan stuðning en segist hafa átt von á þessari niðurstöðu. „Ég þakka öllu því góða fólki sem studdi mig í Forvali VG um helgina. Ég fékk mikinn stuðning sem dugði þó ekki til þess að leiða lista VG áfram. Ég átti von á uppstokkun þegar félögum fjölgaði um 500 manns síðustu vikurnar. En svona eru leikreglurnar og umhugsunarvert til framtíðar litið hvað er besta fyrirkomulagið í vali á frambjóðendum,“ segir Lilja.
Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira