Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA/Þór 25-25 | Jafnt í æsispennandi leik Andri Már Eggertsson skrifar 27. apríl 2021 20:30 KA/Þór henti frá sér sigrinum í kvöld en liðið var tveimur mörkum yfir þegar lítið var eftir af leiknum. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan og KA/Þór gerðu jafntefli í æsispennandi leik í Olís-deild kvenna í kvöld, lokatölur 25-25. Liðin voru að mætast í endurteknum leik eftir mistök á ritaraborði Stjörnunnar í fyrri leiknum, sem KA/Þór vann. Sá leikur var dæmdur ógildur af dómstól HSÍ. Leikurinn Það var beðið með eftirvæntingu eftir leik Stjörnunnar og KA/Þórs sem hafði fengið mikið umtal þar sem um endurtekinn leik var að ræða. Leikurinn stóð undir öllum væntingum og má með sanni segja að svona átti leikurinn að enda hefðu mörkin verið rétt talin þegar liðin mættust í upphafi. Leikurinn byrjaði rólega. Bæði lið einkenndust af taugaóstyrk, sem er ekki óeðlilegt enda aðdragandi leiksins flestum kunnugur og ekki oft hér á landi sem leikir séu endurspilaðir. Eftir rúmlega fimm mínútna leik hristu bæði lið af sér ryðið og fóru að skiptast á mörkum. Fyrstu tuttugu mínútur leiksins voru mjög jafnar, KA/Þór voru aldrei yfir með meira en tveimur mörkum og náðu aldrei að hrista baráttu lið Stjörnunnar frá sér. Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs tók þá leikhlé sem hristi upp í liðinu. Stelpurnar vöknuðu við það og fóru að spila talsvert betur og náðu góðu áhlaupi sem skilaði þeim fimm marka forskoti inn í hálfleik 9-14. KA/Þór byrjaði seinni hálfleikinn á sömu bylgjulengd og þær enduðu þann fyrri. KA/Þór gerði vel í að vernda forskotið sitt, ásamt því þá hélt markmaður liðsins Matea Lonac sínu striki og varði vel þegar á reyndi. Stjarnan voru ekki á því að leggja árar í bát og áttu gott áhlaup þegar líða tók á leikinn og var allt orðið jafnt eftir 8-2 áhlaup Stjörnunnar sem gerði loka mínútur leiksins æsispennandi. KA/Þór var einu marki yfir þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. Tinna Húnbjörg markmaður Stjörnunnar varði frábærlega sem varð til þess að Stjarnan keyrði upp völlinn og Eva Björk Davíðsdóttir þrumaði boltanum í markið og niðurstaðan jafntefli 25-25. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Leikurinn var mjög kaflaskiptur. KA/Þór voru með öll tök á leiknum þar til um korter var eftir af leiktímanum. Þá vöknuðu leikmenn Stjörnunnar og léku á als oddi, þéttu vörnina sína og fóru að skjóta betur sem skilaði fleiri mörkum. KA/Þór klikkaði á dauðafæri undir lok leiksins sem hefði geta tryggt þeim stigin tvö og því jafntefli sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Markmaður KA/Þórs Matea Lonac átti góðan leik í marki gestana, hún varði 15 skot og var besti leikmaður liðsins í kvöld. Eva Björk Davíðsdóttir fór á kostum í liði Stjörnunnar, hún var algjör leiðtogi þegar líða tók á leikinn og endaði með 12 mörk sem og mikilvægasta mark leiksins. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik var sóknarleikur Stjörnunnar mjög dapur og fundu þær fáar lausnir við vörn KA/Þórs sem gerði þeim auðveldara fyrir að fá hraðahlaup og seinni bylgjur. Þó KA/Þór séu með marga góða leikmenn innanborðs var enginn sjáanlegur leiðtogi í liðinu þegar á móti fór að blása. Bæði Martha Hermannsdóttir og Rut Jónsdóttir áttu ekki sinn besta leik og þá sérstaklega síðasta korterið þegar leikurinn var í járnum. Hvað gerist næst? Laugardaginn 1. maí heldur Stjarnan áfram að spila í TM höllinni þar sem ÍBV kemur í heimsókn klukkan 13:30 og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma mætast KA/Þór og Valur fyrir norðan. Rakel Dögg: Skrifað í skýin að leikurinn myndi enda með jafntefli Rakel Dögg, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Vilhelm „Þetta var rosalegur leikur, mjög sveiflukenndur og skrifað í skýin að niðurstaðan yrði jafntefli. Það var frábært að sjá karakterinn sem stelpurnar sýndu og stigið mjög verðskuldað,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með leiks en þegar líða tók á leikinn voru KA/Þór með öll völd á leiknum sem skilaði þeim 5 mörkum yfir í hálfleik. „Við klikkuðum á okkar aðgerðum bæði varnar og sóknarlega, Helena Rut átti ekki góðan fyrri hálfleik en mætti tvíefld inn í seinni hálfleikinn. Í fyrri hálfleik misstum við óþarfa bolta sem þær refsuðu fyrir.” Rakel Dögg var mjög ánægð með áhlaup liðsins um miðjan seinni hálfleik þar sem þær gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 22-22. „Við töluðum um það í hálfleik að það er allt hægt í handbolta, fimm marka forskot er enginn dauðadómur sem ég sagði við stelpurnar inn í klefa í hálfleik.” Lokamínútur leiksins voru ævintýralegar sem endaði með að Eva Björk jafnaði leikinn með flautu marki. „Þetta er líkt og í góðri lygasögu, Tinna átti stóra markvörslu í lokinn sem ég sá ekki þar sem ég var búinn að snúa mér við, við jöfnum síðan leikinn á síðustu sekúndunum,” sagði Rakel sem var mjög stolt af liðinu sínu. Andri Snær: Við köstum þessum leik frá okkur Andri Snær, þjálfari KA/Þór.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var mjög svekkjandi, við áttum að vinna þennan leik sem við hreinlega köstum frá okkur. Síðustu tíu mínúturnar hjá okkur voru lélegar sem er hundfúllt,” sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn gekk allt upp hjá stelpunum hans Andra, þær héldu því síðan áfram í upphafi seinni hálfleiks og var Andri sammála að það var lítið sem benti til þess að KA/Þór myndi tapa þessum leik. „Við spiluðum góða vörn í fyrri hálfleik sem skilaði hraðahlaupum og góðri seinni bylgju. Við byggðum upp þetta forskot okkar sem við héldum út alveg þar til korter var eftir af leiknum þá fór sóknarleikur liðsins í algjöran lás.” KA/Þór voru með boltann og einu marki yfir þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum og þá tók Andri Snær leikhlé. „Við gerðum allt í lokasókninni og fengum dauðafæri sem við klikkuðum á, við skiluðum okkur illa til baka og Eva gerði vel í að negla boltanum á markið,” sagði Andri sem var svekktur með niðurstöðu leiksins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri
Stjarnan og KA/Þór gerðu jafntefli í æsispennandi leik í Olís-deild kvenna í kvöld, lokatölur 25-25. Liðin voru að mætast í endurteknum leik eftir mistök á ritaraborði Stjörnunnar í fyrri leiknum, sem KA/Þór vann. Sá leikur var dæmdur ógildur af dómstól HSÍ. Leikurinn Það var beðið með eftirvæntingu eftir leik Stjörnunnar og KA/Þórs sem hafði fengið mikið umtal þar sem um endurtekinn leik var að ræða. Leikurinn stóð undir öllum væntingum og má með sanni segja að svona átti leikurinn að enda hefðu mörkin verið rétt talin þegar liðin mættust í upphafi. Leikurinn byrjaði rólega. Bæði lið einkenndust af taugaóstyrk, sem er ekki óeðlilegt enda aðdragandi leiksins flestum kunnugur og ekki oft hér á landi sem leikir séu endurspilaðir. Eftir rúmlega fimm mínútna leik hristu bæði lið af sér ryðið og fóru að skiptast á mörkum. Fyrstu tuttugu mínútur leiksins voru mjög jafnar, KA/Þór voru aldrei yfir með meira en tveimur mörkum og náðu aldrei að hrista baráttu lið Stjörnunnar frá sér. Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs tók þá leikhlé sem hristi upp í liðinu. Stelpurnar vöknuðu við það og fóru að spila talsvert betur og náðu góðu áhlaupi sem skilaði þeim fimm marka forskoti inn í hálfleik 9-14. KA/Þór byrjaði seinni hálfleikinn á sömu bylgjulengd og þær enduðu þann fyrri. KA/Þór gerði vel í að vernda forskotið sitt, ásamt því þá hélt markmaður liðsins Matea Lonac sínu striki og varði vel þegar á reyndi. Stjarnan voru ekki á því að leggja árar í bát og áttu gott áhlaup þegar líða tók á leikinn og var allt orðið jafnt eftir 8-2 áhlaup Stjörnunnar sem gerði loka mínútur leiksins æsispennandi. KA/Þór var einu marki yfir þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. Tinna Húnbjörg markmaður Stjörnunnar varði frábærlega sem varð til þess að Stjarnan keyrði upp völlinn og Eva Björk Davíðsdóttir þrumaði boltanum í markið og niðurstaðan jafntefli 25-25. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Leikurinn var mjög kaflaskiptur. KA/Þór voru með öll tök á leiknum þar til um korter var eftir af leiktímanum. Þá vöknuðu leikmenn Stjörnunnar og léku á als oddi, þéttu vörnina sína og fóru að skjóta betur sem skilaði fleiri mörkum. KA/Þór klikkaði á dauðafæri undir lok leiksins sem hefði geta tryggt þeim stigin tvö og því jafntefli sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Markmaður KA/Þórs Matea Lonac átti góðan leik í marki gestana, hún varði 15 skot og var besti leikmaður liðsins í kvöld. Eva Björk Davíðsdóttir fór á kostum í liði Stjörnunnar, hún var algjör leiðtogi þegar líða tók á leikinn og endaði með 12 mörk sem og mikilvægasta mark leiksins. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik var sóknarleikur Stjörnunnar mjög dapur og fundu þær fáar lausnir við vörn KA/Þórs sem gerði þeim auðveldara fyrir að fá hraðahlaup og seinni bylgjur. Þó KA/Þór séu með marga góða leikmenn innanborðs var enginn sjáanlegur leiðtogi í liðinu þegar á móti fór að blása. Bæði Martha Hermannsdóttir og Rut Jónsdóttir áttu ekki sinn besta leik og þá sérstaklega síðasta korterið þegar leikurinn var í járnum. Hvað gerist næst? Laugardaginn 1. maí heldur Stjarnan áfram að spila í TM höllinni þar sem ÍBV kemur í heimsókn klukkan 13:30 og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma mætast KA/Þór og Valur fyrir norðan. Rakel Dögg: Skrifað í skýin að leikurinn myndi enda með jafntefli Rakel Dögg, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Vilhelm „Þetta var rosalegur leikur, mjög sveiflukenndur og skrifað í skýin að niðurstaðan yrði jafntefli. Það var frábært að sjá karakterinn sem stelpurnar sýndu og stigið mjög verðskuldað,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með leiks en þegar líða tók á leikinn voru KA/Þór með öll völd á leiknum sem skilaði þeim 5 mörkum yfir í hálfleik. „Við klikkuðum á okkar aðgerðum bæði varnar og sóknarlega, Helena Rut átti ekki góðan fyrri hálfleik en mætti tvíefld inn í seinni hálfleikinn. Í fyrri hálfleik misstum við óþarfa bolta sem þær refsuðu fyrir.” Rakel Dögg var mjög ánægð með áhlaup liðsins um miðjan seinni hálfleik þar sem þær gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 22-22. „Við töluðum um það í hálfleik að það er allt hægt í handbolta, fimm marka forskot er enginn dauðadómur sem ég sagði við stelpurnar inn í klefa í hálfleik.” Lokamínútur leiksins voru ævintýralegar sem endaði með að Eva Björk jafnaði leikinn með flautu marki. „Þetta er líkt og í góðri lygasögu, Tinna átti stóra markvörslu í lokinn sem ég sá ekki þar sem ég var búinn að snúa mér við, við jöfnum síðan leikinn á síðustu sekúndunum,” sagði Rakel sem var mjög stolt af liðinu sínu. Andri Snær: Við köstum þessum leik frá okkur Andri Snær, þjálfari KA/Þór.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var mjög svekkjandi, við áttum að vinna þennan leik sem við hreinlega köstum frá okkur. Síðustu tíu mínúturnar hjá okkur voru lélegar sem er hundfúllt,” sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn gekk allt upp hjá stelpunum hans Andra, þær héldu því síðan áfram í upphafi seinni hálfleiks og var Andri sammála að það var lítið sem benti til þess að KA/Þór myndi tapa þessum leik. „Við spiluðum góða vörn í fyrri hálfleik sem skilaði hraðahlaupum og góðri seinni bylgju. Við byggðum upp þetta forskot okkar sem við héldum út alveg þar til korter var eftir af leiknum þá fór sóknarleikur liðsins í algjöran lás.” KA/Þór voru með boltann og einu marki yfir þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum og þá tók Andri Snær leikhlé. „Við gerðum allt í lokasókninni og fengum dauðafæri sem við klikkuðum á, við skiluðum okkur illa til baka og Eva gerði vel í að negla boltanum á markið,” sagði Andri sem var svekktur með niðurstöðu leiksins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti