Patriots völdu leikstjórnanda í fyrstu umferð í fyrsta sinn í þjálfaratíð Belichick Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 14:00 Mac Jones brosti út að eyrum eftir að New England Patriots valdi hann í nótt. AP/Tony Dejak Bill Belichick er búinn að finna sér nýjan Tom Brady og sá heitir Mac Jones og kemur úr Alabama skólanum. Nýliðaval NFL-deildarinnar fór af stað í nótt en þá fór fyrsta umferð þess fram. Það kom engum á óvart að leikstjórnendurnir Trevor Lawrence og Zach Wilson voru valdir fyrstir í nýliðavalinu en stærsta fréttin var kannski að Mac Jones féll alla leið niður til New England Patriots í fimmtánda valrétti. Jacksonville Jaguars valdi Trevor Lawrence frá Clemson númer eitt og New York Jets tók Zach Wilson frá BYU númer tvö. Báðir eru líklegir til að breyta öllu fyrir sín félög enda voru þeir frábærir í háskólaboltanum. National Champion with Clemson.No. 1 overall pick by the Jaguars.Welcome to Jacksonville, Trevor Lawrence #NFLDraft pic.twitter.com/19RFTsooCM— ESPN (@espn) April 30, 2021 Það bjuggust margir sérfræðingar við því að San Francisco 49ers tæki mögulega leikstjórnandann Mac Jones númer þrjú en svo fór þó ekki. 49ers völdu í staðinn leikstjórnandann Trey Lance sem kemur úr litlum skóla í Norður Dakóta. Chicago Bears valdi síðan Ohio State leikstjórnandann Justin Fields númer ellefu og umræddur Mac Jones var enn í boði þegar röðin kom af New England Patriots. Patriots menn létu ekki segja sér það tvisvar og völdu hinn 22 ára gamla Mac Jones með fimmtánda valrétti. Belichick drafts his QB The Patriots select Bama QB Mac Jones with the No. 15 pick in the #NFLDraft @brgridiron pic.twitter.com/CuSpleLP7f— Bleacher Report (@BleacherReport) April 30, 2021 Þetta er í fyrsta sinn í þjálfaratíð Bill Belichick frá 2000 sem New England Patriots velur leikstjórnanda í fyrstu umferð nýliðavalsins. Tom Brady var valinn númer 199 (í sjöttu umferð) árið 2000 og hann var aðalleikstjórnandi liðsins næstu átján tímabilin. Brady yfirgaf hins vegar New England Patriots fyrir síðasta tímabil og fór til Tampa Bay Buccaneers þar sem hann vann NFL deildina á fyrsta ári. Bill Belichick þurfti því framtíðarleikstjórnanda fyrir liðið og Patriots menn ætla að veðja á Mac Jones. Mac Jones var margverðlaunaður á síðasta ári en hann fékk meðal annars Manning verðlaunin og hinn gullna arm Johnny Unitas auk þess að verða tilnefndur til Heisman verðlaunanna sem besti leikmaður háskólatímabilsins. Pats fans after Bill Belichick drafted QB Mac Jones in the first round... #NFLDraft pic.twitter.com/PSUt0pCKM0— Sports Illustrated (@SInow) April 30, 2021 Atlanta Falcons valdi fyrsta innherjann í nýliðavalinu þegar félagið valdi Kyle Pitts frá Florida skólanum númer fjögur og strax á eftir valdi Cincinnati Bengals fyrsta útherjann sem var Ja'Marr Chase frá LSU skólanum. Pittsburgh Steelers valdi síðan fyrsta hlauparann í nýliðavalinu í ár þegar menn þar á bæ völdu Najee Harris frá Alabama skólanum númer 24. Strax á eftir valdi Jacksonville Jaguars hlauparann Travis Etienne en hann kemur frá Clemson skólanum og var því liðsfélagi leikstjórnandans Trevor Lawrence sem Jaguars liðið valdi númer eitt. CLEMSON REUNION IN JACKSONVILLE!The Jaguars accompany No. 1 pick Trevor Lawrence with his teammate, RB Travis Etienne, at No. 25 #NFLDraft pic.twitter.com/ahTZuiPdZW— SportsCenter (@SportsCenter) April 30, 2021 NFL Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Það kom engum á óvart að leikstjórnendurnir Trevor Lawrence og Zach Wilson voru valdir fyrstir í nýliðavalinu en stærsta fréttin var kannski að Mac Jones féll alla leið niður til New England Patriots í fimmtánda valrétti. Jacksonville Jaguars valdi Trevor Lawrence frá Clemson númer eitt og New York Jets tók Zach Wilson frá BYU númer tvö. Báðir eru líklegir til að breyta öllu fyrir sín félög enda voru þeir frábærir í háskólaboltanum. National Champion with Clemson.No. 1 overall pick by the Jaguars.Welcome to Jacksonville, Trevor Lawrence #NFLDraft pic.twitter.com/19RFTsooCM— ESPN (@espn) April 30, 2021 Það bjuggust margir sérfræðingar við því að San Francisco 49ers tæki mögulega leikstjórnandann Mac Jones númer þrjú en svo fór þó ekki. 49ers völdu í staðinn leikstjórnandann Trey Lance sem kemur úr litlum skóla í Norður Dakóta. Chicago Bears valdi síðan Ohio State leikstjórnandann Justin Fields númer ellefu og umræddur Mac Jones var enn í boði þegar röðin kom af New England Patriots. Patriots menn létu ekki segja sér það tvisvar og völdu hinn 22 ára gamla Mac Jones með fimmtánda valrétti. Belichick drafts his QB The Patriots select Bama QB Mac Jones with the No. 15 pick in the #NFLDraft @brgridiron pic.twitter.com/CuSpleLP7f— Bleacher Report (@BleacherReport) April 30, 2021 Þetta er í fyrsta sinn í þjálfaratíð Bill Belichick frá 2000 sem New England Patriots velur leikstjórnanda í fyrstu umferð nýliðavalsins. Tom Brady var valinn númer 199 (í sjöttu umferð) árið 2000 og hann var aðalleikstjórnandi liðsins næstu átján tímabilin. Brady yfirgaf hins vegar New England Patriots fyrir síðasta tímabil og fór til Tampa Bay Buccaneers þar sem hann vann NFL deildina á fyrsta ári. Bill Belichick þurfti því framtíðarleikstjórnanda fyrir liðið og Patriots menn ætla að veðja á Mac Jones. Mac Jones var margverðlaunaður á síðasta ári en hann fékk meðal annars Manning verðlaunin og hinn gullna arm Johnny Unitas auk þess að verða tilnefndur til Heisman verðlaunanna sem besti leikmaður háskólatímabilsins. Pats fans after Bill Belichick drafted QB Mac Jones in the first round... #NFLDraft pic.twitter.com/PSUt0pCKM0— Sports Illustrated (@SInow) April 30, 2021 Atlanta Falcons valdi fyrsta innherjann í nýliðavalinu þegar félagið valdi Kyle Pitts frá Florida skólanum númer fjögur og strax á eftir valdi Cincinnati Bengals fyrsta útherjann sem var Ja'Marr Chase frá LSU skólanum. Pittsburgh Steelers valdi síðan fyrsta hlauparann í nýliðavalinu í ár þegar menn þar á bæ völdu Najee Harris frá Alabama skólanum númer 24. Strax á eftir valdi Jacksonville Jaguars hlauparann Travis Etienne en hann kemur frá Clemson skólanum og var því liðsfélagi leikstjórnandans Trevor Lawrence sem Jaguars liðið valdi númer eitt. CLEMSON REUNION IN JACKSONVILLE!The Jaguars accompany No. 1 pick Trevor Lawrence with his teammate, RB Travis Etienne, at No. 25 #NFLDraft pic.twitter.com/ahTZuiPdZW— SportsCenter (@SportsCenter) April 30, 2021
NFL Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira