Umfjöllun og viðtöl: Þór - Haukar 17-36 | Heimamenn engin fyrirstaða fyrir toppliðiðið Ágúst Þór Brynjarsson skrifar 30. apríl 2021 20:25 Orri Freyr var frábæri í liði Hauka í kvöld. Vísir/Vilhelm Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu 19 marka sigur á Þór Akureyri í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, lokatölur 36-17 gestunum í vil. Haukar frá Blásvöllum mættu gríðarlega sterkir til leiks og tóku strax algjöra stjórn á leiknum sem var aldrei spennandi. Haukar færðu boltann hratt á milli og opnuðu Þórsaranna alveg upp á gátt. Munurinn var þó „aðeins“ níu mörk í hálfleik. Þann mun tókst heimamönnum aldrei að brúa og segja má að síðari hálfleikur hafi verið í takti við þann fyrri, Haukar héldu áfram að auka forskot sitt í leiknum og Þórsarar náðu inn einu og einu marki inn á milli. Fór það svo að Haukar unnu eins og áður sagði 19 marka sigur, lokatölur 36-17 Hafnfirðingum í vil. Haukar eru sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 31 stig. Á sama tíma blasir fallið við Þórsurum sem sitja í 11. sæti með átta stig, tveimur stigum á eftir Gróttu. Hverjir stóðu upp úr? Karolis Stropus hélt sóknarleiknum algjörlega uppi og var flottur hjá Þórsurum. Haukarnir litu hrikalega vel út í dag, voru þéttir og unnu þetta saman. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur með sjö mörk. Þar á eftir kom Stefán Rafn Sigurmannsson með sex mörk. Hvað næst? Haukar mæta Aftureldingu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. maí næstkomandi. Þórsarar heimsækja Fram í Safamýri degi á undan í leik sem þeir verða að vinna. Aron: Vissum að það gæti verið hættulegt að koma hingað Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.VÍSIR/BÁRA „Er bara ánægður með sigurinn, Þórsarar áttu frábæran leik í síðustu umferð gegn Val og tóku tvö góð stig svo að við vissum að það gæti verið hættulegt að koma hingað en við vorum klárir og ég er ánægður með fimm einn vörnina okkar í dag,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka að leik loknum. „Mér fannst í fyrsta lagi góður varnaleikur, vorum mjög hreyfanlegir og vinnusamir í fimm einn vörninni, góð markvarsla, mér fannst það svona vera númer eitt,“ sagði Aron aðspurður hvað skóp sigur kvöldsins. Varðandi lokasprettinn: „Við erum í harðri samkeppni við FH um þennan deildarmeistaratitil. Þetta er ótrúlega spennandi og skemmtilegt. Mörg lið að berjast um sæti í 8-liða úrslitum og sömuleiðis hörð barátta milli Gróttu og Þórs um að halda sér í deildinni svo mér finnst þetta bara vera spennandi lokakafli,“ sagði Aron að lokum. Halldór: Hræðilegt frá byrjun til enda Halldór var ekki sáttur með sína menn i kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Okkur var skellt rækilega aftur niður á jörðina allavega, það eru svona fyrstu viðbrögð, þetta var bara hræðilegt frá byrjun og til enda,“ sagði þjálfari Þórs að leik loknum. „Við getum bara sagt allt. Varnarleikurinn til dæmis þau fáu skipti sem við náðum að stilla upp í varnarleik þá kom þetta en Haukarnir voru bara þéttir og gerðu vel,“ sagði Halldór aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. „Nei í rauninni ekki. Ég er bara mest óánægður með hvað hausinn var fljótur að fara hjá mönnum, við þorðum þessu ekki og leikurinn var bara búinn í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór aðspurður hvort það væri eitthvað jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. Varðandi lokasprettinn: „Mér líst bara mjög vel á hann, númer eitt tvö og þrjú þá þurfum við að spila miklu betri sóknarbolta en það sem við sýndum í dag þannig að við verðum bara að stíga upp.“ Olís-deild karla Þór Akureyri Haukar
Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu 19 marka sigur á Þór Akureyri í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, lokatölur 36-17 gestunum í vil. Haukar frá Blásvöllum mættu gríðarlega sterkir til leiks og tóku strax algjöra stjórn á leiknum sem var aldrei spennandi. Haukar færðu boltann hratt á milli og opnuðu Þórsaranna alveg upp á gátt. Munurinn var þó „aðeins“ níu mörk í hálfleik. Þann mun tókst heimamönnum aldrei að brúa og segja má að síðari hálfleikur hafi verið í takti við þann fyrri, Haukar héldu áfram að auka forskot sitt í leiknum og Þórsarar náðu inn einu og einu marki inn á milli. Fór það svo að Haukar unnu eins og áður sagði 19 marka sigur, lokatölur 36-17 Hafnfirðingum í vil. Haukar eru sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 31 stig. Á sama tíma blasir fallið við Þórsurum sem sitja í 11. sæti með átta stig, tveimur stigum á eftir Gróttu. Hverjir stóðu upp úr? Karolis Stropus hélt sóknarleiknum algjörlega uppi og var flottur hjá Þórsurum. Haukarnir litu hrikalega vel út í dag, voru þéttir og unnu þetta saman. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur með sjö mörk. Þar á eftir kom Stefán Rafn Sigurmannsson með sex mörk. Hvað næst? Haukar mæta Aftureldingu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. maí næstkomandi. Þórsarar heimsækja Fram í Safamýri degi á undan í leik sem þeir verða að vinna. Aron: Vissum að það gæti verið hættulegt að koma hingað Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.VÍSIR/BÁRA „Er bara ánægður með sigurinn, Þórsarar áttu frábæran leik í síðustu umferð gegn Val og tóku tvö góð stig svo að við vissum að það gæti verið hættulegt að koma hingað en við vorum klárir og ég er ánægður með fimm einn vörnina okkar í dag,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka að leik loknum. „Mér fannst í fyrsta lagi góður varnaleikur, vorum mjög hreyfanlegir og vinnusamir í fimm einn vörninni, góð markvarsla, mér fannst það svona vera númer eitt,“ sagði Aron aðspurður hvað skóp sigur kvöldsins. Varðandi lokasprettinn: „Við erum í harðri samkeppni við FH um þennan deildarmeistaratitil. Þetta er ótrúlega spennandi og skemmtilegt. Mörg lið að berjast um sæti í 8-liða úrslitum og sömuleiðis hörð barátta milli Gróttu og Þórs um að halda sér í deildinni svo mér finnst þetta bara vera spennandi lokakafli,“ sagði Aron að lokum. Halldór: Hræðilegt frá byrjun til enda Halldór var ekki sáttur með sína menn i kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Okkur var skellt rækilega aftur niður á jörðina allavega, það eru svona fyrstu viðbrögð, þetta var bara hræðilegt frá byrjun og til enda,“ sagði þjálfari Þórs að leik loknum. „Við getum bara sagt allt. Varnarleikurinn til dæmis þau fáu skipti sem við náðum að stilla upp í varnarleik þá kom þetta en Haukarnir voru bara þéttir og gerðu vel,“ sagði Halldór aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. „Nei í rauninni ekki. Ég er bara mest óánægður með hvað hausinn var fljótur að fara hjá mönnum, við þorðum þessu ekki og leikurinn var bara búinn í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór aðspurður hvort það væri eitthvað jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. Varðandi lokasprettinn: „Mér líst bara mjög vel á hann, númer eitt tvö og þrjú þá þurfum við að spila miklu betri sóknarbolta en það sem við sýndum í dag þannig að við verðum bara að stíga upp.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti