Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2021 17:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti áætlunina á þriðjudag sem er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Í henni er gert ráð fyrir að 35% bólusetningarhópsins verði minnst kominn með fyrsta skammt bóluefnis í fyrri hluta maí. Því er framgangur bólusetningar lítillega á undan áætlun stjórnvalda eins og stendur. Fyrsta skref afléttingar var tekið þann 15. apríl þegar fjöldatakmörk voru aukin úr 10 í 20 manns. Einnig var opnað fyrir starfsemi sundlauga, líkamsræktarstöðva, sviðslista og fleira með takmörkunum.Stjórnarráðið Samkvæmt áætluninni stefna stjórnvöld á þessu stigi að því að rýmka fjöldatakmörk og miða við mörk á bilinu 20 til 200 manns. Einnig er gert ráð fyrir rýmri undanþágu frá nálægðarreglu og fjöldatakmörkun fyrir tiltekna starfsemi. Núgildandi fjöldatakmörkun miðast við 20 manns. Þessar afléttingaráætlanir eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á faraldrinum sem gerir tillögur um breytingar. Vill bíða með afléttingar Núgildandi sóttvarnareglur gilda til 5. maí næstkomandi en Þórólfur Guðnason sagði í samtali við RÚV í dag að hann telji best að bíða með afléttingar til þess að ná betur utan um stöðuna. Þá sagði hann ekki hægt að fullyrða að búið væri ná alveg tökum á þeim hópsmitum sem upp hafi komið að undanförnu. Þórólfur hafði ekki skilað tillögum sínum til heilbrigðisráðherra fyrr í dag og hyggst skila minnisblaði um helgina. Fimm einstaklingar greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tölur gærdagsins litu ágætlega út. „Þessi einstaklingar tengjast fyrri smitum sem við höfum rætt um. Nokkrir af þeim fóru nýlega í sóttkví. Þetta mun sveiflast svona til og frá, innan sóttkvíar og utan, næstu daga. Við erum ekki alveg komin fyrir vind í þessu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10 Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21 Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti áætlunina á þriðjudag sem er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Í henni er gert ráð fyrir að 35% bólusetningarhópsins verði minnst kominn með fyrsta skammt bóluefnis í fyrri hluta maí. Því er framgangur bólusetningar lítillega á undan áætlun stjórnvalda eins og stendur. Fyrsta skref afléttingar var tekið þann 15. apríl þegar fjöldatakmörk voru aukin úr 10 í 20 manns. Einnig var opnað fyrir starfsemi sundlauga, líkamsræktarstöðva, sviðslista og fleira með takmörkunum.Stjórnarráðið Samkvæmt áætluninni stefna stjórnvöld á þessu stigi að því að rýmka fjöldatakmörk og miða við mörk á bilinu 20 til 200 manns. Einnig er gert ráð fyrir rýmri undanþágu frá nálægðarreglu og fjöldatakmörkun fyrir tiltekna starfsemi. Núgildandi fjöldatakmörkun miðast við 20 manns. Þessar afléttingaráætlanir eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á faraldrinum sem gerir tillögur um breytingar. Vill bíða með afléttingar Núgildandi sóttvarnareglur gilda til 5. maí næstkomandi en Þórólfur Guðnason sagði í samtali við RÚV í dag að hann telji best að bíða með afléttingar til þess að ná betur utan um stöðuna. Þá sagði hann ekki hægt að fullyrða að búið væri ná alveg tökum á þeim hópsmitum sem upp hafi komið að undanförnu. Þórólfur hafði ekki skilað tillögum sínum til heilbrigðisráðherra fyrr í dag og hyggst skila minnisblaði um helgina. Fimm einstaklingar greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tölur gærdagsins litu ágætlega út. „Þessi einstaklingar tengjast fyrri smitum sem við höfum rætt um. Nokkrir af þeim fóru nýlega í sóttkví. Þetta mun sveiflast svona til og frá, innan sóttkvíar og utan, næstu daga. Við erum ekki alveg komin fyrir vind í þessu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10 Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21 Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10
Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21
Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23