Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2021 20:00 Þórólfur Guðnason kemur af rísisstjórnarfundi eftir að hafa kynnt henni tillögur sínar Vísir/Vilhelm Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. Um 109 þúsund voru í lok gærdags búnir að fá að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni gegn Covid. Er það um 37,5 prósent af þeim hópi sem áætlað er að bólusetja á Íslandi. Sóttvarnalæknir tekur vel í niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar að hjarðónæmi náist fyrr með því annað hvort að bólusetja yngri hópa fyrr eða þá beita handahófskenndum bólusetningum. Hann skoðar nú þann möguleika. „Þetta var áhugavert innlegg hjá Íslenskri erfðagreiningu og áhugaverðar niðurstöður. Þær eru í samræmi við það sem ég hef verið að tala um áður. Auðvitað væri árangursríkast að ef við ættum nóg bóluefni að bólusetja þá sem eru virkustu smitberarnir í samfélaginu. Það er ungt fólk og fólk á miðjum aldri. Það sama sýnir líkanið hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við þurfum að skoða það núna þegar við klárum að bólusetja þessa áhættuhópa, sem geta farið illa út úr sýkingunum, hvort ekki væri áhrifaríkast að bólusetja tilviljanakennt frekar en að fara niður aldurshópinn. Mér sýnist að það gæti verið skynsamlegt, bæði út frá útreikningum Íslenskrar erfðagreiningar og þessu sama hugtaki að reyna að ná til þeirra sem bera og dreifa mesta smitinu,“ segir Þórólfur. Að hans mati sé mikilvægara að vernda viðkvæma hópa fyrst áður en stefnan sé tekin á hjarðónæmi. „Af því við erum ekki að fá það mikið bóluefni í einu þá er nauðsynlegt að verja viðkvæmustu hópana fyrst og síðan ná hjarðónæminu. Þetta er tvennt ólíkt en við eigum að geta náð því nokkurn veginn sama tíma. Við getum líka valið að bólusetja viðkvæmusta hópinn og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma handahófskennt. Þannig gætum við útfært þetta þannig að við næðum markmiðunum á sama tíma,“ segir Þórólfur. Búist er við 50.300 skammtar af bóluefni Pfizer í maí mánuði og 10.500 frá Moderna. Í næstu viku koma 11.700 skammtarf frá Pfizer og 2.640 skammtar frá Moderna. Ekki er staðfest afhending frá öðrum framleiðendum, nema að um 5.500 skammtar berast frá Jansen í næstu viku. Farið var langt með að klára bólusetningar 60 ára og eldri í vikunni. Næsti hópur eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Um 109 þúsund voru í lok gærdags búnir að fá að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni gegn Covid. Er það um 37,5 prósent af þeim hópi sem áætlað er að bólusetja á Íslandi. Sóttvarnalæknir tekur vel í niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar að hjarðónæmi náist fyrr með því annað hvort að bólusetja yngri hópa fyrr eða þá beita handahófskenndum bólusetningum. Hann skoðar nú þann möguleika. „Þetta var áhugavert innlegg hjá Íslenskri erfðagreiningu og áhugaverðar niðurstöður. Þær eru í samræmi við það sem ég hef verið að tala um áður. Auðvitað væri árangursríkast að ef við ættum nóg bóluefni að bólusetja þá sem eru virkustu smitberarnir í samfélaginu. Það er ungt fólk og fólk á miðjum aldri. Það sama sýnir líkanið hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við þurfum að skoða það núna þegar við klárum að bólusetja þessa áhættuhópa, sem geta farið illa út úr sýkingunum, hvort ekki væri áhrifaríkast að bólusetja tilviljanakennt frekar en að fara niður aldurshópinn. Mér sýnist að það gæti verið skynsamlegt, bæði út frá útreikningum Íslenskrar erfðagreiningar og þessu sama hugtaki að reyna að ná til þeirra sem bera og dreifa mesta smitinu,“ segir Þórólfur. Að hans mati sé mikilvægara að vernda viðkvæma hópa fyrst áður en stefnan sé tekin á hjarðónæmi. „Af því við erum ekki að fá það mikið bóluefni í einu þá er nauðsynlegt að verja viðkvæmustu hópana fyrst og síðan ná hjarðónæminu. Þetta er tvennt ólíkt en við eigum að geta náð því nokkurn veginn sama tíma. Við getum líka valið að bólusetja viðkvæmusta hópinn og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma handahófskennt. Þannig gætum við útfært þetta þannig að við næðum markmiðunum á sama tíma,“ segir Þórólfur. Búist er við 50.300 skammtar af bóluefni Pfizer í maí mánuði og 10.500 frá Moderna. Í næstu viku koma 11.700 skammtarf frá Pfizer og 2.640 skammtar frá Moderna. Ekki er staðfest afhending frá öðrum framleiðendum, nema að um 5.500 skammtar berast frá Jansen í næstu viku. Farið var langt með að klára bólusetningar 60 ára og eldri í vikunni. Næsti hópur eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira