Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2021 14:55 Sölvi Tryggvason. Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. Ljóst er af færslu Sölva, sem hann birtir samhliða á Facebook og Instagram, að honum er mikið niðri fyrir. Hann segist ekki óska neinum þess að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. Aðeins eitt um málið að segja „Síðustu daga hafa gengið ótrúlega rætnar slúðursögur um mig í þjóðfélaginu sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta gekk meira að segja svo langt að einn fjölmiðill birti frétt um slúðursöguna án þess þó að nafngreina mig,“ segir Sölvi. „Í frétt fjölmiðilsins kom fram að fyrir um tveimur vikum hefði þjóðþekktur einstaklingur, sem samkvæmt sögunni er ég, keypt sér kynlífsþjónustu, gengið í skrokk á vændiskonunni, verið handtekinn og fluttur í varðhald. Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda.“ Sölvi birtir þessar upplýsingar úr miðlægum gagnagrunni lögreglu. Það var vefmiðillinn Mannlíf sem fjallaði um sögusagnirnar um helgina. Vísaði miðillinn til færslu Ólafar Töru Harðardóttur einkaþjálfara á Instagram sem var ósátt við að ekkert hefði verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Brynja Dan Þorláksdóttir áhrifavaldur og fleiri hvöttu til áhorfs á innlegg Ólafar og töldu mjúkum höndum farið um þjóðþekkta einstaklinga í fjölmiðlum. Leitaði til lögmanns „Ég get ekki sagt ykkur hvað þessar sögur hafa haft mikil áhrif á mig, fjölskyldu mína og vini. Ég hef verið sem lamaður síðustu daga og neitaði lengi vel að trúa að fólk tæki þátt í að dreifa slúðursögum sem þessum,“ segir Sölvi. „Frá því um helgina hefur síminn minn ekki stoppað vegna fyrirspurna frá fjölmiðlum um hvort þessar sögur séu sannar. Þegar málið er komið á það stig verð ég að bregðast við. Niðurbrotinn og svefnlaus leitaði ég í gær til Sögu Ýrr Jónsdóttur hæstaréttarlögmanns til að athuga stöðu mína og hvernig ég ætti að bregðast við. Hún sagði mér að auðvelt væri að afsanna þetta með því að kalla inn málaskrá mína hjá lögreglu undanfarinn mánuð þar sem ljóst væri að ef lögreglan hefði haft einhver afskipti af mér, bein eða óbein, þá kæmu þau fram í málaskránni. Saga kallaði því eftir málaskránni og fengum við hana afhenta fyrir stundu og birti ég hana hér með. Eins og þarna kemur skýrt fram hefur lögreglan ekki haft nein afskipti af mér, bein eða óbein, á þeim tíma sem þessi atvik eiga að hafa átt sér stað. Þetta verður ekki skýrara. Það er ekkert til í þessum slúðursögum.“ Sölvi segist óska engum að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. „Þær eru mannskemmandi, niðurbrjótandi og hafa valdið mér og mínum meira hugarangri en ég hefði getað ímyndað mér. Ég verð alltaf jafn undrandi á að fólk sé til í að tala illa um náungann; fólk af holdi og blóði með tilfinningar og fjölskyldu. Hættum þessu!“ Fréttastofa reyndi um helgina og í dag að ná tali af Sölva vegna málsins. Hann segir í lok færslunnar að honum líði svo illa að hann treysti sér ekki til að tjá sig frekar um málið. View this post on Instagram A post shared by Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Ljóst er af færslu Sölva, sem hann birtir samhliða á Facebook og Instagram, að honum er mikið niðri fyrir. Hann segist ekki óska neinum þess að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. Aðeins eitt um málið að segja „Síðustu daga hafa gengið ótrúlega rætnar slúðursögur um mig í þjóðfélaginu sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta gekk meira að segja svo langt að einn fjölmiðill birti frétt um slúðursöguna án þess þó að nafngreina mig,“ segir Sölvi. „Í frétt fjölmiðilsins kom fram að fyrir um tveimur vikum hefði þjóðþekktur einstaklingur, sem samkvæmt sögunni er ég, keypt sér kynlífsþjónustu, gengið í skrokk á vændiskonunni, verið handtekinn og fluttur í varðhald. Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda.“ Sölvi birtir þessar upplýsingar úr miðlægum gagnagrunni lögreglu. Það var vefmiðillinn Mannlíf sem fjallaði um sögusagnirnar um helgina. Vísaði miðillinn til færslu Ólafar Töru Harðardóttur einkaþjálfara á Instagram sem var ósátt við að ekkert hefði verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Brynja Dan Þorláksdóttir áhrifavaldur og fleiri hvöttu til áhorfs á innlegg Ólafar og töldu mjúkum höndum farið um þjóðþekkta einstaklinga í fjölmiðlum. Leitaði til lögmanns „Ég get ekki sagt ykkur hvað þessar sögur hafa haft mikil áhrif á mig, fjölskyldu mína og vini. Ég hef verið sem lamaður síðustu daga og neitaði lengi vel að trúa að fólk tæki þátt í að dreifa slúðursögum sem þessum,“ segir Sölvi. „Frá því um helgina hefur síminn minn ekki stoppað vegna fyrirspurna frá fjölmiðlum um hvort þessar sögur séu sannar. Þegar málið er komið á það stig verð ég að bregðast við. Niðurbrotinn og svefnlaus leitaði ég í gær til Sögu Ýrr Jónsdóttur hæstaréttarlögmanns til að athuga stöðu mína og hvernig ég ætti að bregðast við. Hún sagði mér að auðvelt væri að afsanna þetta með því að kalla inn málaskrá mína hjá lögreglu undanfarinn mánuð þar sem ljóst væri að ef lögreglan hefði haft einhver afskipti af mér, bein eða óbein, þá kæmu þau fram í málaskránni. Saga kallaði því eftir málaskránni og fengum við hana afhenta fyrir stundu og birti ég hana hér með. Eins og þarna kemur skýrt fram hefur lögreglan ekki haft nein afskipti af mér, bein eða óbein, á þeim tíma sem þessi atvik eiga að hafa átt sér stað. Þetta verður ekki skýrara. Það er ekkert til í þessum slúðursögum.“ Sölvi segist óska engum að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. „Þær eru mannskemmandi, niðurbrjótandi og hafa valdið mér og mínum meira hugarangri en ég hefði getað ímyndað mér. Ég verð alltaf jafn undrandi á að fólk sé til í að tala illa um náungann; fólk af holdi og blóði með tilfinningar og fjölskyldu. Hættum þessu!“ Fréttastofa reyndi um helgina og í dag að ná tali af Sölva vegna málsins. Hann segir í lok færslunnar að honum líði svo illa að hann treysti sér ekki til að tjá sig frekar um málið. View this post on Instagram A post shared by Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira